Ráðamenn Íslands og Bretlands funda vegna Brexit

Þrír kostir hafa verið kortlagðir í framhaldi af útgöngu Bretlands úr ESB. Brexit-mál eru í forgangi hjá íslenska utanríkisráðuneytinu um þessar mundir.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, ræða saman í höfuðstöðvum EFTA í Sviss eftir leiðtogafund samtakanna 21. nóvember síðastliðinn.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, ræða saman í höfuðstöðvum EFTA í Sviss eftir leiðtogafund samtakanna 21. nóvember síðastliðinn.
Auglýsing

Efnt verður til fundar hátt­settra emb­ætt­is­manna breskra og íslenskra stjórn­valda í byrjun des­em­ber til að tryggja hags­muni beggja landa við útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu. Mikil vinna hefur átt sér stað á vegum ráð­herra­nefndar við að kort­leggja stöðu Íslands vegna Brex­it. Mál­efni Brexit eru for­gangs­mál íslenskra stjórn­valda um þessar mund­ir, segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Und­an­farnar vikur hefur ráð­herra­nefndin kort­lagt stöð­una og metið mögu­leik­ana. Í meg­in­dráttum fel­ast kost­irnir í einu af þrennu: Því að Ísland geri víð­tækan frí­versl­un­ar­samn­ing við Bret­land, að EFTA-­ríkin geri slíkan samn­ing sam­eig­in­lega eða að aðild­ar­ríki EES og EFTA ger­ist aðilar að útgöngu­samn­ingi Breta við ESB.

„Það er ljóst að það verður að vanda vel til verka í þessu mik­il­væga máli og ekki rasa um ráð fram. Við höfum átt í reglu­bundnum við­ræðum við bresk stjórn­völd vegna við­skipta­mála okkar og ég hef átt óform­leg sam­töl við ráða­menn um stöð­una. Í byrjun des­em­ber verður jafn­framt efnt til fundar hátt­settra emb­ætt­is­manna breskra og íslenskra stjórn­valda í London þar sem farið verður yfir mál­in," segir Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra.

Auglýsing

Í Frí­versl­un­ar­sam­tökum Evr­ópu (EFTA) eru þrjú ríki auk Íslands. Það eru Nor­eg­ur, Liechten­stein og Sviss. Ísland fer nú með for­mennsku í ráð­herra­ráði EFTA og lagði Lilja ríka áherslu á að „ríkin séu sam­stíga og láti ekki ólíka hags­muni eða sam­keppni sín á milli hafa áhrif á sam­starf­ið,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Sam­staða hafi verið um að EFTA-­ríkin fjögur myndu vinna náið saman til að tryggja hags­muni ríkj­anna við útgöngu Breta úr ESB.

Í fyr­ir­spurn Kjarn­ans til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins var óskað eftir upp­lýs­ingum um stöðu mál­efna Íslands vegna Brex­it. Frétta­stofa Reuters hefur flutt fréttir af því að Nor­egur og Bret­land muni hefja sam­ræður um við­skipta­leiðir í kjöl­far útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu strax í des­em­ber.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None