Stjórnendur Landsbankans og forstjóri Borgunar unnu saman í áratug

steinthor.jpg
Auglýsing

Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, og Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs bank­ans, unnu með Hauki Odds­syni, for­stjóra Borg­un­ar, í stjórn­enda­teymi Íslands­banka á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Störf­uðu menn­irnir saman í ára­tug og sátu um tíma allir saman í ell­efu manna fram­kvæmda­stjórn sem kall­að­ist Íslands­banka­sveit­in, og stýrði bæði bank­anum og dótt­ur­fé­lögum hans. Frá þessu er greint í DV í dag. 

Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borgun til félags í eigu stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars Hauks, og með­fjár­festa þeirra þann 25. nóv­em­ber 2014 fyrir 2,2 millj­arða króna. Fjár­festa­hóp­ur­inn gerði fyrst til­boð í hlut­inn í mars 2014. Hlutur Lands­bank­ans, sem er að mestu í rík­i­s­eigu, var ekki seldur í opnu sölu­ferli. Öðrum mögu­lega áhuga­sömum kaup­endum bauðst því ekki að bjóða í hlut­inn. Miðað við hefð­bundna mæli­kvarða sem fjár­festar styðj­ast við í fjár­fest­ingum þótti verðið lágt, hvort sem miðað er við fyr­ir­tæki erlendis eða skráð fyr­ir­tæki á Íslandi.

í DV er rætt við Hauk Odds­son sem seg­ist ekki hafa átt í neinum sam­skiptum við Stein­þór né Tryggva á meðan né eftir söl­una á Borg­un. Það sé af og frá að sam­starf hans við menn­ina á síð­ustu öld hafi haft áhrif á sölu­ferli greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is­ins. „Þegar Stein­þór hringdi í mig í síð­ustu viku voru það okkar fyrstu sam­skipti í 16-20 ár, eða síðan þeir Tryggvi hættu hjá Íslands­banka hinum eldri. Við höfum því ekki haldið neinu sam­band­i,“ segir Haukur við DV.

Auglýsing

Virði Borg­unar hefur marg­fald­ast á rúmu ári

Virði Borg­unar hefur marg­fald­ast síðan að Lands­bank­inn seldi hlut sinn, sér­stak­lega vegna þess að Borgun fær hlut­deild í sölu­hagn­aði vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe. Sam­kvæmt nýlegu mati er virði Borg­unar áætlað allt að 26 millj­arðar króna, en var um sjö millj­arðar króna fyrir rúmum fjórtán mán­uðum þegar Lands­bank­inn seldi hlut sinn. 

Borgun býst við því að fá 33,9 millj­ónir evra, um 4,8 millj­arða króna, í pen­ingum þegar Visa Inc. greiðir fyrir Visa Europe. Auk þess fær Borg­un, líkt og aðrir leyf­is­hafar innan Visa Europe, afhent for­gangs­hluta­bréf í Visa Inc. að verð­mæti 11,6 millj­ónir evra, eða um 1,7 millj­arðar króna. Þá mun Visa Inc. greiða leyf­is­höfum afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu starf­semi Visa í Evr­ópu á næstu fjórum árum, en hlut­deild Borg­unar af þeirri fjár­hæð mun ráð­ast af við­skiptaum­svifum Borg­unar sem hlut­fall af heild­ar­við­skiptaum­svifum allra selj­enda hluta­bréf­anna á þessum 4 árum.

Því er ljóst að Borgun mun fá um 6,5 millj­arða króna auk afkomu­tengdar greiðslu árið 2020 vegna sölu Visa Europe.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None