Bandaríkin senda herskip að Jemen

Vaxandi spenna er í Jemen þar sem uppreisnarmenn berjast við Sádí Arabíu, sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Banda­ríski sjó­her­inn hef­ur sent tund­­ur­­spilli á haf­svæðið fyr­ir utan Jemen í kjöl­far þess að upp­­reisn­­­ar­­menn í land­inu gerðu árás á frei­gátu í eigu Sádi Ar­a­b­íu sem var við eft­ir­lit á Rauða­hafi. Tund­­ur­­spill­ir­inn, USS Cole, var stadd­ur á Per­sa­flóa.

Í frétt Reuters segir að tek­in hafi verið ákvörðun um að senda her­­skipið á vett­vang þar sem talin var hætta á því að árásir muni magnast, og að það sé mat banda­rískra yfir­valda að Íran sé að aðstoða upp­reisn­ar­menn í bar­dögum við Sádí Arab­íu. 

Tveir sjóliðar fór­ust í árásinni, en banda­rísk yfir­völd segja að Íran hafi verið að baki árásinni. Í síð­ustu viku lést banda­rískur sér­sveit­ar­maður í hern­að­ar­að­gerð í Jemen sem fór út um þúf­ur. Rann­sókn er nú hafin á atvik­inu innan hers­ins .Meðal ann­ars af þessum ástæðum hafa banda­rísk yfir­völd ákveðið að beita við­skipta­þving­unum gagn­vart Íran, meðal ann­ars með því að koma í veg fyrir að 13 ein­stak­lingar og 12 fyr­ir­tæki geti fær til fjár­muni og átt við­skipti, en banda­rísk yfir­völd telja að þessir aðilar hafi tengsl við upp­reisn­ar­menn og jafn­vel hryðju­verka­sam­tök, að því er segir í frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC.Flug­skeyta­æf­ingar Írana, þar sem með­al­drægum flaugum var beitt, fóru mjög illa í banda­ríska stjórn­völ en flaugar sem þessar geta borið kjarn­orku­vopn. Stjórn­völd í Íran brugð­ust strax við því sem kom fram og sögð­ust ætla að svara fyrir sig, án þess að útlista það frek­ar.

AuglýsingDon­ald J. Trump sagði á Twitter síðu sinni í gær að hann ætl­aði ekki að taka Íran neinum vett­linga­tök­um, og sagði for­vera sinn, Barack Obama, hafa verið alltof „lin­an“ í sam­skiptum sínum við Íran. Ekki eru nema 19 mán­uðir síðan Barack Obama og stjórn hans náðu sam­komu­lagi við Íran 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None