Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, er tilbúin að borga 25 þúsund Bandaríkjadali, sem nemur um 3,2 milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að sjö verk úr hinni svokölluðu Campbell-súpu röð eftir listgoðsögnina Andy Warhol, komist í leitirnar. Þeim var stolið að morgni 7. apríl úr listasafninu Springfield Art Museum í Missouri. Ekki er um upphaflegu verk Warhols að ræða, heldur tíu verk sem hann gerði árið 1968, sem byggð eru á frumgerðinni, sem eru frá 1962.
Verkin eru metin á 500 þúsund Bandaríkjadali, eða sem nemur 65 milljónum króna.
Upphaflegu verk Warhols af Campbell-súpu röðinni eru í eigu Nýlistasafnins í New York; MoMA. Verkin keypi safnið árið 1996 af listaverkasalanum Irving Blum fyrir fimmtán milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Hann hafði keypt verkin fyrir þúsund dali, um 130 þúsund krónur, tæpum tuttugu árum fyrr.