84 látnir eftir að vörubíll keyrði inn í mannhaf í Nice

Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Auglýsing

Hryðju­verka­maður keyrði vöru­bíl inn í marg­menni sem fagn­aði Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands, í borg­inni Nice í gær. Vöru­bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á um 50 kíló­metra hraða á klukku­stund og öku­maður hans sveigði bif­reið­inni fram og til baka til þess að valda sem mestum skaða. Alls lét­ust 84. 

Mikil örvinglun greip um sig á meðal mann­fjöld­ans sem vöru­bíl­inn keyrði inn í. Fréttir af vett­vangi segja að for­eldrar hafi kastað börnum sínum yfir nær­liggj­andi grind­verk til að koma þeim undan því að verða fyrir bílnum og að troð­ast  undir þegar fólk reyndi að flýja.

Öku­mað­ur­inn var skot­inn af lög­reglu. Hann var vopn­aður og sam­kvæmt ýmsum erlendum miðlum þá skaut hann á mann­fjöld­ann á meðan að hann keyrði í gegnum hann. Í vöru­bílnum fund­ust ýmis skot­vopn og hand­sprengj­ur. Ekki hefur feng­ist stað­fest hvort vopnin og hand­sprengj­urnar voru ekta eða gervi. 

Auglýsing

Sam­kvæmt The Guar­dian herma óstað­festar heim­ildir að ökus­kirteini 31 árs gam­als manns með tvö­falt rík­is­fang, fransk og tún­ískt, hafi fund­ist í vöru­bíln­um. Eng­inn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á ódæð­in­u. 

Þetta er þriðja mann­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­stöðv­ar skop­­mynda­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­reglu­­menn og tíu starfs­­menn blaðs­ins myrt­­ir. Árás­­ar­­menn­irnir voru tveir bræð­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­stak­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­manni. Nokkrar árásir í við­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­skæð­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­ar­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­skæð­asta árásin var í Bataclan-­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­leikum banda­rísku hljóm­sveit­ar­innar Eag­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None