Golfklúbbur Trumps dæmdur til að greiða 5,7 milljónir Bandaríkjdala

Fyrrverandi meðlimir golfklúbbs í eigu Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta hafa náð fram rétti sínu í dómstóli í Flórída.

Donald Trump
Auglýsing

Golf­klúbbur í Flor­ída, sem er í eigu Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrum með­limum klúbbs­ins 5,7 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 700 millj­ónir króna, vegna van­efnda klúbbs­ins.

Eftir að Trump eign­að­ist hann árið 2012 voru him­inhá gjöld klúbbs­ins aldrei greidd 65 með­limum hans til baka sem höfðu sagt sig úr klúbbnum áður en Trump eign­að­ist hann. 

Í umfjöllun Reuters kemur fram að dóm­ar­inn, Kenn­eth Marra í dóm­stólnum í West Palm Beach, hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Trump hafi ekki haft heim­ild til að halda eftir þessum greiðsl­u­m. 

Auglýsing

Óhætt er að segja að málið sé óheppi­legt fyrir Banda­ríkja­for­seta enda for­dæma­laust með öllu, eins og margt sem að honum snýr í emb­ætt­inu. Skömmu áður en Trump tók við sem for­seti samdi hann um að greiða fyrr­ver­andi nem­endum í skóla sem hann hélt úti, Trump Uni­versity, 25 millj­ónir Banda­ríkja­dala í bætur vegna þess að skól­inn reynd­ist með öllu metn­að­ar­laus og upp­fylltu nám­skeið hans ekki lág­marks­kröfur eða mark­mið nem­enda. 

Trump greiddi nem­end­unum upp­hæð­ina skömmu áður en hann tók við emb­ætti, eða 18. jan­úar

Fleiri mál­sóknir bein­ast nú gegn hon­um, meðal ann­ars vegna til­skip­unar hans um að banna íbúum sjö ríkja þar sem múslima­trú er í meiri­hluta að koma til Banda­ríkj­anna. Was­hington ríki var fyrsta ríkið til að höfða mál gegn for­set­anum per­sónu­lega og banda­ríska rík­inu sömu­leið­is, en bannið er að mati Was­hington ríkis skýrt brot á stjórn­ar­skránn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None