Eggert Skúlason hættir sem ritstjóri DV

Eggert Skúlason hættir sem ritstjóri DV á morgun.
Eggert Skúlason hættir sem ritstjóri DV á morgun.
Auglýsing

Egg­ert Skúla­son hættir sem rit­stjóri DV eftir útgáfu blaðs­ins á morg­un. Þetta stað­festir hann við mbl.is

Egg­ert segir þar að það sé sam­eig­in­leg ákvörðun hans og eig­enda Vef­press­un­ar, útgáfu­fé­lags DV, að hann hætti sem rit­stjóri. Eftir sum­ar­frí muni hann koma til með að vinna að verk­efnum fyrir útgáf­una, en það sé ekki alveg ljóst hvaða verk­efni það verð­i. 

Þegar Kjarn­inn náði tali af Egg­erti vildi hann ekki tjá sig. „Veistu, ég nenni ekki að tala við þig. Mér finnst þú ekki vera alvöru blaða­mað­ur,“ sagði hann. 

Auglýsing

Egg­ert var ráð­inn rit­stjóri DV ásamt Kol­brúnu Berg­þórs­dóttur í lok árs 2014. Það gerð­ist í kjöl­far þess að Vef­pressan eign­að­ist blað­ið. Egg­ert Skúla­­son starf­aði á árum áður við fjöl­mið­l­un, meðal ann­­ars á Stöð 2. Áður en hann varð rit­stjóri DV hafði hann rekið eigið almanna­­tengsla­­fyr­ir­tæki og meðal ann­­ars starfað fyrir kröf­u­hafa föllnu bank­ana. Fyr­ir­tæki Egg­erts. Franca ehf., var líka ráðið til að gera úttekt á DV eftir að nýir eig­endur tóku við fjöl­mið­l­inum haustið 2014. Starfs­­menn DV sendu í kjöl­farið frá sér yfir­­lýs­ingu þar sem þeir sögðu úttekt­ina illa unna og að hún virt­ist að mestu byggja á skoð­unum úttekt­­ar­höf­unda sjálfra. 

Björn Ingi Hrafns­son er útgef­andi DV. Félag í eigu Björns Inga tók nýverið yfir­ ­eign­­ar­hluti Sig­­urðar G. Guð­jóns­­sonar hæsta­rétt­­ar­lög­­manns og félags­­ins Tryggva ­Geirs ehf., í eigu Þor­­steins Guðn­a­­son­­ar, í Press­unni ehf., aðal­­eig­anda DV og fleiri miðla. Félag­ið, sem heitir Kring­u­­eignir ehf., er nú skráð fyrir 31,85 ­pró­­sent hlut í Press­unni. Önnur félög sem eru í eigu Björns Inga og Arn­­ar­s Æg­is­­son­­ar, fram­­kvæmda­­stjóra Press­unn­­ar, eiga 39,15 pró­­sent í fyr­ir­tæk­inu. Því eiga félög í eigu Björns Inga nú 71 pró­­sent hlut í Press­unni, sem á 84,23 ­pró­­sent hlut í DV. 

Kröfum var breytt í hlutafé

Haustið 2014 áttu sér­ ­stað mikil átök um yfir­­­ráð yfir DV. ­Feðgarnir Reynir Trausta­­­son og Jón ­Trausti Reyn­is­­­son, ásamt sam­­­starfs­­­mönn­um sín­um, höfðu þá átt og stýrt DV um nokk­­­urt skeið en fengið fjár­­­hags­­­lega ­fyr­ir­greiðslu víða til að standa undir þeim rekstri, meðal ann­­­ars hjá Gísla Guð­­­munds­­­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hluta­fé ­sem dugði til að taka yfir­ DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­­­steinn Guðn­­a­­­son fram fyrir hönd þeirra krafna. 

DV var skömmu síð­­­ar­ ­selt til hóps undir for­yst­u ­Björns Inga Hrafns­­­son­­­ar. Kaupin voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Kaup­verðið hefur ekki verið gert opin­bert en Kjarn­inn greindi frá því fyrr á þessu ári að skuldir félags­­ins hefðu hækk­­að um­tals­vert á árinu 2014. Lang­­­tíma­skuldir sem voru engar í árs­­­lok 2013 vor­u orðnar 148 millj­­­ónir króna í lok árs 2014. Auk þess tvö­­­­­föld­uð­ust skamm­­­tíma­skuld­ir ­Pressunnar og voru orðn­­­ar 124 millj­­­ónir króna í lok árs. Því skuld­að­i ­fé­lagið sam­tals 272 millj­­­ónir króna í lok árs 2014, sem er fjórum sinn­um ­meira en þær 68 millj­­­ónir króna sem félagið skuld­aði í lok árs árið áður.

Engar opin­berar upp­­­lýs­ing­ar eru til um hvaðan umrædd lán komu að öðru leyti en það að Björn Ingi Hrafns­­­son hefur upp­­­lýst um að hluti af ­kaup­verð­inu á DV hafi verið greitt með selj­enda­láni frá þeim sem breytt­u ­kröf­um sínum í hlutafé í mið­l­inum þegar hann var tek­inn yfir haustið 2014. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None