McDonalds vinsælasti matur Ólympíufara

Ólympíuíþróttafólk stendur flestum framar þegar kemur að líkamlegu atgervi, aga og heilsu almennt. En það fer samt á McDonalds eins og aðrir, jafnvel á Ólympíuleikunum.

Mcdonalds
Auglýsing

McDon­alds er ein þekktasta ­skyndi­bita­keðja heims, og hefur verið styrkt­ar­að­il­i Ólymp­íu­leik­anna um langt skeið. Í krafti þess er McDon­alds ein­i ­skyndi­bit­inn sem er í boði í Ólymp­íu­þorp­inu í Ríó, þar sem Ólymp­íu­leik­arnir eru nú í algleym­ingi.

Þvert á það sem margir gæt­u hald­ið, þá er stað­ur­inn svo vin­sæll að það hefur verið röð út úr dyrum nán­ast allan sól­ar­hring­inn. Biðin eftir afgreiðslu og mat var orðin svo löng að stað­ur­inn brá á það ráð að ­tak­marka pant­anir hvers og eins við 20 hluti af mat­seðl­inum til­ þess að stytta bið­ina.  Auglýsing

Was­hington Post fjall­aði ítar­lega um þetta McDon­alds æði í síð­ustu viku og síðan þá hefur það vak­ið ­at­hygli í fjöl­miðlum víða um heim. Blaða­maður Was­hington Post ­sagði að þetta væri eig­in­lega eini fast­inn í Ólymp­íu­þorp­inu – röðin fyrir utan McDon­alds. Þegar hann fór á svæðið og tal­að­i við sund­mann­inn Brandon Schuster frá Samó­a-eyjum voru 53 á und­an­ Schuster í röð­inni. „Við erum brjóst­um­kenn­an­leg. Það er ­rign­ing og við erum að bíða í röð eftir McDon­alds.“ 

Time-­tíma­ritið fór enn lengra með málið og tal­aði við nær­ing­ar­fræð­ing um áhrifin af McDon­alds-áti á íþrótta­fólk­ið. Nið­ur­staðan er sú að Ólymp­íu­farar hafa hrað­ari efna­skipti og geta höndlað óholl­ust­una miklu betur en við hin. „En það breytir ekki þeirri stað­reynd að þetta er ekki það besta fyrir íþrótta­fólk í keppn­i,“ segir Dan Ben­ar­dot nær­ing­ar­fræð­ing­ur. 

Hluti ástæð­unnar fyrir vin­sæld­um McDon­alds er tak­markað mat­ar­úr­val íþrótta­fólks­ins og ­þjálf­ar­anna. Það er mat­salur í stóru tjaldi og einn veit­inga­staður með brasil­ískum mat, en mat­ur­inn þykir almennt ekki góð­ur. Önnur ástæða er að mat­ur­inn á McDon­alds er ókeypis fyrir íþrótta­menn og þjálf­ara, eins og annar matur í þorp­inu, einmitt vegna þess að McDon­alds er styrkt­ar­að­ili.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem McDon­alds er í boði fyrir Ólymp­íu­í­þrótta­fólk, heldur eru leik­arnir í ár þeir tíundu í röð þar sem skyndi­bita­keðjan er opin­beri skynda­bita­staður Ólymp­íu­leik­anna. Tengslin við Ólymp­íu­leik­ana hófust þó á leik­unum 1968, þegar flogið var með ham­borg­ara til banda­ríska íþrótta­fólks­ins sem keppti á leik­unum í Gren­oble í Frakk­landi það ár. Ein­hverjir hafa beðið þar til þeir hafa lokið keppni með að fá sér ham­borg­ara, líkt og ástr­alski bad­mint­on-­spil­ar­inn Sawan Ser­asinghe sem sjá má á mynd­inni hér að ofan. Aðr­ir verð­launa ­sig eftir góðan árang­ur. En sumir koma bara reglu­lega hvort sem þeir eru enn í keppni eða ekki. „Kín­verska körfu­boltalands­lið­ið kemur hingað á hverjum degi, allan dag­inn,“ sagði einn ­starfs­maður McDon­alds við blaða­mann Was­hington Post. „Þeir ­borða Big Mac klukkan níu á morgn­anna. Það er klikk­að.“

Hlaupar­inn Usain Bolt, sem nýverið varð fyrsti mað­ur­inn til að vinna gull­verð­launin fyrir 100 metra hlaup þrenna Ólymp­íu­leika í röð, er aðdá­andi kjúkling­anagg­anna hjá skyndi­bita­keðj­unni, líkt og sjá má hér að neð­an. Hann greindi frá því í ævi­sögu sinni árið 2013 að á Ólymp­íu­leik­unum í Kína fyrir átta árum hafi hann borðað um 100 kjúkling­anagga á dag, af þvi að honum þótti kín­verskur matur svo skrýt­inn. Á þeim Ólymp­íu­leikum vann hann þrenn gull­verð­laun og setti heims­met í hverri grein. 

Í bók­inni, sem heit­ir Faster Than Lightn­ing, segir þessi heims­met­hafi frá Jamaíku frá því að fyrst um sinn hafi hann borðað 20 nagga kassa í hádeg­is­mat og svo aftur í kvöld­mat. „Næsta dag borð­aði ég tvo kassa í morg­un­mat, einn í hádeg­is­mat og svo nokkra í við­bót á kvöld­in. Ég borð­aði meira að segja franskar og epla­böku með." Og eins og sjá má á mynd­inni hér að ofan, sem er tekin af Snapchat-­reikn­ingi Bolt, er hann kom­inn á svipað matar­æði á þessum Ólymp­íu­leik­um. Bráðum kemur svo í ljós hvort hann slær enn fleiri met á þessum leik­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None