Þingkona myrt í Bretlandi

Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, var myrt í bænum Bristall í Yorkskíri í dag. Árásarmaðurinn var öfgahægrimaður. Allri kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í næstu viku var frestað í Bretlandi.

Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Auglýsing

Jo Cox, þing­kona verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, var myrt í hrotta­legri árás þegar hún kom af fundi í kjör­dæmi sínu í Brist­all í dag. Lög­reglan hand­tók 52 ára gamlan karl­mann í nágrenni árás­ar­staðs­ins í kjöl­far­ið.

Ráð­ist var á Cox síð­degis í dag og hún skotin og stungin mörgum sinn­um. Bráðaliðar og læknir sem komu á vett­vang eftir að kall barst úrskurð­uðu hana látna á vett­vangi.

Lög­regla stað­festir að mað­ur, öðru hvoru megin við fimm­tugt, hafi særst í sömu árás. Þá rann­sakar lög­reglan frá­sögn vitna af hrópum hins grun­aða. Hann er sagður hafa hrópað „Britain fir­st“, eða „Bret­land fyrst“ á meðan árásinni stóð og vísa þannig í flokk með sama nafni yst á hægri væng breskra stjórn­mála.

Auglýsing

„Ég heyrði skot­hvelli og hljóp út og sá ein­hverjar konur hlaupa af nær­liggj­andi veit­inga­stað með hand­klæð­i,“ segir Gra­eme Howard í sam­tali við The Guar­dian. Hann seg­ist hafa heyrt mann hrópa „Britain fir­st“. „Það voru mikil öskur og hróp áður en lög­reglan kom á vett­vang. Hann hróp­aði „Britain fir­st“ þegar hann gerði þetta og þegar verið var að hand­taka hann. Honum var haldið niðri af tveimur lög­reglu­mönnum og hún var flutt burt í sjúkra­bíl.“

Lögregla að störfum á vettvangi í Bristall.

The Guar­dian hefur eftir Dee Coll­ins, varð­stjóra lög­regl­unnar í Vestur York­skíri, að umfangs­mikil rann­sókn fari nú fram. Hún stað­festir að vopn hefðu fund­ist á vett­vangi, þar á meðal byssa. Breskir fjöl­miðlar segja að árás­armað­ur­inn sé Thomas Mair en sá býr í húsi sem lög­reglan réðst inn í stuttu eftir að árásin átti sér stað í dag.

Jer­emy Cor­byn, for­maður Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, sagði á Face­book síðu sinni eftir að fregnir bár­ust af árásinni að allir flokks­menn og allir lands­menn væru í upp­námi eftir að hafa heyrt af morð­inu á Jo Cox. „Jo lést við að sinna sinni sam­fé­lags­legu skyldu í hjarta lýð­ræð­is­ins okk­ar, þar sem hún hlust­aði á fólkið sem hafði kosið hana til áhrifa,“ skrifar Cor­byn.

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Íhalds­flokks­ins, sagði í yfir­lýs­ingu að Bretar hefðu misst „mikla stjörnu“ í stjór­mál­um. „Það er rétt­ast af okkur að gera hlé á kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una,“ sagði hann og vísar til atkvæða­greiðsl­unnar 23. júní um hvort Bret­land eigi að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Cox var stuðn­ings­maður þess að Bretar héldu áfram Evr­ópu­sam­vinn­unni.

Jayda Fran­sen, vara­for­maður Britain Fir­st-­flokks­ins, segir að nú sé verið að kanna fregn­irnar innan flokks­ins. „Við erum í áfalli vegna þess­ara frétta og getum ekki stað­fest neitt, því eins og stendur er þetta orðróm­ur. Þetta er alls ekki hegðun sem við látum óátalda,“ segir hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None