McDonalds vinsælasti matur Ólympíufara

Ólympíuíþróttafólk stendur flestum framar þegar kemur að líkamlegu atgervi, aga og heilsu almennt. En það fer samt á McDonalds eins og aðrir, jafnvel á Ólympíuleikunum.

Mcdonalds
Auglýsing

McDon­alds er ein þekktasta ­skyndi­bita­keðja heims, og hefur verið styrkt­ar­að­il­i Ólymp­íu­leik­anna um langt skeið. Í krafti þess er McDon­alds ein­i ­skyndi­bit­inn sem er í boði í Ólymp­íu­þorp­inu í Ríó, þar sem Ólymp­íu­leik­arnir eru nú í algleym­ingi.

Þvert á það sem margir gæt­u hald­ið, þá er stað­ur­inn svo vin­sæll að það hefur verið röð út úr dyrum nán­ast allan sól­ar­hring­inn. Biðin eftir afgreiðslu og mat var orðin svo löng að stað­ur­inn brá á það ráð að ­tak­marka pant­anir hvers og eins við 20 hluti af mat­seðl­inum til­ þess að stytta bið­ina.  Auglýsing

Was­hington Post fjall­aði ítar­lega um þetta McDon­alds æði í síð­ustu viku og síðan þá hefur það vak­ið ­at­hygli í fjöl­miðlum víða um heim. Blaða­maður Was­hington Post ­sagði að þetta væri eig­in­lega eini fast­inn í Ólymp­íu­þorp­inu – röðin fyrir utan McDon­alds. Þegar hann fór á svæðið og tal­að­i við sund­mann­inn Brandon Schuster frá Samó­a-eyjum voru 53 á und­an­ Schuster í röð­inni. „Við erum brjóst­um­kenn­an­leg. Það er ­rign­ing og við erum að bíða í röð eftir McDon­alds.“ 

Time-­tíma­ritið fór enn lengra með málið og tal­aði við nær­ing­ar­fræð­ing um áhrifin af McDon­alds-áti á íþrótta­fólk­ið. Nið­ur­staðan er sú að Ólymp­íu­farar hafa hrað­ari efna­skipti og geta höndlað óholl­ust­una miklu betur en við hin. „En það breytir ekki þeirri stað­reynd að þetta er ekki það besta fyrir íþrótta­fólk í keppn­i,“ segir Dan Ben­ar­dot nær­ing­ar­fræð­ing­ur. 

Hluti ástæð­unnar fyrir vin­sæld­um McDon­alds er tak­markað mat­ar­úr­val íþrótta­fólks­ins og ­þjálf­ar­anna. Það er mat­salur í stóru tjaldi og einn veit­inga­staður með brasil­ískum mat, en mat­ur­inn þykir almennt ekki góð­ur. Önnur ástæða er að mat­ur­inn á McDon­alds er ókeypis fyrir íþrótta­menn og þjálf­ara, eins og annar matur í þorp­inu, einmitt vegna þess að McDon­alds er styrkt­ar­að­ili.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem McDon­alds er í boði fyrir Ólymp­íu­í­þrótta­fólk, heldur eru leik­arnir í ár þeir tíundu í röð þar sem skyndi­bita­keðjan er opin­beri skynda­bita­staður Ólymp­íu­leik­anna. Tengslin við Ólymp­íu­leik­ana hófust þó á leik­unum 1968, þegar flogið var með ham­borg­ara til banda­ríska íþrótta­fólks­ins sem keppti á leik­unum í Gren­oble í Frakk­landi það ár. Ein­hverjir hafa beðið þar til þeir hafa lokið keppni með að fá sér ham­borg­ara, líkt og ástr­alski bad­mint­on-­spil­ar­inn Sawan Ser­asinghe sem sjá má á mynd­inni hér að ofan. Aðr­ir verð­launa ­sig eftir góðan árang­ur. En sumir koma bara reglu­lega hvort sem þeir eru enn í keppni eða ekki. „Kín­verska körfu­boltalands­lið­ið kemur hingað á hverjum degi, allan dag­inn,“ sagði einn ­starfs­maður McDon­alds við blaða­mann Was­hington Post. „Þeir ­borða Big Mac klukkan níu á morgn­anna. Það er klikk­að.“

Hlaupar­inn Usain Bolt, sem nýverið varð fyrsti mað­ur­inn til að vinna gull­verð­launin fyrir 100 metra hlaup þrenna Ólymp­íu­leika í röð, er aðdá­andi kjúkling­anagg­anna hjá skyndi­bita­keðj­unni, líkt og sjá má hér að neð­an. Hann greindi frá því í ævi­sögu sinni árið 2013 að á Ólymp­íu­leik­unum í Kína fyrir átta árum hafi hann borðað um 100 kjúkling­anagga á dag, af þvi að honum þótti kín­verskur matur svo skrýt­inn. Á þeim Ólymp­íu­leikum vann hann þrenn gull­verð­laun og setti heims­met í hverri grein. 

Í bók­inni, sem heit­ir Faster Than Lightn­ing, segir þessi heims­met­hafi frá Jamaíku frá því að fyrst um sinn hafi hann borðað 20 nagga kassa í hádeg­is­mat og svo aftur í kvöld­mat. „Næsta dag borð­aði ég tvo kassa í morg­un­mat, einn í hádeg­is­mat og svo nokkra í við­bót á kvöld­in. Ég borð­aði meira að segja franskar og epla­böku með." Og eins og sjá má á mynd­inni hér að ofan, sem er tekin af Snapchat-­reikn­ingi Bolt, er hann kom­inn á svipað matar­æði á þessum Ólymp­íu­leik­um. Bráðum kemur svo í ljós hvort hann slær enn fleiri met á þessum leik­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None