Fimmtíu eru látnir eftir skotárás inni á skemmtistað fyrir hinsegin fólk í Orlando í Flórída í gærkvöldi. Árásin er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna, en áður höfðu um og yfir þrjátíu manns mest látið lífið í skotárásum í Sandy Hook barnaskólanum og Virginia Tech háskólanum.
Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í Orlando vegna árásarinnar, sem er rannsökuð sem hryðjuverk sem stendur en einnig kemur til greina að hún sé hatursglæpur.
Árásarmaðurinn hét Omar Saddiqui Mateen og var 29 ára gamall Flórída-búi. Lögreglan réðst inn á skemmtistaðinn og skaut hann til bana.
Auglýsing
Minnst 53 til viðbótar eru særðir eftir árásina.