Lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna var undir handleiðslu stjórnvalda

Rannsókn lyfjaeftirlitsins sýnir að rússnesk stjórnvöld höfuðu umsjón með lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014.

Skautahlaup í Sotsjí 2014
Auglýsing

Víð­tækt lyfja­notk­un­ar- og lyfja­pró­fasvindl rúss­neskra íþrótta­manna á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí var undir leið­sögn íþrótta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Rúss­landi. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag

Lagt hefur verið til að banna Rússum að taka þátt á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó í ágúst vegna ítrek­aðrar lyfja­mis­notk­unar rúss­neskra íþrótta­manna. Rann­sóknin leiddi í ljós að til­rauna­stofa í Moskvu vernd­aði íþrótta­menn­ina í Sot­sjí og hjálp­aði þeim að hylma yfir skandal­inn.

Um er að ræða sjálf­stæða rann­sókn á vegum lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar alþjóð­legu undir hand­leiðslu kanadíska laga­pró­fess­ors­ins Ric­hard McL­aren. Hann leiddi einnig aðra rann­sókn sem kom upp um lyfja­mis­notkun rúss­nesks frjáls­í­þrótta­fólks sem leiddi til þess að alþjóða­ólymp­íu­nefndin bann­aði frjáls­í­þróttaliði Rússa að keppa í Ríó.

Auglýsing

McL­aren sagði að íþrótta­mála­ráu­neyti Rúss­lands hefði haft umsjón með því að hag­ræða nið­ur­stöðum sýna­töku úr rúss­neskum íþrótta­mönnum og skipta út sýn­um. Starfs­fólk til­rauna­stof­unnar hefði ekki átt tæki­færi á að segja sig frá verk­efn­inu sem var mið­stýrt úr ráðu­neyt­inu.

Í sam­tali við kvik­mynda­gerð­ar­menn sem vinna að heim­ild­ar­mynd ljóstr­aði Grigorí Rod­tj­en­kov, stjórn­andi til­rauna­stof­unn­ar, upp um leynd­ar­málið og sagði lyfja­mis­notkun og svindl hafa gert rúss­nesku íþrótta­mönn­unum kleift að ná gull­verð­launum á vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum 2014. „Fólk er að fagna ólymp­íu­meist­urum en við sitjum sveitt við að skipta út þvag­sýn­um,“ sagði Rod­tj­en­kov. „Getur þú ímyndað þér hvernig ólymp­íu­í­þróttir eru skipu­lagð­ar?“

„Við vorum full mönn­uð, með öll tól og tæki, vorum vel að okk­ur, reynd og alveg til­búin fyrir Sot­sjí. Þetta gekk eins og sviss­neskt úr,“ er haft eftir honum í heim­ild­ar­mynd­inni. Rod­tj­en­kov er að mati lyfja­eft­ir­lits­ins alþjóð­lega lyk­il­maður í svindli Rússa. Hann gengst við öllum ásök­unum á hendur hon­um, nema þeim að hafa kúgað fé af íþrótta­fólk­inu. Hann seg­ist hafa verið þving­aður til að segja af sér af rúss­neskum yfir­völdum eftir að fyrst komst upp um svind­lið.

Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, og Vladimir Putín, forseti Rússlands, veifa til úr heiðursmannastúkunni á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí 2014.Við­brögð rúss­neskra stjórn­valda við fyr­ir­spurnum The New York Times um málið voru að kalla þær „áfram­hald­andi upp­lýs­inga­áráður um rúss­neskar íþrótt­ir,“ í yfir­lýs­ingu til rúss­neskra fjöl­miðla. Vitn­is­burður Rod­tj­en­kov og ann­arra vitna var tal­inn trú­verð­ugur í nýju rann­sókn alþjóða­lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar sem kynnt var í dag.

Óvíst er hvort fleiri rúss­neskum íþrótta­mönnum verði bannað að keppa í Ríó í næsta mán­uði. Thomas Bach, for­seti alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, gaf í skyn í síð­ustu viku að honum þætti órétt­látt að refsa íþrótta­mönnum í einni íþrótt fyrir brot ann­arra.

Í Sot­sjí vann Rúss­land til flestra veð­launa. Rúss­neskir íþrótta­menn og lið unnu til 13 gull­verð­launa og hlutu alls 33 verð­laun. Ólymp­íu­leik­arnir í heima­landi þeirra voru þeir lang dýr­ustu í sögu Ólymp­íu­leik­anna; kost­uðu um 51 millj­arð banda­ríkja­dala.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None