Íslenska sveitin heillar ekki

Hlutfall íbúa sem búa sveit og dreifbýli er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndum, um sex prósent. Hlutfallið er hæst í Noregi. Samnorræn skýrsla segir Ísland skera sig úr þegar kemur að breytingu á íbúafjölda.

Hlutfall þeirra sem búa í sveit er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
Hlutfall þeirra sem búa í sveit er lægst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
Auglýsing

Nær allir á Íslandi búa í þétt­býli, eða um 94 pró­sent. Hlut­fallið er hæst á Íslandi af öllum Norð­ur­lönd­um. Í Nor­egi búa um 80 pró­sent íbúa í þétt­býli og 20 pró­sent í sveit og er það lægsta hlut­fall þétt­býl­isí­búa á Norð­ur­lönd­un­um. Hlut­fall íbúa í þétt­býli er næst­hæst í Dan­mörku, um 88 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri sam­nor­rænni skýrslu um stöðu Norð­ur­land­anna sem birt var í dag. 

Sér­stakur kafli um íbúa­fjölda­þróun á Íslandi

Í skýrsl­unni er sér­stakur kafli sem heitir Íbúa­þróun á Íslandi. Þar segir að í góð­ær­inu 1997 til 2008 hafi íbúum lands­ins fjölgað gíf­ur­lega, en fólk hafi þó yfir­gefið landið að sama skapi eftir efna­hags­hrun­ið. Það var þó ein­ungis einn fjórði af fjölg­un­inni árin áður. 

Ísland er ólíkt hinum Norð­ur­löndum hvað varðar fólks­flutn­inga því það er breyti­legt á milli ára hvort fleiri flytj­ast til eða frá land­inu. Þannig hefur það verið frá árinu 1960. Árið 2014 var stærstur hluti inn­flytj­enda á Norð­ur­lönd­unum erlendir rík­is­borg­arar eða að með­al­tali 81% en hlut­fallið er breyti­legt, frá 62% á Íslandi til 88% í Nor­egi. Sé horft til fólks­flutn­inga innan Norð­ur­land­anna flytja mun færri til Íslands og Finn­lands en hinna land­anna, 25% þeirra sem flytja til Finn­lands eru af öðru þjóð­erni en aðeins 14% þeirra sem flytja til Íslands. Mun­ur­inn kanna að end­ur­spegla ólíka atvinnu- og náms­mögu­leika í lönd­un­um, þar sem til dæmis náms­fram­boð í Sví­þjóð, Nor­egi og Dan­mörku kann að laða að Íslend­inga og Finna.

Auglýsing

Minnsta atvinnu­leysið á Íslandi, Fær­eyjum og Álandseyj­um 

Atvinnu­leysi er mun minna á Íslandi heldur en gengur og ger­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni trónir Ísland, Fær­eyjar og Álandseyjar á toppnum varð­andi hlut­fall þeirra íbúa sem hafa vinnu árið 2014. Ekki er að finna merkj­an­legan mun sam­kvæmt skýrsl­unni á atvinnu­leysi karla og kvenna í þessum lönd­um. 

Atvinnu­leysið er mest á Finn­landi af Norð­ur­lönd­un­um, og næst­mest í Dan­mörku. Nor­egur og Sví­þjóð eru í miðj­unn­i. Farið er ítar­lega yfir áhrif efna­hag­skrepp­unnar 2008 á öll Norð­ur­löndin í skýrsl­unni. Tekið er fram að hag­vöxtur hafi ein­ungis vaxið umtals­vert á Íslandi og í Sví­þjóð.  

Reykja­vík minnst eft­ir­sótti höf­uð­stað­ur­inn

Reykja­vík er minnst eft­ir­sótta nor­ræna höf­uð­borg­in. Osló, Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmur og Helsinki verma efstu sæti list­ans í skýrsl­unni og Reykja­vík endar í því tíunda. Kjarn­inn greindi frá þessu í morg­un. Svæðin í eftstu sæt­unum búa yfir mik­illi sam­keppn­is­hæfni og laða að sér bæði fjár­magn og mannauð. Horft er á þróun og fram­tíð­ar­horfur ein­stakra svæða eru háðar efna­hags­horf­um, horfum á vinnu­mark­aði og íbúa­þró­un. Not­ast er við nýjan flokk­un­ar­stuðul Nor­dregio til að greina og flokka ein­staka þætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None