Trump tekur völdin í sínar hendur

Donald J. Trump verður 45. forseti Bandaríkjanna þegar hann tekur við valdaþráðunum frá Barack Obama. Fjárfestar eru ósammála um hvernig efnahagslífinu um reiða af í Bandaríkjunum undir hans stjórn.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, tekur í kvöld við valda­þráðunum í Hvíta hús­inu og verður 45. for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sagði í ávarpi í Was­hington D.C:, þar sem tón­leikar voru haldnir honum til heið­urs, að hann væri mættur til að „breyta stjórnun lands­ins“. Hann var kok­hraustur þegar hann gekk fram á sviðið og veif­aði til áhorf­enda. „Ég mun gera Banda­ríkin frá­bær aft­ur,“ sagði Trump, áður en hann gekk af svið­in­u. Óhætt er að segja að mikil ólga sé víða í Banda­ríkj­unum vegna valda­skipt­anna og voru mót­mæli vítt og breitt um Banda­ríkin í gær, og eru raun skipu­lögð fram eftir allri næstu viku. Mörg hund­ruð mót­mæla­fundir hjá kvenna­hreyf­ingum í Banda­ríkj­unum hafa verið skipu­lagð­ir. Við Trump turn­inn, við 61. stræti skammt frá Central Park vest­an­megin í New York, voru fjöl­menn mót­mæli í gær þar sem De Blasio borg­ar­stjóri var meðal þeirra sem hvatti fólk til að þess að berj­ast gegn stjórn Trump og stjórn­mála­á­herslum hans. 

Var fram­boð Trumps í sam­skiptum við Rússa?

Valda­skiptin nú eru ekki síst merki­leg fyrir þær sakir að rann­sókn stendur enn fyrir á því, hvort trún­að­ar­menn úr fram­boði Trumps hafi verið í sam­skiptum við rúss­nesk stjórn­völd þegar hakk­arar frá Rúss­landi gerðu tölvu­árásir í aðdrag­anda kosn­inga, með það að mark­miði að ýta undir sig­ur­líkur Trumps. Leyni­þjón­ustan CIA er með málin til rann­sóknar en að mati stofn­un­ar­innar eru yfir­þyrm­andi sann­anir fyrir hendi sem stað­festa það að Vladímir Pútín Rúss­lands­for­seti hafi verið með putt­ana í því þegar tölvu­árás­irnar voru gerð­ar. Trump hefur gert lítið úr þessu, en það hafa yfir­menn leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna ekki gert, segja mik­il­vægt að kom­ast til botns í því hvernig Rússar beittu sér. Málið væri án for­dæma þar sem stjórn­völd í öðru ríki hefðu ekki með við­líka hætti skipt sér af fram­kvæmd kosn­inga í Banda­ríkj­un­um. 

Auglýsing

Skuldar bönkum á Wall Street háar fjár­hæðir

Þá hafa þing­menn Demókrata einnig kallað eftir því að form­leg athugun fari fram á því að hvort Trump hafa aðskilið við­skipta­hags­muni sína nægi­lega vel, en hann á eignir upp á 3,7 millj­arða Banda­ríkja­dala, sam­kvæmt For­bes, og skuldir bönkum á Wall Street í það minnsta 600 millj­ónir Banda­ríkja­dala í gegnum félög sín. Hann hefur sjálfur sagt að börn hans muni taka við stjórn­ar­taumunum í við­skipta­veld­inu og að engir hags­muna­á­rekstrar verði í hans valda­tíð. Þrátt fyrir skraut­lega kosn­inga­bar­áttu og afar umdeilda fram­komu, svo ekki sé meira sagt, þá eru hag­fræð­ingar og fjár­festar flestir á því að efn­hagur Banda­ríkj­anna muni ekki taka koll­steypu undir stjórn Trumps, hvorki upp á við né niður á við. Einn þeirra sem telur banda­rískan efna­hag nú standa traust­um, og að Trump muni lík­lega ekki breyta miklu hvað það varð­ar, er War­ren Buf­fett, einn auð­ug­asti maður heims. Hann studdi Hill­ary Clinton ein­dregið en í við­tali í New York í gær sagð­ist hann hafa trú á því að Trump myndi taka mark á ráð­gjöfum hans, sem hann þekkti marga hverja per­sónu­lega og hefði mikið álit á. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None