Trump vill funda með Pútín á Íslandi

Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa rætt staðarvalið fyrir fund milli leiðtoga þessara risa í vestri og austri við pólitíska ráðgjafa í Bretlandi.

Forsíðan
Auglýsing

Don­ald J. Trump, verð­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, vill funda með Vladímir Pútín for­seta Rúss­lands í Reykja­vík nokkr­um vik­um eft­ir að hann sest á valda­stól í Was­hing­t­on. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.Með fund­inum vill Trump horfa til áhrif­anna sem leið­toga­fundur Ron­alds Reag­ans Banda­ríkj­anna og 
Mik­hail Gor­bat­­sjov, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, hafði en hann fór fram í Höfða árið 1986, eins og kunn­ugt er.Auglýsing

Í blað­inu segir að ráð­gjafar Trumps hafi rætt um þessi mál við póli­tíska ráð­gjafa í Bret­landi. Þá er greint frá því að rúss­neskum stjórn­völdum lít­ist vel á Ísland sem stað fyrir fund milli Trumps og Pútíns. Trump er sagður vilja ræða um kjarn­orku­vopn við Pútín og hvernig megi draga úr þeim, auk þess sem hann vill geri sam­skipti þjóð­anna betri. Óhætt er að segja að öll spjót hafi staðið á bæði Trump og Pútín að und­an­förnu, en rúss­nesk stjórn­völd hafa í skýrslum leyni­þjón­ustu­stofn­anna Banda­ríkj­anna verið sögð hafa beitt tölvu­árásum í kosn­ina­bar­áttu Trumps og Hill­ary Clinton til að ýta undir líkur Trumps á sigri. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði við mbl.is í gær­kvöldi að íslensk stjórn­völd litu málið jákvæðum aug­um, en að hann hafi fyrst heyrt af mál­inu í frétt Sunday Times. „Við höfum ekki fengið neitt stað­fest eða nein erindi um þetta.“ Íslend­ingar hafi þó alltaf verið til­búnir að hjálpa til þegar leið­togar heims­ins hafi viljað funda. „Ís­lensk­um stjórn­­völd­um hef­ur ekki borist er­indi af þessu tagi. Ef ráða­menn í Was­hing­t­on DC og Moskvu munu óska þess for­m­­lega við ís­­lensk stjórn­­völd að þau skipu­­leggi leið­toga­fund í Reykja­vík mun rík­­is­­stjórn Íslands líta það já­­kvæðum aug­um og leggja þannig sitt af mörk­um til að bæta sam­­skipti Banda­­ríkj­anna og Rús­s­lands, minn­ug leið­toga­fund­­ar­ins í Höfða árið 1986,“ seg­ir í svar­i utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is. 

Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None