Bandaríski sjóherinn hefur sent tundurspilli á hafsvæðið fyrir utan Jemen í kjölfar þess að uppreisnarmenn í landinu gerðu árás á freigátu í eigu Sádi Arabíu sem var við eftirlit á Rauðahafi. Tundurspillirinn, USS Cole, var staddur á Persaflóa.
Í frétt Reuters segir að tekin hafi verið ákvörðun um að senda herskipið á vettvang þar sem talin var hætta á því að árásir muni magnast, og að það sé mat bandarískra yfirvalda að Íran sé að aðstoða uppreisnarmenn í bardögum við Sádí Arabíu.
Tveir sjóliðar fórust í árásinni, en bandarísk yfirvöld segja að Íran hafi verið að baki árásinni. Í síðustu viku lést bandarískur sérsveitarmaður í hernaðaraðgerð í Jemen sem fór út um þúfur. Rannsókn er nú hafin á atvikinu innan hersins .
Meðal annars af þessum ástæðum hafa bandarísk yfirvöld ákveðið að beita viðskiptaþvingunum gagnvart Íran, meðal annars með því að koma í veg fyrir að 13 einstaklingar og 12 fyrirtæki geti fær til fjármuni og átt viðskipti, en bandarísk yfirvöld telja að þessir aðilar hafi tengsl við uppreisnarmenn og jafnvel hryðjuverkasamtök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Flugskeytaæfingar Írana, þar sem meðaldrægum flaugum var beitt, fóru mjög illa í bandaríska stjórnvöl en flaugar sem þessar geta borið kjarnorkuvopn.
Stjórnvöld í Íran brugðust strax við því sem kom fram og sögðust ætla að svara fyrir sig, án þess að útlista það frekar.
Donald J. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann ætlaði ekki að taka Íran neinum vettlingatökum, og sagði forvera sinn, Barack Obama, hafa verið alltof „linan“ í samskiptum sínum við Íran.
Ekki eru nema 19 mánuðir síðan Barack Obama og stjórn hans náðu samkomulagi við Íran