Ísland gerði jafntefli við Portúgal á EM

Birkir Bjarnason að kljást við Cristiano Ronaldo.
Birkir Bjarnason að kljást við Cristiano Ronaldo.
Auglýsing

Ísland gerði jafn­tefli, 1 - 1, gegn Portú­gal í sínum fyrsta leik á stór­móti í knatt­spyrnu karla. Birkir Bjarna­son skor­aði mark Íslands í seinni hálf­leik. Nani, fram­herji Portú­gal, hafði skorað mark í fyrri hálf­leik. Þetta voru frá­bær úrslit fyrir Ísland sem er nú í öðru sæti í F-riðli á mót­inu, jafnt með Portú­gal með eitt stig. Austu­ríki tap­aði fyrr í dag fyrir Ung­verja­landi, 2-0. Ung­verjar eru því í fyrsta sæti rið­ils­ins.

Hannes Þór Hall­dórs­son var stór­kos­legur í íslenska mark­inu og varði hvað eftir annað öflug skot frá sókndjörfum Portú­göl­un­um. Hannes varði átta sinnum í leikn­um.

Hannes Þór Halldórsson

Auglýsing

Íslensku stuðn­ings­menn­irnir á vell­inum létu gríð­ar­lega vel í sér heyra og yfir­gnæfðu portú­gölsku stuðn­ings­menn­ina á vell­inum í Saint Étienne. Á Ing­ólfs­torgi safn­að­ist gríð­ar­legur fjöldi fólks saman og var setið á nær­liggj­andi hús­þökum og þétt staðið á öllu torg­inu. Full­trúar Tólf­un­ar, stuðn­ings­manna­klúbbi íslenska lands­liðs­ins, héldu stemmn­ing­unni gang­andi þar og var mikið sungið og fagn­að.

Lestu meira um EM 2016: Átta hlutir sem þú þarft að vita um EM en þorir ekki að spurja um.

Næsti leikur Íslands er gegn Ung­verja­landi á laug­ar­dag­inn klukkan 16. Leik­ur­inn fer fram í Marseil­les í Suð­ur­-Frakk­landi. Þriðji og síð­asti leikur Íslands í riðla­keppni Evr­ópu­móts­ins verður á mið­viku­dag­inn 22. júní. Sá leikur verður gegn Aust­ur­ríki í Par­ís.

Stuðningsmenn á Ingólfstorgi.

Íslenska liðið þakkar fyrir sig að leik loknum í Frakklandi. Stuðningsmennirnir létu vel í sér heyra allan leikinn.

Áttan peppaði fólkið á Ingólfstorgi fyrir leik.

Sólin skein á fólk á Ingólfstorgi á meðan Ísland lék gegn Portúgal.

Aron Einar og Gylfi Sigurðsson peppa hvorn annan á meðan Ronaldo ræðir við liðsfélaga sína.

Stuðningsmenn Íslands í Portúgal komu ekki bara frá Íslandi. Allir héldu með Íslandi nema Portúgalir.

Stemmningin var ekki eins góð í Lisabon. Portúgalir eru eflaust fúlir með að hafa ekki unnið Ísland.

Stuðningsmenn Íslands voru spenntir fyrir leikinn. Á leiknum sjálfum yfirgnæfðu þeir portúgölsku stuðningsmennina.

Ísland var áberandi í Saint Étienne-borg í Frakklandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None