Íslendingar eru Ameríkanar Norðurlanda

Íslendingar eru þyngstir Norðurlandaþjóðanna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var árin 2011-2014.

Líkamsþyngdarstuðull íslenskra kvenna hækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu.
Líkamsþyngdarstuðull íslenskra kvenna hækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu.
Auglýsing

Fleiri og fleiri íbúar á Norð­ur­löndum eru í yfir­vigt sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sóknar sem gerð var á vaxt­ar­lagi nor­ræns fólks. Ísland sker sig frá hinum Norð­ur­lönd­unum því meira en helm­ingur full­orð­inna eru í yfir­vigt hér á landi.

Rann­sóknin var unnin við mat­væla­deild Tækni­há­skól­ans í Dan­mörku (DTU) í sam­starfi við rann­sókn­arteymi frá Sví­þjóð, Nor­egi, Finn­landi og Íslandi. Athug­anir í rann­sókn­inni voru gerðar á árunum 2011 til 2014 og nið­ur­stöð­urnar birtar fyrr í vik­unni.

„Það er vin­sælt að segja að Íslend­ingar séu Amer­ík­anar Norð­ur­land­anna,“ er haft eftir Jeppe Matthiessen, einn þeirra sem vann að rann­sókn­inni við DTU-há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, á vef danska rík­is­út­varps­ins. „Hér eru tveir af hverjum þremur körlum í yfir­vigt og fimmti hver karl og kona eru í mik­illi yfir­vigt.“

Auglýsing

Með­al­tal lík­ams­þyngd­ar­stuð­uls (Body Mass Index, BMI) íbúa Norð­ur­landa hækk­aði á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu, mest meðal Íslend­inga og Norð­manna. BMI er aðferð til þess að leggja mat á hold­ar­far fólks. Þyngd­ar­stuð­ull ein­stak­lings er fund­inn með því að deila þyngd með hæð í öðru veldi (kg/m2). Þyngd­ar­stuð­ull­inn er sú mæli­ein­ing sem notuð er í við­mið­un­ar­mörk Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar til þess að kanna offitu, ofþyngd, kjör­þyngd og vannær­ingu í sam­fé­lög­um.

Hækk­un­ina á með­al­tali lík­ams­þyngd­ar­stuð­uls­ins má rekja til hækk­unar með­al­tals stuð­uls­ins meðal kvenna, þá sér­stak­lega á Íslandi og í Nor­egi. Ekki var hægt að greina breyt­ingu á með­al­tali stuð­uls­ins á tíma­bil­inu meðal karla í lönd­unum fimm.

Hlut­fall full­orð­ina í yfir­vigt eða offeitra Hér sést hlut­fall full­orð­inna Norð­ur­landa­búa sem eru í yfir­vigt eða offeitir og þeirra sem eru offeitir eftir lönd­um. Ísland stendur verst hvað þetta varðar og er eina landið í rann­sókn­inni þar sem meira en helm­ingur full­orð­inna er í yfir­vigt. Töfl­una má finna á síðu 115 í rann­sókn­inni hér.
Land Yfir­vigt/offita Offita
Sví­þjóð 44,8% 10,1%
Dan­mörk 47,3% 13,3%
Nor­egur 47,5% 14,0%
Finn­land 48,1% 14,8%
Ísland 59,6% 21,0%

Fleiri í yfir­vigt

Meg­in­nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar eru að mat­ar­ræði fleiri Norð­ur­landa­búa var óhollt árið 2014 en árið 2011. Á sama tíma fækk­aði þeim sem neyttu holls mat­ar­ræð­is. Sömu staðlar voru not­aðir í öllum lönd­unum sem rann­sökuð voru þegar mat var lagt á það hversu hollt matar­æði fólks var.

Af öllum þeim fæðu­flokkum sem rann­sak­aðir voru var aðeins að merkja jákvæða þróun í einum flokki; Þegar kemur að mat­vælum með við­bættum sykri var þró­unin jákvæð í Dan­mörku, Finn­landi og í Nor­egi en engin breyt­ing var merkj­an­leg á Íslandi og í Sví­þjóð, hvað þetta varð­ar.

Helsta ástæða þess að fleiri íbúar Norð­ur­landa voru í yfir­vigt í lok rann­sókn­ar­tíma­bils­ins en í upp­hafi þess er talin vera hreyf­ing­ar­leysi. Í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar er greint frá því að þriðj­ungur íbú­anna eru hreyf­ing­ar­lausir og þrír af hverjum tíu eyða meira en fjórum klukku­stundum á dag fyrir framan tölvu eða sjón­varp.

„Í dag er það orðið nær venju­legt að vera full­orð­inn ein­stak­lingur í yfir­vigt eða glíma við offit­u,“ segir í sam­an­tekt nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar. Enn fremur segir að það sé áhyggju­efni hversu margir eru hreyf­ing­ar­laus­ir, hreyfa sig lítið og hversu margir glíma við yfir­vigt. „Þrátt fyrir þetta er hægt að merkja jákvæða aukn­ingu í hlut­falli þeirra sem hreyfa sig mik­ið. Þessar nið­ur­stöður gætu bent til þess að aukin pólun sé að verða meðal fólks þegar kemur að hreyf­ingu full­orð­inna á Norð­ur­lönd­um.“

14% reykja dag­lega, 45% fara á fyll­erí

Í rann­sókn­inni var neysla áfengis og tóbaks könnuð í fyrsta sinn. Hver Norð­ur­landa­búi drekkur áfengi að með­al­tali 1,7 sinnum í hverri viku og hlut­fall þeirra sem fara á fyll­erí var 45 pró­sent full­orð­inna árið 2014.

Hlut­fall þeirra sem reyktu var 21 pró­sent en hlut­fall þeirra sem reyktu dag­lega var 14 pró­sent á Norð­ur­lönd­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None