McDonalds vinsælasti matur Ólympíufara

Ólympíuíþróttafólk stendur flestum framar þegar kemur að líkamlegu atgervi, aga og heilsu almennt. En það fer samt á McDonalds eins og aðrir, jafnvel á Ólympíuleikunum.

Mcdonalds
Auglýsing

McDon­alds er ein þekktasta ­skyndi­bita­keðja heims, og hefur verið styrkt­ar­að­il­i Ólymp­íu­leik­anna um langt skeið. Í krafti þess er McDon­alds ein­i ­skyndi­bit­inn sem er í boði í Ólymp­íu­þorp­inu í Ríó, þar sem Ólymp­íu­leik­arnir eru nú í algleym­ingi.

Þvert á það sem margir gæt­u hald­ið, þá er stað­ur­inn svo vin­sæll að það hefur verið röð út úr dyrum nán­ast allan sól­ar­hring­inn. Biðin eftir afgreiðslu og mat var orðin svo löng að stað­ur­inn brá á það ráð að ­tak­marka pant­anir hvers og eins við 20 hluti af mat­seðl­inum til­ þess að stytta bið­ina.  Auglýsing

Was­hington Post fjall­aði ítar­lega um þetta McDon­alds æði í síð­ustu viku og síðan þá hefur það vak­ið ­at­hygli í fjöl­miðlum víða um heim. Blaða­maður Was­hington Post ­sagði að þetta væri eig­in­lega eini fast­inn í Ólymp­íu­þorp­inu – röðin fyrir utan McDon­alds. Þegar hann fór á svæðið og tal­að­i við sund­mann­inn Brandon Schuster frá Samó­a-eyjum voru 53 á und­an­ Schuster í röð­inni. „Við erum brjóst­um­kenn­an­leg. Það er ­rign­ing og við erum að bíða í röð eftir McDon­alds.“ 

Time-­tíma­ritið fór enn lengra með málið og tal­aði við nær­ing­ar­fræð­ing um áhrifin af McDon­alds-áti á íþrótta­fólk­ið. Nið­ur­staðan er sú að Ólymp­íu­farar hafa hrað­ari efna­skipti og geta höndlað óholl­ust­una miklu betur en við hin. „En það breytir ekki þeirri stað­reynd að þetta er ekki það besta fyrir íþrótta­fólk í keppn­i,“ segir Dan Ben­ar­dot nær­ing­ar­fræð­ing­ur. 

Hluti ástæð­unnar fyrir vin­sæld­um McDon­alds er tak­markað mat­ar­úr­val íþrótta­fólks­ins og ­þjálf­ar­anna. Það er mat­salur í stóru tjaldi og einn veit­inga­staður með brasil­ískum mat, en mat­ur­inn þykir almennt ekki góð­ur. Önnur ástæða er að mat­ur­inn á McDon­alds er ókeypis fyrir íþrótta­menn og þjálf­ara, eins og annar matur í þorp­inu, einmitt vegna þess að McDon­alds er styrkt­ar­að­ili.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem McDon­alds er í boði fyrir Ólymp­íu­í­þrótta­fólk, heldur eru leik­arnir í ár þeir tíundu í röð þar sem skyndi­bita­keðjan er opin­beri skynda­bita­staður Ólymp­íu­leik­anna. Tengslin við Ólymp­íu­leik­ana hófust þó á leik­unum 1968, þegar flogið var með ham­borg­ara til banda­ríska íþrótta­fólks­ins sem keppti á leik­unum í Gren­oble í Frakk­landi það ár. Ein­hverjir hafa beðið þar til þeir hafa lokið keppni með að fá sér ham­borg­ara, líkt og ástr­alski bad­mint­on-­spil­ar­inn Sawan Ser­asinghe sem sjá má á mynd­inni hér að ofan. Aðr­ir verð­launa ­sig eftir góðan árang­ur. En sumir koma bara reglu­lega hvort sem þeir eru enn í keppni eða ekki. „Kín­verska körfu­boltalands­lið­ið kemur hingað á hverjum degi, allan dag­inn,“ sagði einn ­starfs­maður McDon­alds við blaða­mann Was­hington Post. „Þeir ­borða Big Mac klukkan níu á morgn­anna. Það er klikk­að.“

Hlaupar­inn Usain Bolt, sem nýverið varð fyrsti mað­ur­inn til að vinna gull­verð­launin fyrir 100 metra hlaup þrenna Ólymp­íu­leika í röð, er aðdá­andi kjúkling­anagg­anna hjá skyndi­bita­keðj­unni, líkt og sjá má hér að neð­an. Hann greindi frá því í ævi­sögu sinni árið 2013 að á Ólymp­íu­leik­unum í Kína fyrir átta árum hafi hann borðað um 100 kjúkling­anagga á dag, af þvi að honum þótti kín­verskur matur svo skrýt­inn. Á þeim Ólymp­íu­leikum vann hann þrenn gull­verð­laun og setti heims­met í hverri grein. 

Í bók­inni, sem heit­ir Faster Than Lightn­ing, segir þessi heims­met­hafi frá Jamaíku frá því að fyrst um sinn hafi hann borðað 20 nagga kassa í hádeg­is­mat og svo aftur í kvöld­mat. „Næsta dag borð­aði ég tvo kassa í morg­un­mat, einn í hádeg­is­mat og svo nokkra í við­bót á kvöld­in. Ég borð­aði meira að segja franskar og epla­böku með." Og eins og sjá má á mynd­inni hér að ofan, sem er tekin af Snapchat-­reikn­ingi Bolt, er hann kom­inn á svipað matar­æði á þessum Ólymp­íu­leik­um. Bráðum kemur svo í ljós hvort hann slær enn fleiri met á þessum leik­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None