Leifsstöð og Bláa lónið halda Suðurnesjum uppi

Hlutfall alþjóðlegra ferðamanna er almennt hærra á Íslandi, samanborðið við hin Norðurlöndin. Eldgosi og efnahagshruni að mörgu leyti að þakka. Leifsstöð og Bláa lónið ýta Suðurnesjum í næstefsta sæti yfir eftirsótt sveitarfélög á Íslandi.

Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi getur meðal annars þakkað efnahagshruni og eldgosi í Eyjafjallajökli fyrir að hafa aukið flæði túrista hingað til lands.
Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi getur meðal annars þakkað efnahagshruni og eldgosi í Eyjafjallajökli fyrir að hafa aukið flæði túrista hingað til lands.
Auglýsing

Ferða­manna­iðn­að­ur­inn á Íslandi sker sig mikið úr sam­an­borið við hin Norð­ur­lönd­in. Hlut­fall erlendra ferða­manna er almennt hæst á Íslandi þó að ferða­mönnum hafi líka fjölgað víð­ar, eins og í Sví­þjóð. Flestir ferða­menn fara þó til Dan­merk­ur. 

Fram kemur í yfir­grips­mik­illi skýrslu um stöðu Norð­ur­land­anna sem birt var í gær, The State of the Nor­dic Reg­ion 2016, að hvergi ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­unum hafi fjöldi ferða­manna vaxið jafn mikið und­an­farin ár og á Íslandi. Þar er tekið fram að hlut­falls­leg fjölgun hafi verið mest á Suð­ur­nesjum, 176 pró­sent, en það er að stórum hluta vegna stað­setn­ingu alþjóða­flug­vall­ar­ins í Kefla­vík og Bláa lóns­ins.  

Suð­ur­nesin næstefst á íslenska list­anum

Höfð­borg­ar­svæði hinna Norð­ur­land­anna; Dan­merk­ur, Finn­lands, Nor­egs og Sví­þjóðar raða sér í efstu sætin þegar frammi­staða land­anna er met­in. Ein­ungis tvö íslensk svæði kom­ast inn á lista efstu tutt­ugu sæt­anna, höfðu­borg­ar­svæðið vermir tíunda sætið og Suð­ur­nesin eru í því átj­ánda. 

Auglýsing

Bæði svæðin telj­ast hafa nokkuð góða mögu­leika varð­andi íbúa­þróun og eru yfir með­al­lagi þegar kemur að fram­tíð­ar­mögu­leikum efna­hags og vinnu­mark­að­ar. Önnur svæði á Íslandi eru í 26. til 41. sæti en sam­an­borið við úttekt á árunum 2010 til 2015 eru Suð­ur­nesin eina svæðið sem hefur bætt sína stöðu á meðan fram­tíð­ar­sýn hinna hefur hrak­að. Hlut­fall þeirra sem búa í sveit er lægst á Íslandi af öllum Norð­ur­lönd­un­um, sex pró­sent. Það er tutt­ugu pró­sent í Nor­egi, þar sem hlut­fallið er hæst. 

Eld­gos og efna­hags­hrun gerðu góða hluti

Þá segir einnig í skýrsl­unni að þrátt fyrir þær áskor­anir sem ferða­þjón­ustan á Íslandi stóð frammi fyrir vegna efna­hags­hruns­ins árið 2008 og goss­ins í Eyja­fjalla­jökli árið 2010, hefur ferða­manna­iðn­að­ur­inn vaxið gríð­ar­lega hér á landi. Svo virð­ist sem það hafi náðst að snúa sér ferða­þjón­ust­unni í hag. 

Reykja­vík­ur­höfn var helsti við­komu­staður skemmti­ferða­skipa á Íslandi á tíma­bil­inu 2011 til 2014, en þangað komu 91 skip með 105 þús­und far­þega. 73 þús­und far­þegar komu til Akur­eyrar og 40 þús­und til Ísa­fjarð­ar. Alls staðar varð fjölgun á tíma­bil­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None