Undanfarin misseri hefur Google þróað talmöguleikann Google Voice enn frekar. Möguleikinn gerir notendum kleift að tala við forritið sem breytir þá töluðu máli í texta. Nú er þýðingastofan Skopos að leggja lokahönd á íslenska útgáfu forritsins.
Íslenskir notendur geta nú stillt Google skrár (e. Google Docs), á íslensku og valið Raddinnslátt (e. Voice Command) í tóla-flipanum (e. Tools) - og byrjað að tala.
Íslenski möguleikinn er ekki eins vel útfærður og sá enski, það er að segja að punktar, kommur eða greinarskil lesast ekki, svo fátt eitt sé nefnd. Til þess verður að notast við lyklaborðið.
Raddskipanir fyrir íslensku koma að öllum líkindum inn á næstunni og með þeim verður einnig hægt að setja inn töflur og fleira með röddinni einni saman.
þessi lokaorð fréttarinnar eru ekki skrifuð á lyklaborð heldur gerð með því að tala við tölvuna og eins og lesendur sjá ekki hægt að setja nein greinamerki eða stóran staf það kemur væntanlega von bráðar