Trump tekur völdin í sínar hendur

Donald J. Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við valdaþráðunum frá Barack Obama. Fjárfestar eru ósammála um hvernig efnahagslífinu um reiða af í Bandaríkjunum undir hans stjórn.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, tekur í kvöld við valda­þráðunum í Hvíta hús­inu og verður 45. for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sagði í ávarpi í Was­hington D.C:, þar sem tón­leikar voru haldnir honum til heið­urs, að hann væri mættur til að „breyta stjórnun lands­ins“. Hann var kok­hraustur þegar hann gekk fram á sviðið og veif­aði til áhorf­enda. „Ég mun gera Banda­ríkin frá­bær aft­ur,“ sagði Trump, áður en hann gekk af svið­in­u. Óhætt er að segja að mikil ólga sé víða í Banda­ríkj­unum vegna valda­skipt­anna og voru mót­mæli vítt og breitt um Banda­ríkin í gær, og eru raun skipu­lögð fram eftir allri næstu viku. Mörg hund­ruð mót­mæla­fundir hjá kvenna­hreyf­ingum í Banda­ríkj­unum hafa verið skipu­lagð­ir. Við Trump turn­inn, við 61. stræti skammt frá Central Park vest­an­megin í New York, voru fjöl­menn mót­mæli í gær þar sem De Blasio borg­ar­stjóri var meðal þeirra sem hvatti fólk til að þess að berj­ast gegn stjórn Trump og stjórn­mála­á­herslum hans. 

Var fram­boð Trumps í sam­skiptum við Rússa?

Valda­skiptin nú eru ekki síst merki­leg fyrir þær sakir að rann­sókn stendur enn fyrir á því, hvort trún­að­ar­menn úr fram­boði Trumps hafi verið í sam­skiptum við rúss­nesk stjórn­völd þegar hakk­arar frá Rúss­landi gerðu tölvu­árásir í aðdrag­anda kosn­inga, með það að mark­miði að ýta undir sig­ur­líkur Trumps. Leyni­þjón­ustan CIA er með málin til rann­sóknar en að mati stofn­un­ar­innar eru yfir­þyrm­andi sann­anir fyrir hendi sem stað­festa það að Vladímir Pútín Rúss­lands­for­seti hafi verið með putt­ana í því þegar tölvu­árás­irnar voru gerð­ar. Trump hefur gert lítið úr þessu, en það hafa yfir­menn leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna ekki gert, segja mik­il­vægt að kom­ast til botns í því hvernig Rússar beittu sér. Málið væri án for­dæma þar sem stjórn­völd í öðru ríki hefðu ekki með við­líka hætti skipt sér af fram­kvæmd kosn­inga í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Skuldar bönkum á Wall Street háar fjár­hæðir

Þá hafa þing­menn Demókrata einnig kallað eftir því að form­leg athugun fari fram á því að hvort Trump hafa aðskilið við­skipta­hags­muni sína nægi­lega vel, en hann á eignir upp á 3,7 millj­arða Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt For­bes, og skuldir bönkum á Wall Street í það minnsta 600 millj­ónir Banda­ríkja­dala í gegnum félög sín. Hann hefur sjálfur sagt að börn hans muni taka við stjórn­ar­taumunum í við­skipta­veld­inu og að engir hags­muna­á­rekstrar verði í hans valda­tíð. Þrátt fyrir skraut­lega kosn­inga­bar­áttu og afar umdeilda fram­komu, svo ekki sé meira sagt, þá eru hag­fræð­ingar og fjár­festar flestir á því að efn­hagur Banda­ríkj­anna muni ekki taka koll­steypu undir stjórn Trumps, hvorki upp á við né niður á við. Einn þeirra sem telur banda­rískan efna­hag nú standa traust­um, og að Trump muni lík­lega ekki breyta miklu hvað það varð­ar, er War­ren Buf­fett, einn auð­ug­asti maður heims. Hann studdi Hill­ary Clinton ein­dregið en í við­tali í New York í gær sagð­ist hann hafa trú á því að Trump myndi taka mark á ráð­gjöfum hans, sem hann þekkti marga hverja per­sónu­lega og hefði mikið álit á. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None