Trump vill funda með Pútín á Íslandi

Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa rætt staðarvalið fyrir fund milli leiðtoga þessara risa í vestri og austri við pólitíska ráðgjafa í Bretlandi.

Forsíðan
Auglýsing

Don­ald J. Trump, verð­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, vill funda með Vladímir Pútín for­seta Rúss­lands í Reykja­vík nokkr­um vik­um eft­ir að hann sest á valda­stól í Was­hing­t­on. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.Með fund­inum vill Trump horfa til áhrif­anna sem leið­toga­fundur Ron­alds Reag­ans Banda­ríkj­anna og 
Mik­hail Gor­bat­­sjov, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, hafði en hann fór fram í Höfða árið 1986, eins og kunn­ugt er.Auglýsing

Í blað­inu segir að ráð­gjafar Trumps hafi rætt um þessi mál við póli­tíska ráð­gjafa í Bret­landi. Þá er greint frá því að rúss­neskum stjórn­völdum lít­ist vel á Ísland sem stað fyrir fund milli Trumps og Pútíns. Trump er sagður vilja ræða um kjarn­orku­vopn við Pútín og hvernig megi draga úr þeim, auk þess sem hann vill geri sam­skipti þjóð­anna betri. Óhætt er að segja að öll spjót hafi staðið á bæði Trump og Pútín að und­an­förnu, en rúss­nesk stjórn­völd hafa í skýrslum leyni­þjón­ustu­stofn­anna Banda­ríkj­anna verið sögð hafa beitt tölvu­árásum í kosn­ina­bar­áttu Trumps og Hill­ary Clinton til að ýta undir líkur Trumps á sigri. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði við mbl.is í gær­kvöldi að íslensk stjórn­völd litu málið jákvæðum aug­um, en að hann hafi fyrst heyrt af mál­inu í frétt Sunday Times. „Við höfum ekki fengið neitt stað­fest eða nein erindi um þetta.“ Íslend­ingar hafi þó alltaf verið til­búnir að hjálpa til þegar leið­togar heims­ins hafi viljað funda. „Ís­lensk­um stjórn­­völd­um hef­ur ekki borist er­indi af þessu tagi. Ef ráða­menn í Was­hing­t­on DC og Moskvu munu óska þess for­m­­lega við ís­­lensk stjórn­­völd að þau skipu­­leggi leið­toga­fund í Reykja­vík mun rík­­is­­stjórn Íslands líta það já­­kvæðum aug­um og leggja þannig sitt af mörk­um til að bæta sam­­skipti Banda­­ríkj­anna og Rús­s­lands, minn­ug leið­toga­fund­­ar­ins í Höfða árið 1986,“ seg­ir í svar­i utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None