Trump vill funda með Pútín á Íslandi

Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa rætt staðarvalið fyrir fund milli leiðtoga þessara risa í vestri og austri við pólitíska ráðgjafa í Bretlandi.

Forsíðan
Auglýsing

Don­ald J. Trump, verð­andi Banda­­ríkja­­for­­seti, vill funda með Vladímir Pútín for­seta Rúss­lands í Reykja­vík nokkr­um vik­um eft­ir að hann sest á valda­stól í Was­hing­t­on. Þetta kemur fram í The Sunday Times í dag.Með fund­inum vill Trump horfa til áhrif­anna sem leið­toga­fundur Ron­alds Reag­ans Banda­ríkj­anna og 
Mik­hail Gor­bat­­sjov, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, hafði en hann fór fram í Höfða árið 1986, eins og kunn­ugt er.Auglýsing

Í blað­inu segir að ráð­gjafar Trumps hafi rætt um þessi mál við póli­tíska ráð­gjafa í Bret­landi. Þá er greint frá því að rúss­neskum stjórn­völdum lít­ist vel á Ísland sem stað fyrir fund milli Trumps og Pútíns. Trump er sagður vilja ræða um kjarn­orku­vopn við Pútín og hvernig megi draga úr þeim, auk þess sem hann vill geri sam­skipti þjóð­anna betri. Óhætt er að segja að öll spjót hafi staðið á bæði Trump og Pútín að und­an­förnu, en rúss­nesk stjórn­völd hafa í skýrslum leyni­þjón­ustu­stofn­anna Banda­ríkj­anna verið sögð hafa beitt tölvu­árásum í kosn­ina­bar­áttu Trumps og Hill­ary Clinton til að ýta undir líkur Trumps á sigri. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sagði við mbl.is í gær­kvöldi að íslensk stjórn­völd litu málið jákvæðum aug­um, en að hann hafi fyrst heyrt af mál­inu í frétt Sunday Times. „Við höfum ekki fengið neitt stað­fest eða nein erindi um þetta.“ Íslend­ingar hafi þó alltaf verið til­búnir að hjálpa til þegar leið­togar heims­ins hafi viljað funda. „Ís­lensk­um stjórn­­völd­um hef­ur ekki borist er­indi af þessu tagi. Ef ráða­menn í Was­hing­t­on DC og Moskvu munu óska þess for­m­­lega við ís­­lensk stjórn­­völd að þau skipu­­leggi leið­toga­fund í Reykja­vík mun rík­­is­­stjórn Íslands líta það já­­kvæðum aug­um og leggja þannig sitt af mörk­um til að bæta sam­­skipti Banda­­ríkj­anna og Rús­s­lands, minn­ug leið­toga­fund­­ar­ins í Höfða árið 1986,“ seg­ir í svar­i utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn mbl.­is. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None