Þingkona myrt í Bretlandi

Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, var myrt í bænum Bristall í Yorkskíri í dag. Árásarmaðurinn var öfgahægrimaður. Allri kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í næstu viku var frestað í Bretlandi.

Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Auglýsing

Jo Cox, þing­kona verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, var myrt í hrotta­legri árás þegar hún kom af fundi í kjör­dæmi sínu í Brist­all í dag. Lög­reglan hand­tók 52 ára gamlan karl­mann í nágrenni árás­ar­staðs­ins í kjöl­far­ið.

Ráð­ist var á Cox síð­degis í dag og hún skotin og stungin mörgum sinn­um. Bráðaliðar og læknir sem komu á vett­vang eftir að kall barst úrskurð­uðu hana látna á vett­vangi.

Lög­regla stað­festir að mað­ur, öðru hvoru megin við fimm­tugt, hafi særst í sömu árás. Þá rann­sakar lög­reglan frá­sögn vitna af hrópum hins grun­aða. Hann er sagður hafa hrópað „Britain fir­st“, eða „Bret­land fyrst“ á meðan árásinni stóð og vísa þannig í flokk með sama nafni yst á hægri væng breskra stjórn­mála.

Auglýsing

„Ég heyrði skot­hvelli og hljóp út og sá ein­hverjar konur hlaupa af nær­liggj­andi veit­inga­stað með hand­klæð­i,“ segir Gra­eme Howard í sam­tali við The Guar­dian. Hann seg­ist hafa heyrt mann hrópa „Britain fir­st“. „Það voru mikil öskur og hróp áður en lög­reglan kom á vett­vang. Hann hróp­aði „Britain fir­st“ þegar hann gerði þetta og þegar verið var að hand­taka hann. Honum var haldið niðri af tveimur lög­reglu­mönnum og hún var flutt burt í sjúkra­bíl.“

Lögregla að störfum á vettvangi í Bristall.

The Guar­dian hefur eftir Dee Coll­ins, varð­stjóra lög­regl­unnar í Vestur York­skíri, að umfangs­mikil rann­sókn fari nú fram. Hún stað­festir að vopn hefðu fund­ist á vett­vangi, þar á meðal byssa. Breskir fjöl­miðlar segja að árás­armað­ur­inn sé Thomas Mair en sá býr í húsi sem lög­reglan réðst inn í stuttu eftir að árásin átti sér stað í dag.

Jer­emy Cor­byn, for­maður Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, sagði á Face­book síðu sinni eftir að fregnir bár­ust af árásinni að allir flokks­menn og allir lands­menn væru í upp­námi eftir að hafa heyrt af morð­inu á Jo Cox. „Jo lést við að sinna sinni sam­fé­lags­legu skyldu í hjarta lýð­ræð­is­ins okk­ar, þar sem hún hlust­aði á fólkið sem hafði kosið hana til áhrifa,“ skrifar Cor­byn.

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Íhalds­flokks­ins, sagði í yfir­lýs­ingu að Bretar hefðu misst „mikla stjörnu“ í stjór­mál­um. „Það er rétt­ast af okkur að gera hlé á kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una,“ sagði hann og vísar til atkvæða­greiðsl­unnar 23. júní um hvort Bret­land eigi að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Cox var stuðn­ings­maður þess að Bretar héldu áfram Evr­ópu­sam­vinn­unni.

Jayda Fran­sen, vara­for­maður Britain Fir­st-­flokks­ins, segir að nú sé verið að kanna fregn­irnar innan flokks­ins. „Við erum í áfalli vegna þess­ara frétta og getum ekki stað­fest neitt, því eins og stendur er þetta orðróm­ur. Þetta er alls ekki hegðun sem við látum óátalda,“ segir hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None