Yfir sex þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Tyrklandi, eftir að tilraun til valdaráns mistókst í Tyrklandi. Stærstur hluti hinna handteknu kemur úr röðum tyrkneska hersins en einnig hafa 2.700 dómarar og saksóknarar, víða um landið, verið handteknir, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC.
Erdogan forseti segir valdaránstilraunina hafa verið „guðsgjöf“ sem gefi færi á endursuppstokkun hersins, og að þeir sem stóðu að valdaránstilrauninni muni fá makleg málagjöld.
Samtals létust 265 í átökum á meðan á tilrauninni stóð.
Dómsmálaráðherra landsins, Bekir Mozdag, segir að „hreinsunarstarf“ sé í gangi, en meira en 50 yfirmenn í hernum, þar á meðal tugir manna sem flúðu með þyrlu til Grikklands, hafa verið handteknir.
Leiðogar margra af stærstu ríkjum heimsins hafa hvatt stjórnvöld í Tyrklandi til þess að virða lög landsins þegar kemur að uppgjöri við valdaránstilraunina. Angela Merkel segir að þjóðir heimsins muni fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi, og veita aðstoð eins og óskað verður eftir.