Ráðamenn Íslands og Bretlands funda vegna Brexit

Þrír kostir hafa verið kortlagðir í framhaldi af útgöngu Bretlands úr ESB. Brexit-mál eru í forgangi hjá íslenska utanríkisráðuneytinu um þessar mundir.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, ræða saman í höfuðstöðvum EFTA í Sviss eftir leiðtogafund samtakanna 21. nóvember síðastliðinn.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, ræða saman í höfuðstöðvum EFTA í Sviss eftir leiðtogafund samtakanna 21. nóvember síðastliðinn.
Auglýsing

Efnt verður til fundar hátt­settra emb­ætt­is­manna breskra og íslenskra stjórn­valda í byrjun des­em­ber til að tryggja hags­muni beggja landa við útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Mikil vinna hefur átt sér stað á vegum ráð­herra­nefndar við að kort­leggja stöðu Íslands vegna Brex­it. Mál­efni Brexit eru for­gangs­mál íslenskra stjórn­valda um þessar mund­ir, segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Und­an­farnar vikur hefur ráð­herra­nefndin kort­lagt stöð­una og metið mögu­leik­ana. Í meg­in­dráttum fel­ast kost­irnir í einu af þrennu: Því að Ísland geri víð­tækan frí­versl­un­ar­samn­ing við Bret­land, að EFTA-­ríkin geri slíkan samn­ing sam­eig­in­lega eða að aðild­ar­ríki EES og EFTA ger­ist aðilar að útgöngu­samn­ingi Breta við ESB.

„Það er ljóst að það verður að vanda vel til verka í þessu mik­il­væga máli og ekki rasa um ráð fram. Við höfum átt í reglu­bundnum við­ræðum við bresk stjórn­völd vegna við­skipta­mála okkar og ég hef átt óform­leg sam­töl við ráða­menn um stöð­una. Í byrjun des­em­ber verður jafn­framt efnt til fundar hátt­settra emb­ætt­is­manna breskra og íslenskra stjórn­valda í London þar sem farið verður yfir mál­in," segir Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra.

Auglýsing

Í Frí­versl­un­ar­sam­tökum Evr­ópu (EFTA) eru þrjú ríki auk Íslands. Það eru Nor­eg­ur, Liechten­stein og Sviss. Ísland fer nú með for­mennsku í ráð­herra­ráði EFTA og lagði Lilja ríka áherslu á að „ríkin séu sam­stíga og láti ekki ólíka hags­muni eða sam­keppni sín á milli hafa áhrif á sam­starf­ið,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Sam­staða hafi verið um að EFTA-­ríkin fjögur myndu vinna náið saman til að tryggja hags­muni ríkj­anna við útgöngu Breta úr ESB.

Í fyr­ir­spurn Kjarn­ans til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins var óskað eftir upp­lýs­ingum um stöðu mál­efna Íslands vegna Brex­it. Frétta­stofa Reuters hefur flutt fréttir af því að Nor­egur og Bret­land muni hefja sam­ræður um við­skipta­leiðir í kjöl­far útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu strax í des­em­ber.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None