Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Auglýsing

Settur héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum og tveimur öðrum aðilum. Alda Hrönn var sökuð um að hafa mis­beitt lög­reglu­valdi við rann­sókn á LÖKE-­mál­inu, en tveir sak­born­ingar í mál­inu kærðu hana fyrir rangar sak­ar­giftir og brot í starfi í apr­íl. Við rann­sókn LÖKE-­máls­ins var Alda Hrönn yfir­lög­fræð­ingur hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesj­u­m. Alda Hrönn fór í ótímabundið leyfi í október vegna málsins. Hún segir í yfirlýsingu að það hafi verið afar þungbært að vera borin sökum að tilefnislausu, bæði í kæru og fjölmiðlum og að þurfa að sæta því að vera leyst frá störfum fyrir það eitt að vinna starf sitt. Það er gott að rannsókninni sé loksins lokið. Ég hef ávallt haldið fram sakleysi mínu af þeim fráleitu ásökunum sem á mig voru bornar og staðfestir niðurstaða setts héraðssaksóknara með ótvíræðum hætti að engin fótur var fyrir þeimÍ Fréttablaðinu er haft eftir Garðari Steini Ólafssyni, sem er lögmaður eins sakbornings í LÖKE-málinu, að hann ætli að áfrýja þessari niðurstöðu til ríkissaksóknara.

Í yfirlýsingunni segir að settur héraðssaksóknari hafi komist að því að ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem styðji þær ásakanir sem á hana voru bornar og voru tilefni rannsóknarinnar. Í niðurstöðunni segir meðal annars: „Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekkert sem bendir til þess að kærða hafi í heimildarleysi rannsakað málið, aflað upplýsinga, dreift nektarmyndum eða borið rangar sakargiftir á kærendur. Enn fremur hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem færa rök að því að kærða hafi veitt fjölmiðlum upplýsingar sem leynt áttu að fara, eða dreift þeim með ólögmætum hætti, líkt og haldið er fram í kæru.

Þvert á móti verður að líta svo á að aðkoma kærðu að málinu hafi verið í samræmi við munnleg fyrirmæli ríkissaksóknara, eins og upplýsingar um þau fyrirmæli liggja fyrir.[...]“Að mati setts héraðssaksóknara hefur því ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til þess að kærða, Alda Hrönn, hafi gerst sek um brot á ákvæðum lögreglulaga nr. 90/1996, ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 eða annarra ákvæða sérrefsilaga eða almennra hegningarlaga sem vísað er til í kærum.“

Auglýsing

RÚV greinir frá því að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um rannsókn LÖKE-málsins svokallaða þar sem skrifleg gögn varðandi hana séu af skornum skammti, bæði hvað varðar rannsóknina sjálfa en einnig samskipti ríkissaksóknara við lögregluna á Suðurnesjum varðandi heimildir og rannsóknarfyrirmæli. Þetta komi fram í greinargerð Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara, í málinu gegn Öldu Hrönn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None