Portúgal er Evrópumeistari eftir að hafa sigrað Frakkland 1-0 í úrslitaleik EM 2016. Eina mark leiksins var skorað af varamanninum Eder, sem á 109 mínútu leiksins. Heimamenn í Frakklandi höfðu þótt mun sigurstranglegri fyrir leikinn og sigurlíkur þeirra þóttu ekki minnka þegar Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, þurfti að fara meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik. Fyrir leikinn hafði Ronaldo skorað þrjú mörk og lagt upp önnur þrjú fyrir liðið í keppninni, og þannig komið að öllum mörkum portúgalska liðsins nema tveimur.
Bæði lið fengu fín færi til að skora í venjulegum leiktíma en tókst það ekki. Allt stefndi í vítaspyrnukeppni þegar varamaðurinn Eder, sem hafði komið inn á í lið Portúgala seint í síðari hálfleik, skaut föstu og hnitmiðuðu skoti í vinstra markhornið hjá Hugo Lloris, markverði Frakka.
Íslendingar léku við bæði liðin sem léku til úrslita í mótinu. Lið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik riðlakeppni EM en tapaði síðan fyrir Frakklandi 5-2 í átta liða úrslitum keppninar.