Markmið Íslands að tryggja sambærileg viðskiptakjör eftir Brexit

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að staða Íslands hafi verið kortlögð kjósi Bretar að ganga úr ESB. Ísland muni semja um sambærileg viðskiptakjör og það hefur nú.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland muni hafa næg tækifæri til að semja á ný við Breta um viðskiptakjör.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Ísland muni hafa næg tækifæri til að semja á ný við Breta um viðskiptakjör.
Auglýsing

Kjósi Bretar að ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni á fimmtudag verður það markmið Íslands að tryggja sambærileg viðskiptakjör við Bretland eins og við höfum nú. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra í samtali við Kjarnann. Hún segir að engar breytingar verði á samskiptum ríkjanna ef þeir gangi út því það taki að minnsta kosti tvö ár fyrir Breta að semja sig frá Evrópusambandinu. Bretar muni einnig kappkosta við gera viðskiptasamninga við sín helstu viðskiptalönd.

Lilja leggur áherslu á að Bretland sé mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland. Hátt í 20 prósent ferðamanna sem komi hingað séu frá Bretlandi og að 11 prósent af öllum útflutningi Íslands síðustu tvö ár hafi farið til Bretlands. „Það sem liggur náttúrlega fyrir er að Bretland er eitt af okkar allra mikilvægustu viðskiptaríkjum, bæði hvað varðar út og innflutning,“ segir hún. „Þannig að þetta er okkur mikilvægt ríki.“

Auglýsing

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Kjarnann á dögunum að útganga Breta úr ESB gæti haft „feykimikil“ áhrif. Ástæðan er sú, að Bretar myndu þurfa að end­ur­skoða í hvaða far­vegi við­skipta­samn­ingar og við­skipta­sam­bönd ættu að vera, í ljósi breyttr­ar­ al­þjóða­póli­tískrar stöðu.

Lilja ætlar ekki að taka afstöðu til spurningarinnar sem lögð verður fyrir breska kjósendur á fimmtudaginn, eins og margir kollegar hennar á meginlandi Evrópu hafa gert. Það sé í höndum Breta að greiða atkvæði um framhaldið. Hagsmunir Íslands séu að Evrópa sé sterk, þetta mikilvægasta viðskiptasvæði okkar, og greiðslujöfnuður Íslands arðbær.

„Þetta er fyrst og fremst ákvörðun breskra kjósenda og breskra stjórnvalda,“ segir Lilja. „Við erum ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu og ríkisstjórnin telur hagsmunum okkar betur borgið fyrir utan Evrópusambandið. Þannig að við höfum ákveðið að skipta okkur ekki af þessu.“

Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, hefur sagt að Brexit gæti hugsanlega markað upphaf endiloka ESB eins og við þekkjum það. Hann varar við að fleiri þjóðir gætu hugsað sig til hreyfings.

Í utanríkisráðuneytinu hefur verið gert ákveðið hagsmunamat fyrir Ísland ef af úrsögn Breta verður. Að sögn Lilju er búið að kortleggja hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir Bretland og hvernig staðan í Evrópu verður ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður úrsögn. „Það eru auðvitað nokkrir möguleikar þar,“ segir Lilja. „Bresk stjórnvöld hafa ekki verið að gera mikið út á það; enda mundi maður kannski ekki gera það sjálfur ef maður væri að berjast fyrir annari hvorri áttinni – þá heldur þú spilunum að þér. En við erum búin að kortleggja þetta, hvernig Ísland gæti mögulega passað inn í þessar breyttu aðstæður.“

„Markmið okkar í framhaldinu verður alltaf að tryggja að minnsta kosti sambærileg viðskiptakjör og við höfum nú þegar,“ segir Lilja og bendir á að Bretland gangi hreinlega út á opin og frjáls viðskipti. „Það er það sem þeirra efnahagsmódel gengur út á, og flestra annarra ríkja. Það er alveg klárt, að mínu mati, að þeir muni leggja mjög á sig til þess að ná góðum samningum við Evrópusambandið, EES-ríkin og þau ríki þar sem þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta.“

Kjósi Bretar að halda aðild að ESB verða virkjaðir nýir skilmálar í samningi Bretlands við sambandið, í takt við það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, samdi um í janúar og febrúar á þessu ári. Meðal þess er aukið vægi þjóðþinga aðildarríkjanna í Evrópulöggjöfinni. 

Spurð hvort þessir nýju skilmálar Camerons muni gera Evrópusambandsaðild að fýsilegri kosti fyrir Ísland segir Lilja það ekki breyta miklu fyrir Ísland. Hún segist hins vegar vera sannfærð um að ef Bretar ákveði að vera, verði tekið á lýðræðishalla í sambandinu að að aðildarríkin muni verða sterkari í Evrópusambandinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None