Tvær konur, til viðbótar við þær fjórar sem áður höfðu gefið sig fram, hafa stigið fram og saka Donald J. Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í garð þeirra.
Trump hefur sjálfur svarað því til að þetta séu „lygarar" og að þær séu „óaðlaðandi", að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.
Önnur þeirra sem nú hefur stigið fram, Summer Zervos, var á meðal keppenda í fimmtu sjónvarpsþáttaröðinni af Lærlingnum (Apprentice), þar sem þátttakendur reyndu að fá vinnu í einu af fyrirtækjum Trumps. Washington Post greindi fyrst frá málinu, og veit konurnar báðar viðtal vegna þessara áskana.
Hin konan heitir Kristin Anderson og segir að Donald Trump hafi káfað á afturenda hennar þar sem hún þjónaði til borðs á veitingahúsi.