Stjórnendur Landsbankans og forstjóri Borgunar unnu saman í áratug

steinthor.jpg
Auglýsing

Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, og Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs bank­ans, unnu með Hauki Odds­syni, for­stjóra Borg­un­ar, í stjórn­enda­teymi Íslands­banka á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Störf­uðu menn­irnir saman í ára­tug og sátu um tíma allir saman í ell­efu manna fram­kvæmda­stjórn sem kall­að­ist Íslands­banka­sveit­in, og stýrði bæði bank­anum og dótt­ur­fé­lögum hans. Frá þessu er greint í DV í dag. 

Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun til félags í eigu stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars Hauks, og með­fjár­festa þeirra þann 25. nóv­em­ber 2014 fyrir 2,2 millj­arða króna. Fjár­festa­hóp­ur­inn gerði fyrst til­boð í hlut­inn í mars 2014. Hlutur Lands­bank­ans, sem er að mestu í rík­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­ferli. Öðrum mögu­lega áhuga­sömum kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Miðað við hefð­bundna mæli­kvarða sem fjár­festar styðj­ast við í fjár­fest­ingum þótti verðið lágt, hvort sem miðað er við fyr­ir­tæki erlendis eða skráð fyr­ir­tæki á Íslandi.

í DV er rætt við Hauk Odds­son sem seg­ist ekki hafa átt í neinum sam­skiptum við Stein­þór né Tryggva á meðan né eftir söl­una á Borg­un. Það sé af og frá að sam­starf hans við menn­ina á síð­ustu öld hafi haft áhrif á sölu­ferli greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is­ins. „Þegar Stein­þór hringdi í mig í síð­ustu viku voru það okkar fyrstu sam­skipti í 16-20 ár, eða síðan þeir Tryggvi hættu hjá Íslands­banka hinum eldri. Við höfum því ekki haldið neinu sam­band­i,“ segir Haukur við DV.

Auglýsing

Virði Borg­unar hefur marg­fald­ast á rúmu ári

Virði Borg­unar hefur marg­fald­ast síðan að Lands­bank­inn seldi hlut sinn, sér­stak­lega vegna þess að Borgun fær hlut­deild í sölu­hagn­aði vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Sam­kvæmt nýlegu mati er virði Borg­unar áætlað allt að 26 millj­arðar króna, en var um sjö millj­arðar króna fyrir rúmum fjórtán mán­uðum þegar Lands­bank­inn seldi hlut sinn. 

Borgun býst við því að fá 33,9 millj­ónir evra, um 4,8 millj­arða króna, í pen­ingum þegar Visa Inc. greiðir fyrir Visa Europe. Auk þess fær Borg­un, líkt og aðrir leyf­is­hafar innan Visa Europe, afhent for­gangs­hluta­bréf í Visa Inc. að verð­mæti 11,6 millj­ónir evra, eða um 1,7 millj­arðar króna. Þá mun Visa Inc. greiða leyf­is­höfum afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu starf­semi Visa í Evr­ópu á næstu fjórum árum, en hlut­deild Borg­unar af þeirri fjár­hæð mun ráð­ast af við­skiptaum­svifum Borg­unar sem hlut­fall af heild­ar­við­skiptaum­svifum allra selj­enda hluta­bréf­anna á þessum 4 árum.

Því er ljóst að Borgun mun fá um 6,5 millj­arða króna auk afkomu­tengdar greiðslu árið 2020 vegna sölu Visa Europe.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None