Pundið fellur og fellur – Kostar nú 142 krónur

Hagsmunasamtök í Bretlandi hafa krafist þess að stjórnvöld í Bretlandi semji um áframhaldandi gott viðskiptasamband við Evrópumarkað.

Bretland hættir í ESB
Auglýsing

Pundið veikt­ist mikið gagn­vart helstu við­skipta­myntum í gær, eftir sex pró­sent fall við opnun markað í Asíu, en fallið var meðal ann­ar­s tengt við nei­kvæðar fréttir Fin­ancial Times þar sem Francois Hollande, for­set­i Frakk­lands, sagði að Bretar myndu ekki fá neina silki­með­ferð við útgöng­una úr ­Evr­ópu­sam­band­inu.

Frá því að almenn­ingur í Bret­landi kaus með Brexit í jún­í ­síð­ast­liðnum hefur pundið veikst mik­ið. Gagn­vart krón­unni nemur veik­ing­in tæp­lega 30 pró­sent­um. Í fyrra kost­aði það 206 krónur en nú er það komið niður í 142 krón­ur.

Á vef breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að hags­muna­sam­tök ­fyr­ir­tækja í bresku atvinnu­lífi, berj­ist nú fyrir því að bresk stjórn­völ trygg­i á­fram­hald­andi hag­stæða við­skipta­samn­inga við Evr­ópu­lönd, sem séu með sam­bæri­leg­um á­kvæðum og fylgja Evr­ópu­sam­bands­að­ild og sam­starfi á innri mark­að­i ­sam­bands­ins. Miklir hags­munir eru sagðir í húfi, og mik­il­vægt sé að tryggja þá vel í þágu bresku þjóð­ar­inn­ar.

AuglýsingVeik­ing punds­ins hefur mikil áhrif á útflutn­ing frá Ísland­i til Bret­lands, en um tólf pró­sent af vöru­út­flutn­ingi Íslands er til Bret­lands. Það eru einkum sjáv­ar­af­urðir sem fara til Bret­lands.

Þá koma um 19 pró­sent af erlendum ferða­mönnum frá­ Bret­landi, en í fyrra voru þeir 241 þús­und. Þeim hefur fjölgað um 30 pró­sent það sem af er ári, þrátt fyrir að Ísland sé nú orðið dýrar í pundum talið en það var í fyrra, og gera flestar spár ráð fyrir því að ferða­mönnum muni halda á­fram að fjölga.

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur boðað að form­legt útgöngu­ferli Bret­lands hefj­ist á næsta ári, en óljóst er hversu langan tíma það mun taka að semja um útgöng­una í smá­at­riðum og for­sendur henn­ar.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None