Ísland gerði jafntefli við Portúgal á EM

Birkir Bjarnason að kljást við Cristiano Ronaldo.
Birkir Bjarnason að kljást við Cristiano Ronaldo.
Auglýsing

Ísland gerði jafn­tefli, 1 - 1, gegn Portú­gal í sínum fyrsta leik á stór­móti í knatt­spyrnu karla. Birkir Bjarna­son skor­aði mark Íslands í seinni hálf­leik. Nani, fram­herji Portú­gal, hafði skorað mark í fyrri hálf­leik. Þetta voru frá­bær úrslit fyrir Ísland sem er nú í öðru sæti í F-riðli á mót­inu, jafnt með Portú­gal með eitt stig. Austu­ríki tap­aði fyrr í dag fyrir Ung­verja­landi, 2-0. Ung­verjar eru því í fyrsta sæti rið­ils­ins.

Hannes Þór Hall­dórs­son var stór­kos­legur í íslenska mark­inu og varði hvað eftir annað öflug skot frá sókndjörfum Portú­göl­un­um. Hannes varði átta sinnum í leikn­um.

Hannes Þór Halldórsson

Auglýsing

Íslensku stuðn­ings­menn­irnir á vell­inum létu gríð­ar­lega vel í sér heyra og yfir­gnæfðu portú­gölsku stuðn­ings­menn­ina á vell­inum í Saint Étienne. Á Ing­ólfs­torgi safn­að­ist gríð­ar­legur fjöldi fólks saman og var setið á nær­liggj­andi hús­þökum og þétt staðið á öllu torg­inu. Full­trúar Tólf­un­ar, stuðn­ings­manna­klúbbi íslenska lands­liðs­ins, héldu stemmn­ing­unni gang­andi þar og var mikið sungið og fagn­að.

Lestu meira um EM 2016: Átta hlutir sem þú þarft að vita um EM en þorir ekki að spurja um.

Næsti leikur Íslands er gegn Ung­verja­landi á laug­ar­dag­inn klukkan 16. Leik­ur­inn fer fram í Marseil­les í Suð­ur­-Frakk­landi. Þriðji og síð­asti leikur Íslands í riðla­keppni Evr­ópu­móts­ins verður á mið­viku­dag­inn 22. júní. Sá leikur verður gegn Aust­ur­ríki í Par­ís.

Stuðningsmenn á Ingólfstorgi.

Íslenska liðið þakkar fyrir sig að leik loknum í Frakklandi. Stuðningsmennirnir létu vel í sér heyra allan leikinn.

Áttan peppaði fólkið á Ingólfstorgi fyrir leik.

Sólin skein á fólk á Ingólfstorgi á meðan Ísland lék gegn Portúgal.

Aron Einar og Gylfi Sigurðsson peppa hvorn annan á meðan Ronaldo ræðir við liðsfélaga sína.

Stuðningsmenn Íslands í Portúgal komu ekki bara frá Íslandi. Allir héldu með Íslandi nema Portúgalir.

Stemmningin var ekki eins góð í Lisabon. Portúgalir eru eflaust fúlir með að hafa ekki unnið Ísland.

Stuðningsmenn Íslands voru spenntir fyrir leikinn. Á leiknum sjálfum yfirgnæfðu þeir portúgölsku stuðningsmennina.

Ísland var áberandi í Saint Étienne-borg í Frakklandi.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None