Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember, segir að tölvuárásir rússneskra tölvuhakkara hafi verið árás á Bandaríkin.
Í frétt breska ríkisútvarpsinsBBC segir að Hillary hafi tjáð sig um tölvuárásirnar í ræðu fyrir fram stuðningsmenn sína í New York. Hún hafi þar sagt að Vladímir Pútín, forseti Rússlands, hafi verið beinn þátttakandi í tölvuárásum Rússa í aðdraganda kosninga, meðal annars þegar tölvupóstar John Pedista, kosningastjór Hillary, voru gerðir opinberir á vef Wikileaks. Þá hafi tölvuárásir í aðdraganda landsfundar Repúblikana miðað að því að grafa undan andstæðingum Donalds Trumps með það að markmiði að hann næði kjöri sem forseti að lokum.
Líkt og gerðist síðan 8. nóvember þrátt fyrir að Hillary hafi fengið meira 2,5 milljónum fleiri atkvæði á landsvísu.
Barack Obama sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Repúblikanar væru ekki að átta sig á alvarleika málsins, en bæði alríkislögreglan FBI og leyniþjónustan CIA eru nú búnar að staðfesta tölvuárásir Rússa í aðdraganda kosninganna.
Obama sagði að Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989, myndi vafalítið velta sér við í gröfinni, vegna þessarar afstöðu Repúblikana. Hann sagði að tölvuárásirnar væru grafalvarlegar og að Bandaríkin myndu svara fyrir sig þegar það hentaði þeim að gera það.
Jafnframt staðfesti hann á fundinum að hann hefði komið þeim skilaboðum til Pútíns í september síðastliðnum að hann yrði að hætta þessu háttalagi, eða að koma í veg fyrir það.
Árásir Rússa eru nú til rannsóknar hjá FBI og CIA og verður lokaskýrslu um þær skilað innan tíðar.
Hillary: Tölvuárásir Rússa voru árás á Bandaríkin
Hillary Clinton segir að tölvuárásir Rússa séu með alvarlegri árásum sem Bandaríkin hafi orðið fyrir í seinni tíð. Það megi ekki leyfa Pútín að komast upp þær.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar