84 látnir eftir að vörubíll keyrði inn í mannhaf í Nice

Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Auglýsing

Hryðju­verka­maður keyrði vöru­bíl inn í marg­menni sem fagn­aði Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands, í borg­inni Nice í gær. Vöru­bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á um 50 kíló­metra hraða á klukku­stund og öku­maður hans sveigði bif­reið­inni fram og til baka til þess að valda sem mestum skaða. Alls lét­ust 84. 

Mikil örvinglun greip um sig á meðal mann­fjöld­ans sem vöru­bíl­inn keyrði inn í. Fréttir af vett­vangi segja að for­eldrar hafi kastað börnum sínum yfir nær­liggj­andi grind­verk til að koma þeim undan því að verða fyrir bílnum og að troð­ast  undir þegar fólk reyndi að flýja.

Öku­mað­ur­inn var skot­inn af lög­reglu. Hann var vopn­aður og sam­kvæmt ýmsum erlendum miðlum þá skaut hann á mann­fjöld­ann á meðan að hann keyrði í gegnum hann. Í vöru­bílnum fund­ust ýmis skot­vopn og hand­sprengj­ur. Ekki hefur feng­ist stað­fest hvort vopnin og hand­sprengj­urnar voru ekta eða gervi. 

Auglýsing

Sam­kvæmt The Guar­dian herma óstað­festar heim­ildir að ökus­kirteini 31 árs gam­als manns með tvö­falt rík­is­fang, fransk og tún­ískt, hafi fund­ist í vöru­bíln­um. Eng­inn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á ódæð­in­u. 

Þetta er þriðja mann­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­stöðv­ar skop­­mynda­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­reglu­­menn og tíu starfs­­menn blaðs­ins myrt­­ir. Árás­­ar­­menn­irnir voru tveir bræð­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­stak­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­manni. Nokkrar árásir í við­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­skæð­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­ar­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­skæð­asta árásin var í Bataclan-­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­leikum banda­rísku hljóm­sveit­ar­innar Eag­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None