Sjálfstæðisflokkurinn vex og Píratar minnka

Ný kosningaspá var gerð síðdegis föstudaginn 28. október.

Gengið verður til kosningar á morgun, laugardaginn 29. október.
Gengið verður til kosningar á morgun, laugardaginn 29. október.
Auglýsing

Fylgi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn vex enn í ann­ari kosn­inga­spá dags­ins, dag­inn fyrir kjör­dag. Kosið verður til Alþingis í sex kjör­dæmum á morg­un, laug­ar­dag­inn 29. októ­ber. Á lands­vísu mælist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur með 24,9 pró­sent atkvæða.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur í und­an­förnum nið­ur­stöðum kosn­inga­spár­innar mælst stærstur flokk­anna sem bjóða fram í kosn­ing­unum og hefur heldur verið að slíta sig frá hinum flokk­unum en hitt. Á sama tíma og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vex virð­ast Píratar dala örlítið dag­ana fyrir kjör­dag. Á lands­vísu mæl­ast þeir með 19,4 pró­sent fylgi.

Auglýsing

Vinstri grænir eru með 16,5 pró­sent fylgi í þess­ari kosn­inga­spá. Spáin byggir á nið­ur­stöðum fjög­urra síð­ustu kann­anna á fylgi fram­boða til Alþing­is. Sú síð­asta var Þjóð­ar­púls Gallup sem birt var síð­degis í dag.

Fram­sókn og Við­reisn eru með nær jafn mikið fylgi. Fram­sókn mælist með 10 pró­sent og Við­reisn með 9,9 pró­sent. Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin eru einnig á svip­uðum slóð­um, með 6,9 pró­sent og 6,5 pró­sent. Aðrir flokkar mæl­ast með minna en fimm pró­sent.Um kosn­­­­inga­­­­spána

Nýjasta kosn­­­­inga­­­­spáin tekur mið af fjórum nýj­­­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­­­boða í alþing­is­­­­kosn­­­­ing­unum í haust. Í spálík­­­­an­inu eru allar kann­­­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­­­fall, lengd könn­un­­­­ar­­­­tíma­bils og sög­u­­­­legur áreið­an­­­­leiki könn­un­­­­ar­að­ila. Nánar má lesa um fram­kvæmd kosn­inga­spár­innar hér. Kann­an­­­­irnar sem kosn­­­­inga­­­­spáin 28. októ­ber tekur mið af eru:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 24. – 28. októ­ber (vægi 28,3%)
  • Skoð­ana­kann­anir MMR 19. – 26. og 26. – 28. októ­ber (vægi 24.4%)
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 20. – 27. októ­ber (vægi 27,0%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis 25. – 26. októ­ber (vægi 20,3%)

Kosn­­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­­inga­­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None