Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Auglýsing

Settur hér­aðs­sak­sókn­ari hefur fellt niður mál á hendur Öldu Hrönn Jóhanns­dótt­ur, aðal­lög­fræð­ingi lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inum og tveimur öðrum aðil­u­m. Alda Hrönn var sökuð um að hafa mis­­beitt lög­­­reglu­­valdi við rann­­sókn á LÖKE-­­mál­inu, en tveir sak­­born­ingar í mál­inu kærðu hana fyrir rangar sak­­ar­­giftir og brot í starfi í apr­íl. Við rann­­sókn LÖKE-­­máls­ins var Alda Hrönn yfir­­lög­fræð­ingur hjá lög­­regl­unni á Suð­­ur­­nesj­u­m. Alda Hrönn fór í ótíma­bundið leyfi í októ­ber vegna máls­ins. Hún segir í yfir­lýs­ingu að það hafi verið afar þung­bært að vera borin sökum að til­efn­is­lausu, bæði í kæru og fjöl­miðlum og að þurfa að sæta því að vera leyst frá störfum fyrir það eitt að vinna starf sitt. Það er gott að rann­sókn­inni sé loks­ins lok­ið. Ég hef ávallt haldið fram sak­leysi mínu af þeim frá­leitu ásök­unum sem á mig voru bornar og stað­festir nið­ur­staða setts hér­aðs­sak­sókn­ara með ótví­ræðum hætti að engin fótur var fyrir þeimÍ Frétta­blað­inu er haft eftir Garð­ari Steini Ólafs­syni, sem er lög­maður eins sak­born­ings í LÖKE-­mál­inu, að hann ætli að áfrýja þess­ari nið­ur­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að settur hér­aðs­sak­sókn­ari hafi kom­ist að því að ekk­ert hafi komið fram við rann­sókn­ina sem styðji þær ásak­anir sem á hana voru bornar og voru til­efni rann­sókn­ar­inn­ar. Í nið­ur­stöð­unni segir meðal ann­ars: „Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekk­ert sem bendir til þess að kærða hafi í heim­ild­ar­leysi rann­sakað mál­ið, aflað upp­lýs­inga, dreift nekt­ar­myndum eða borið rangar sak­ar­giftir á kærend­ur. Enn fremur hafa ekki komið fram neinar upp­lýs­ingar sem færa rök að því að kærða hafi veitt fjöl­miðlum upp­lýs­ingar sem leynt áttu að fara, eða dreift þeim með ólög­mætum hætti, líkt og haldið er fram í kæru.

Þvert á móti verður að líta svo á að aðkoma kærðu að mál­inu hafi verið í sam­ræmi við munn­leg fyr­ir­mæli rík­is­sak­sókn­ara, eins og upp­lýs­ingar um þau fyr­ir­mæli liggja fyr­ir­.[...]“Að mati setts hér­aðs­sak­sókn­ara hefur því ekk­ert komið fram við rann­sókn­ina sem bendir til þess að kærða, Alda Hrönn, hafi gerst sek um brot á ákvæðum lög­reglu­laga nr. 90/1996, ákvæðum laga um með­ferð saka­mála nr. 88/2008 eða ann­arra ákvæða sér­refsilaga eða almennra hegn­ing­ar­laga sem vísað er til í kær­um.“

Auglýsing

RÚV greinir frá því að takmark­aðar upp­lýs­ingar liggi fyrir um rann­sókn LÖKE-­máls­ins svo­kall­aða þar sem skrif­leg gögn varð­andi hana séu af skornum skammti, bæði hvað varðar rann­sókn­ina sjálfa en einnig sam­skipti rík­is­sak­sókn­ara við lög­regl­una á Suð­ur­nesjum varð­andi heim­ildir og rann­sókn­ar­fyr­ir­mæli. Þetta komi fram í grein­ar­gerð Lúð­víks Berg­vins­son­ar, setts hér­aðs­sak­sókn­ara, í mál­inu gegn Öldu Hrönn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None