Pay analytics sigurvegari Gulleggsins 2016

Gulleggið var veitt í níunda sinn í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Verðlaunin voru veitt í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Verðlaunin voru veitt í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Auglýsing

Pay Analytics vann Gulleggið í ár og hlýtur í verðlaun eina milljón íslenskra króna. Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi og er nú haldin í níunda sinn. Í öðru sæti varð Platome líftækni og í því þriðja Zeto. Tíu hugmyndir kepptu til úrslita í keppninni í ár en hátt í 200 umsóknir bárust. Hægt er að kynna sér öll teymin á Gulleggssíðu Kjarnans.

Kjarninn veitti Tipster verðlaun en hugmynd þeirra Óskars Adamssonar, Gunnars Torfa Steinarssonar og Einars Tryggva Leifssonar var valin vinsælasta hugmyndin af almenningi eftir kosningu hér á Kjarninn.is. Almenningi gafst kostur á að kjósa milli hugmyndanna tíu sem kepptu til úrslita í ár. 

Tipster er app sem veitir hverjum sem er ráðgjöf í veðmálum um úrslit íþróttaleikja. Þjónustan hefur verið í þróun í meira en ár með það að markmiði að einfalda aðgengi að gróðavænlegri veðmálaráðgjöf.

Auglýsing

Icelandic Startups stendur árlega fyrir keppninni í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólan í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Auk aðalverðlaunanna voru veit peningaverðlaun fyrir annað og þriðja sætið að upphæð 500.000 og 300.000 krónum. Þá voru veitt aukaverðlaun í ýmsum flokkum.

Markmiðið með keppninni er að hjálpa einstakklingum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir mörg fyrirtæki sem hafa náð langt og stækkað eftir þátttöku. Má þar til dæmis nefna Meniga, Clara, Radiant Games og Pink Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None