84 látnir eftir að vörubíll keyrði inn í mannhaf í Nice

Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Slösuðum sem urðu fyrir vörubílnum veitt aðhlynning.
Auglýsing

Hryðju­verka­maður keyrði vöru­bíl inn í marg­menni sem fagn­aði Bastillu­deg­in­um, þjóð­há­tíð­ar­degi Frakk­lands, í borg­inni Nice í gær. Vöru­bíll­inn keyrði um tvo kíló­metra inn í mann­hafið á um 50 kíló­metra hraða á klukku­stund og öku­maður hans sveigði bif­reið­inni fram og til baka til þess að valda sem mestum skaða. Alls lét­ust 84. 

Mikil örvinglun greip um sig á meðal mann­fjöld­ans sem vöru­bíl­inn keyrði inn í. Fréttir af vett­vangi segja að for­eldrar hafi kastað börnum sínum yfir nær­liggj­andi grind­verk til að koma þeim undan því að verða fyrir bílnum og að troð­ast  undir þegar fólk reyndi að flýja.

Öku­mað­ur­inn var skot­inn af lög­reglu. Hann var vopn­aður og sam­kvæmt ýmsum erlendum miðlum þá skaut hann á mann­fjöld­ann á meðan að hann keyrði í gegnum hann. Í vöru­bílnum fund­ust ýmis skot­vopn og hand­sprengj­ur. Ekki hefur feng­ist stað­fest hvort vopnin og hand­sprengj­urnar voru ekta eða gervi. 

Auglýsing

Sam­kvæmt The Guar­dian herma óstað­festar heim­ildir að ökus­kirteini 31 árs gam­als manns með tvö­falt rík­is­fang, fransk og tún­ískt, hafi fund­ist í vöru­bíln­um. Eng­inn hefur enn sem komið er lýst yfir ábyrgð á ódæð­in­u. 

Þetta er þriðja mann­skæða hryðju­verka­árásin sem gerð er í Frakk­landi á und­an­förnum tæpum tveimur árum. 

Þann 7. jan­úar 2015 var ráð­ist inn í höf­uð­stöðv­ar skop­­mynda­­rits­ins Charlie Hebdo. Þar voru tveir lög­­­reglu­­menn og tíu starfs­­menn blaðs­ins myrt­­ir. Árás­­ar­­menn­irnir voru tveir bræð­­ur, Said Kou­achi og Cherif Kou­achi. Þeir réð­ust sér­­stak­­lega á blað­ið, og ákveðna starfs­­menn þess, vegna teikn­inga sem það hafði birt af Múhammeð spá­­manni. Nokkrar árásir í við­bót sem tengd­ust fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars við bæna­hús Gyð­inga í Par­ís. Alls lét­ust 17 manns í árás­un­um, sem voru þá þær mann­skæð­ustu sem framdar höfðu verið í París frá árinu 1961.

13. nóv­em­ber 2015 var framin röð hryðju­verka í París og Sain­t-Den­is, þar sem þjóð­ar­leik­vangur Frakka, Stade De France, er. Mann­skæð­asta árásin var í Bataclan-­leik­hús­inu þar sem skotið var á áhorf­endur á tón­leikum banda­rísku hljóm­sveit­ar­innar Eag­les of Death Metal. Alls lét­ust 130 manns í árás­unum og hund­ruðir særð­ust. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None