Þingkona myrt í Bretlandi

Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, var myrt í bænum Bristall í Yorkskíri í dag. Árásarmaðurinn var öfgahægrimaður. Allri kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í næstu viku var frestað í Bretlandi.

Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Jo Cox var þingkona fyrir Verkamannaflokkinn.
Auglýsing

Jo Cox, þing­kona verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, var myrt í hrotta­legri árás þegar hún kom af fundi í kjör­dæmi sínu í Brist­all í dag. Lög­reglan hand­tók 52 ára gamlan karl­mann í nágrenni árás­ar­staðs­ins í kjöl­far­ið.

Ráð­ist var á Cox síð­degis í dag og hún skotin og stungin mörgum sinn­um. Bráðaliðar og læknir sem komu á vett­vang eftir að kall barst úrskurð­uðu hana látna á vett­vangi.

Lög­regla stað­festir að mað­ur, öðru hvoru megin við fimm­tugt, hafi særst í sömu árás. Þá rann­sakar lög­reglan frá­sögn vitna af hrópum hins grun­aða. Hann er sagður hafa hrópað „Britain fir­st“, eða „Bret­land fyrst“ á meðan árásinni stóð og vísa þannig í flokk með sama nafni yst á hægri væng breskra stjórn­mála.

Auglýsing

„Ég heyrði skot­hvelli og hljóp út og sá ein­hverjar konur hlaupa af nær­liggj­andi veit­inga­stað með hand­klæð­i,“ segir Gra­eme Howard í sam­tali við The Guar­dian. Hann seg­ist hafa heyrt mann hrópa „Britain fir­st“. „Það voru mikil öskur og hróp áður en lög­reglan kom á vett­vang. Hann hróp­aði „Britain fir­st“ þegar hann gerði þetta og þegar verið var að hand­taka hann. Honum var haldið niðri af tveimur lög­reglu­mönnum og hún var flutt burt í sjúkra­bíl.“

Lögregla að störfum á vettvangi í Bristall.

The Guar­dian hefur eftir Dee Coll­ins, varð­stjóra lög­regl­unnar í Vestur York­skíri, að umfangs­mikil rann­sókn fari nú fram. Hún stað­festir að vopn hefðu fund­ist á vett­vangi, þar á meðal byssa. Breskir fjöl­miðlar segja að árás­armað­ur­inn sé Thomas Mair en sá býr í húsi sem lög­reglan réðst inn í stuttu eftir að árásin átti sér stað í dag.

Jer­emy Cor­byn, for­maður Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi, sagði á Face­book síðu sinni eftir að fregnir bár­ust af árásinni að allir flokks­menn og allir lands­menn væru í upp­námi eftir að hafa heyrt af morð­inu á Jo Cox. „Jo lést við að sinna sinni sam­fé­lags­legu skyldu í hjarta lýð­ræð­is­ins okk­ar, þar sem hún hlust­aði á fólkið sem hafði kosið hana til áhrifa,“ skrifar Cor­byn.

David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Íhalds­flokks­ins, sagði í yfir­lýs­ingu að Bretar hefðu misst „mikla stjörnu“ í stjór­mál­um. „Það er rétt­ast af okkur að gera hlé á kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una,“ sagði hann og vísar til atkvæða­greiðsl­unnar 23. júní um hvort Bret­land eigi að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Cox var stuðn­ings­maður þess að Bretar héldu áfram Evr­ópu­sam­vinn­unni.

Jayda Fran­sen, vara­for­maður Britain Fir­st-­flokks­ins, segir að nú sé verið að kanna fregn­irnar innan flokks­ins. „Við erum í áfalli vegna þess­ara frétta og getum ekki stað­fest neitt, því eins og stendur er þetta orðróm­ur. Þetta er alls ekki hegðun sem við látum óátalda,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None