Lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna var undir handleiðslu stjórnvalda

Rannsókn lyfjaeftirlitsins sýnir að rússnesk stjórnvöld höfuðu umsjón með lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014.

Skautahlaup í Sotsjí 2014
Auglýsing

Víð­tækt lyfja­notk­un­ar- og lyfja­pró­fasvindl rúss­neskra íþrótta­manna á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí var undir leið­sögn íþrótta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Rúss­landi. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag

Lagt hefur verið til að banna Rússum að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó í ágúst vegna ítrek­aðrar lyfja­mis­notk­unar rúss­neskra íþrótta­manna. Rann­sóknin leiddi í ljós að til­rauna­stofa í Moskvu vernd­aði íþrótta­menn­ina í Sot­sjí og hjálp­aði þeim að hylma yfir skandal­inn.

Um er að ræða sjálf­stæða rann­sókn á vegum lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar alþjóð­legu undir hand­leiðslu kanadíska laga­pró­fess­ors­ins Ric­hard McL­aren. Hann leiddi einnig aðra rann­sókn sem kom upp um lyfja­mis­notkun rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks sem leiddi til þess að alþjóða­ólymp­íu­nefndin bann­aði frjáls­í­þróttaliði Rússa að keppa í Ríó.

Auglýsing

McL­aren sagði að íþrótta­mála­ráu­neyti Rúss­lands hefði haft umsjón með því að hag­ræða nið­ur­stöðum sýna­töku úr rúss­neskum íþrótta­mönnum og skipta út sýn­um. Starfs­fólk til­rauna­stof­unnar hefði ekki átt tæki­færi á að segja sig frá verk­efn­inu sem var mið­stýrt úr ráðu­neyt­inu.

Í sam­tali við kvik­mynda­gerð­ar­menn sem vinna að heim­ild­ar­mynd ljóstr­aði Grigorí Rod­tj­en­kov, stjórn­andi til­rauna­stof­unn­ar, upp um leynd­ar­málið og sagði lyfja­mis­notkun og svindl hafa gert rúss­nesku íþrótta­mönn­unum kleift að ná gull­verð­launum á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum 2014. „Fólk er að fagna ólymp­íu­meist­urum en við sitjum sveitt við að skipta út þvag­sýn­um,“ sagði Rod­tj­en­kov. „Getur þú ímyndað þér hvernig ólymp­íu­í­þróttir eru skipu­lagð­ar?“

„Við vorum full mönn­uð, með öll tól og tæki, vorum vel að okk­ur, reynd og alveg til­búin fyrir Sot­sjí. Þetta gekk eins og sviss­neskt úr,“ er haft eftir honum í heim­ild­ar­mynd­inni. Rod­tj­en­kov er að mati lyfja­eft­ir­lits­ins alþjóð­lega lyk­il­maður í svindli Rússa. Hann gengst við öllum ásök­unum á hendur hon­um, nema þeim að hafa kúgað fé af íþrótta­fólk­inu. Hann seg­ist hafa verið þving­aður til að segja af sér af rúss­neskum yfir­völdum eftir að fyrst komst upp um svind­lið.

Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, og Vladimir Putín, forseti Rússlands, veifa til úr heiðursmannastúkunni á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014.Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda við fyr­ir­spurnum The New York Times um málið voru að kalla þær „áfram­hald­andi upp­lýs­inga­áráður um rúss­neskar íþrótt­ir,“ í yfir­lýs­ingu til rúss­neskra fjöl­miðla. Vitn­is­burður Rod­tj­en­kov og ann­arra vitna var tal­inn trú­verð­ugur í nýju rann­sókn alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag.

Óvíst er hvort fleiri rúss­neskum íþrótta­mönnum verði bannað að keppa í Ríó í næsta mán­uði. Thomas Bach, for­seti alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, gaf í skyn í síð­ustu viku að honum þætti órétt­látt að refsa íþrótta­mönnum í einni íþrótt fyrir brot ann­arra.

Í Sot­sjí vann Rúss­land til flestra veð­launa. Rúss­neskir íþrótta­menn og lið unnu til 13 gull­verð­launa og hlutu alls 33 verð­laun. Ólymp­íu­leik­arnir í heima­landi þeirra voru þeir lang dýr­ustu í sögu Ólymp­íu­leik­anna; kost­uðu um 51 millj­arð banda­ríkja­dala.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None