Trump vill funda með Pútín á Íslandi

Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa rætt staðarvalið fyrir fund milli leiðtoga þessara risa í vestri og austri við pólitíska ráðgjafa í Bretlandi.

Forsíðan
Auglýsing

Don­ald J. Trump, verð­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, vill funda með Vladímir Pútín for­seta Rúss­lands í Reykja­vík nokkr­um vik­um eft­ir að hann sest á valda­stól í Was­hing­t­on. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.Með fund­inum vill Trump horfa til áhrif­anna sem leið­toga­fundur Ron­alds Reag­ans Banda­ríkj­anna og 
Mik­hail Gor­bat­­sjov, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, hafði en hann fór fram í Höfða árið 1986, eins og kunn­ugt er.Auglýsing

Í blað­inu segir að ráð­gjafar Trumps hafi rætt um þessi mál við póli­tíska ráð­gjafa í Bret­landi. Þá er greint frá því að rúss­neskum stjórn­völdum lít­ist vel á Ísland sem stað fyrir fund milli Trumps og Pútíns. Trump er sagður vilja ræða um kjarn­orku­vopn við Pútín og hvernig megi draga úr þeim, auk þess sem hann vill geri sam­skipti þjóð­anna betri. Óhætt er að segja að öll spjót hafi staðið á bæði Trump og Pútín að und­an­förnu, en rúss­nesk stjórn­völd hafa í skýrslum leyni­þjón­ustu­stofn­anna Banda­ríkj­anna verið sögð hafa beitt tölvu­árásum í kosn­ina­bar­áttu Trumps og Hill­ary Clinton til að ýta undir líkur Trumps á sigri. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði við mbl.is í gær­kvöldi að íslensk stjórn­völd litu málið jákvæðum aug­um, en að hann hafi fyrst heyrt af mál­inu í frétt Sunday Times. „Við höfum ekki fengið neitt stað­fest eða nein erindi um þetta.“ Íslend­ingar hafi þó alltaf verið til­búnir að hjálpa til þegar leið­togar heims­ins hafi viljað funda. „Ís­lensk­um stjórn­­völd­um hef­ur ekki borist er­indi af þessu tagi. Ef ráða­menn í Was­hing­t­on DC og Moskvu munu óska þess for­m­­lega við ís­­lensk stjórn­­völd að þau skipu­­leggi leið­toga­fund í Reykja­vík mun rík­­is­­stjórn Íslands líta það já­­kvæðum aug­um og leggja þannig sitt af mörk­um til að bæta sam­­skipti Banda­­ríkj­anna og Rús­s­lands, minn­ug leið­toga­fund­­ar­ins í Höfða árið 1986,“ seg­ir í svar­i utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None