Trump tekur völdin í sínar hendur

Donald J. Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við valdaþráðunum frá Barack Obama. Fjárfestar eru ósammála um hvernig efnahagslífinu um reiða af í Bandaríkjunum undir hans stjórn.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, tekur í kvöld við valda­þráðunum í Hvíta hús­inu og verður 45. for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sagði í ávarpi í Was­hington D.C:, þar sem tón­leikar voru haldnir honum til heið­urs, að hann væri mættur til að „breyta stjórnun lands­ins“. Hann var kok­hraustur þegar hann gekk fram á sviðið og veif­aði til áhorf­enda. „Ég mun gera Banda­ríkin frá­bær aft­ur,“ sagði Trump, áður en hann gekk af svið­in­u. Óhætt er að segja að mikil ólga sé víða í Banda­ríkj­unum vegna valda­skipt­anna og voru mót­mæli vítt og breitt um Banda­ríkin í gær, og eru raun skipu­lögð fram eftir allri næstu viku. Mörg hund­ruð mót­mæla­fundir hjá kvenna­hreyf­ingum í Banda­ríkj­unum hafa verið skipu­lagð­ir. Við Trump turn­inn, við 61. stræti skammt frá Central Park vest­an­megin í New York, voru fjöl­menn mót­mæli í gær þar sem De Blasio borg­ar­stjóri var meðal þeirra sem hvatti fólk til að þess að berj­ast gegn stjórn Trump og stjórn­mála­á­herslum hans. 

Var fram­boð Trumps í sam­skiptum við Rússa?

Valda­skiptin nú eru ekki síst merki­leg fyrir þær sakir að rann­sókn stendur enn fyrir á því, hvort trún­að­ar­menn úr fram­boði Trumps hafi verið í sam­skiptum við rúss­nesk stjórn­völd þegar hakk­arar frá Rúss­landi gerðu tölvu­árásir í aðdrag­anda kosn­inga, með það að mark­miði að ýta undir sig­ur­líkur Trumps. Leyni­þjón­ustan CIA er með málin til rann­sóknar en að mati stofn­un­ar­innar eru yfir­þyrm­andi sann­anir fyrir hendi sem stað­festa það að Vladímir Pútín Rúss­lands­for­seti hafi verið með putt­ana í því þegar tölvu­árás­irnar voru gerð­ar. Trump hefur gert lítið úr þessu, en það hafa yfir­menn leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna ekki gert, segja mik­il­vægt að kom­ast til botns í því hvernig Rússar beittu sér. Málið væri án for­dæma þar sem stjórn­völd í öðru ríki hefðu ekki með við­líka hætti skipt sér af fram­kvæmd kosn­inga í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Skuldar bönkum á Wall Street háar fjár­hæðir

Þá hafa þing­menn Demókrata einnig kallað eftir því að form­leg athugun fari fram á því að hvort Trump hafa aðskilið við­skipta­hags­muni sína nægi­lega vel, en hann á eignir upp á 3,7 millj­arða Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt For­bes, og skuldir bönkum á Wall Street í það minnsta 600 millj­ónir Banda­ríkja­dala í gegnum félög sín. Hann hefur sjálfur sagt að börn hans muni taka við stjórn­ar­taumunum í við­skipta­veld­inu og að engir hags­muna­á­rekstrar verði í hans valda­tíð. Þrátt fyrir skraut­lega kosn­inga­bar­áttu og afar umdeilda fram­komu, svo ekki sé meira sagt, þá eru hag­fræð­ingar og fjár­festar flestir á því að efn­hagur Banda­ríkj­anna muni ekki taka koll­steypu undir stjórn Trumps, hvorki upp á við né niður á við. Einn þeirra sem telur banda­rískan efna­hag nú standa traust­um, og að Trump muni lík­lega ekki breyta miklu hvað það varð­ar, er War­ren Buf­fett, einn auð­ug­asti maður heims. Hann studdi Hill­ary Clinton ein­dregið en í við­tali í New York í gær sagð­ist hann hafa trú á því að Trump myndi taka mark á ráð­gjöfum hans, sem hann þekkti marga hverja per­sónu­lega og hefði mikið álit á. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None