Lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna var undir handleiðslu stjórnvalda

Rannsókn lyfjaeftirlitsins sýnir að rússnesk stjórnvöld höfuðu umsjón með lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014.

Skautahlaup í Sotsjí 2014
Auglýsing

Víð­tækt lyfja­notk­un­ar- og lyfja­pró­fasvindl rúss­neskra íþrótta­manna á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí var undir leið­sögn íþrótta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Rúss­landi. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag

Lagt hefur verið til að banna Rússum að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó í ágúst vegna ítrek­aðrar lyfja­mis­notk­unar rúss­neskra íþrótta­manna. Rann­sóknin leiddi í ljós að til­rauna­stofa í Moskvu vernd­aði íþrótta­menn­ina í Sot­sjí og hjálp­aði þeim að hylma yfir skandal­inn.

Um er að ræða sjálf­stæða rann­sókn á vegum lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar alþjóð­legu undir hand­leiðslu kanadíska laga­pró­fess­ors­ins Ric­hard McL­aren. Hann leiddi einnig aðra rann­sókn sem kom upp um lyfja­mis­notkun rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks sem leiddi til þess að alþjóða­ólymp­íu­nefndin bann­aði frjáls­í­þróttaliði Rússa að keppa í Ríó.

Auglýsing

McL­aren sagði að íþrótta­mála­ráu­neyti Rúss­lands hefði haft umsjón með því að hag­ræða nið­ur­stöðum sýna­töku úr rúss­neskum íþrótta­mönnum og skipta út sýn­um. Starfs­fólk til­rauna­stof­unnar hefði ekki átt tæki­færi á að segja sig frá verk­efn­inu sem var mið­stýrt úr ráðu­neyt­inu.

Í sam­tali við kvik­mynda­gerð­ar­menn sem vinna að heim­ild­ar­mynd ljóstr­aði Grigorí Rod­tj­en­kov, stjórn­andi til­rauna­stof­unn­ar, upp um leynd­ar­málið og sagði lyfja­mis­notkun og svindl hafa gert rúss­nesku íþrótta­mönn­unum kleift að ná gull­verð­launum á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum 2014. „Fólk er að fagna ólymp­íu­meist­urum en við sitjum sveitt við að skipta út þvag­sýn­um,“ sagði Rod­tj­en­kov. „Getur þú ímyndað þér hvernig ólymp­íu­í­þróttir eru skipu­lagð­ar?“

„Við vorum full mönn­uð, með öll tól og tæki, vorum vel að okk­ur, reynd og alveg til­búin fyrir Sot­sjí. Þetta gekk eins og sviss­neskt úr,“ er haft eftir honum í heim­ild­ar­mynd­inni. Rod­tj­en­kov er að mati lyfja­eft­ir­lits­ins alþjóð­lega lyk­il­maður í svindli Rússa. Hann gengst við öllum ásök­unum á hendur hon­um, nema þeim að hafa kúgað fé af íþrótta­fólk­inu. Hann seg­ist hafa verið þving­aður til að segja af sér af rúss­neskum yfir­völdum eftir að fyrst komst upp um svind­lið.

Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, og Vladimir Putín, forseti Rússlands, veifa til úr heiðursmannastúkunni á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014.Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda við fyr­ir­spurnum The New York Times um málið voru að kalla þær „áfram­hald­andi upp­lýs­inga­áráður um rúss­neskar íþrótt­ir,“ í yfir­lýs­ingu til rúss­neskra fjöl­miðla. Vitn­is­burður Rod­tj­en­kov og ann­arra vitna var tal­inn trú­verð­ugur í nýju rann­sókn alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag.

Óvíst er hvort fleiri rúss­neskum íþrótta­mönnum verði bannað að keppa í Ríó í næsta mán­uði. Thomas Bach, for­seti alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, gaf í skyn í síð­ustu viku að honum þætti órétt­látt að refsa íþrótta­mönnum í einni íþrótt fyrir brot ann­arra.

Í Sot­sjí vann Rúss­land til flestra veð­launa. Rúss­neskir íþrótta­menn og lið unnu til 13 gull­verð­launa og hlutu alls 33 verð­laun. Ólymp­íu­leik­arnir í heima­landi þeirra voru þeir lang dýr­ustu í sögu Ólymp­íu­leik­anna; kost­uðu um 51 millj­arð banda­ríkja­dala.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None