May var bæði með og á móti Brexit

Stjórnarandstaðan í Bretlandi gagnrýnir nú harðlega Theresu May, forsætisráðherra.

Theresa May
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og for­mað­ur­ Í­halds­flokks­ins, sagði á fundi með banka­mönnum Gold­man Sachs bank­ans, að Brex­it, það er útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, geti orðið efna­hags­lega erf­ið ­fyrir Bret­land.

The Guar­dian birti í gær hljóð­upp­töku af erindi sem May hélt á fyrr­nefndnum fundi sagði hún að það væri „mik­il­vægt atriði fyrir breskan efna­hag að vera hluti af 500 millj­óna íbúa við­skipta­svæð­i,“ og vitn­aði þar til­ innri mark­aðar Evr­ópu. Hún sagði að þátt­taka Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu væri einnig mik­il­væg til að tryggja öryggi í Bret­landi, og tal­aði frekar fyrir því að Bret­land ætti að vera í Evr­ópu­sam­band­inu vegna þess­ara mik­il­vægu hags­muna.

Auglýsing


Stjórn­ar­and­stæð­ingar í Bret­landi gagn­rýndu May harð­lega ­fyrir orð sín á fund­inum með banka­mönnum Gold­man Sachs, og sögðu þau sýna að May hefði leikið tveimur skjöldum í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir Brex­it, en orð­in ­féllu á lok­uðum fundi um mán­uði áður en nið­ur­staðan úr Brex­it-­kosn­ing­unum var ­ljós.

May hefur sagt að Bret­land muni fara úr Evr­ópu­sam­band­inu og er gert ráð fyrir að það ger­ist árið 2019, en ekk­ert er þó öruggt í þeim efn­um enn­þá.

Pundið hefur fallið veru­lega á und­an­förnum mán­uðum gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, og hefur sam­keppn­is­staða Bret­lands breyst mikið á skömmum tíma. Pundið kostar nú 139 krónur en fyrir ári kost­aði það 206 krón­ur.

Bret­land er eitt stærsta við­skipta­land Íslands en um 19 ­pró­sent erlendra ferða­manna komu þaðan í fyrra og 12 pró­sent af öllum vöru­út­flutn­ing­i var til Bret­lands. Einkum og sér í lagi er Bret­land mik­il­vægur mark­aður fyr­ir­ ­sjáv­ar­af­urð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None