84 látnir eftir að vörubíll keyrði inn í mannhaf í Nice

Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Auglýsing

Hryðju­verka­maður keyrði vöru­bíl inn í marg­menni sem fagn­aði Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands, í borg­inni Nice í gær. Vöru­bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á um 50 kíló­metra hraða á klukku­stund og öku­maður hans sveigði bif­reið­inni fram og til baka til þess að valda sem mestum skaða. Alls lét­ust 84. 

Mikil örvinglun greip um sig á meðal mann­fjöld­ans sem vöru­bíl­inn keyrði inn í. Fréttir af vett­vangi segja að for­eldrar hafi kastað börnum sínum yfir nær­liggj­andi grind­verk til að koma þeim undan því að verða fyrir bílnum og að troð­ast  undir þegar fólk reyndi að flýja.

Öku­mað­ur­inn var skot­inn af lög­reglu. Hann var vopn­aður og sam­kvæmt ýmsum erlendum miðlum þá skaut hann á mann­fjöld­ann á meðan að hann keyrði í gegnum hann. Í vöru­bílnum fund­ust ýmis skot­vopn og hand­sprengj­ur. Ekki hefur feng­ist stað­fest hvort vopnin og hand­sprengj­urnar voru ekta eða gervi. 

Auglýsing

Sam­kvæmt The Guar­dian herma óstað­festar heim­ildir að ökus­kirteini 31 árs gam­als manns með tvö­falt rík­is­fang, fransk og tún­ískt, hafi fund­ist í vöru­bíln­um. Eng­inn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á ódæð­in­u. 

Þetta er þriðja mann­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­stöðv­ar skop­­mynda­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­reglu­­menn og tíu starfs­­menn blaðs­ins myrt­­ir. Árás­­ar­­menn­irnir voru tveir bræð­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­stak­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­manni. Nokkrar árásir í við­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­skæð­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­ar­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­skæð­asta árásin var í Bataclan-­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­leikum banda­rísku hljóm­sveit­ar­innar Eag­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None