Verð á hráolíu hefur hækkað um rúmlega ellefu prósent í morgun, og stendur nú í tæplega 30 Bandaríkjadölum. Aðrar hrávörur, sem hafa verið að lækka mikið undanfarnar vikur, hafa einnig hækkar mikið, sem og hlutabréf í alþjóðlegum bönkum.
Á vef Wall Street Journal segir að þessi mikla hækkun, hafi komið mörgum á óvart, og sé enn ein staðfestingin á því að það sem helst einkenni gang efnahagsmála í alþjóðhagkerfinu í augnablikinu, sé mikill óstöðugleiki. Eignir sveiflist mikið upp og niður sem bendi til þess að fjárfesta hafa ekki góða vissu um þróun mála, og færi fjármagna stöðugt milli eignaflokka.
Hagtölur frá mörgum af helstu markaðssvæðum heimsins, Evrópu, Japan og Kína meðal annars, benda til þess að hagvöxtur sé umtalsvert undir væntingum og á fyrstu vikum ársins.
Í Financial Times (FT) síðastliðinn miðvikudag kom fram að nú séu fjárfestar farnir að óttast hið versta. Fjármálakerfin séu ekki nógu burgðug til að takast á við samdráttarskeið, og að skuldum vafnir ríkissjóðir, ekki síst Evrópurlanda, muni lenda í enn meiri erfiðleikum. Enn sem komið er eru það helst hlutabréfamarkaðir sem sýna einkenni þess að fjárfestar óttist næstu mánuði. Hagtölur í Bandaríkjunum hafa verið að batna á undanförnum mánuðum, og mælist atvinnuleysi undir fimm prósentum þessi misserin, en nýjum störfum fækkaði hins vegar nokkuð í janúar miðað við sama mánuð í fyrra.
Evrópu er atvinnuleysi að meðaltali ríflega tíu prósent, og hefur Seðlabanki Evrópu sagt að hugsanlega muni koma til þess að nýjum stuðningaraðgerðum bankans verið hrint í framkvæmd, sem miði að því að örva hagkerfin.