Stór hersýning var haldin í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu í dag, í tilefni afmælis fyrsta leiðtoga kommúníska alræðisríkisins Kim Il-Sung og afa núverandi leiðtoga Kim Jong-un.
Lestu meira
Reuters fréttastofan greinir frá eldflaugunum og grunsemdum um að nú séu í undirbúningi frekari tilraunir með kjarnavopn í fjalllendi Norður-Kóreu.
Enginn kínverskur ráðamaður er talinn hafa verið viðstaddur skrúðgöngu og hersýninguna í dag en Kína hefur lengi verið eitt fárra ríkja sem heldur stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu. Kínverjar hafa jafnframt varað við ástandinu sem ríkir í samskiptum Norður-Kóreu við aðrar þjóðir og bent á að það verði að finnast lausn áður en hörmungum verði ekki hægt að afstýra.
Á sama tíma og þetta er að gerast í höfuðborginni Pjongjang er floti bandaríska herskipa á leið yfir Kyrrahafið og kominn nærri Kóreuskaganum. Er það gert til þess að sýna stjórnvöldum í Norður-Kóreu til hvaða aðgerða Bandaríkin og bandamenn þeirra eru tilbúin að grípa til ef Norður-Kórea fylgir ekki alþjóðalögum og skuldbindingum.
