Héraðsdómarar, einn settur hæstaréttardómari, borgarlögmaður og fjórir prófessorar í lögfræði eru meðal þeirra sem verða skipuð dómarar við nýjan Landsrétt, millidómsstig sem tekur til starfa í upphafi næsta árs, ef Alþingi samþykkir skipun þeirra.
Listi yfir þá fimmtán einstaklinga sem þóttu hæfastir af nefndinni sem metur hæfi dómara hefur verið birtu, en 37 sóttu um þegar auglýst var í febrúar. Fimm konur og tíu karlar munu skipa dómaraembættin í Landsrétti, en fjórtán konur og 23 karlar sóttust eftir embættum. Mikil umræða skapaðist um það í vetur hvort setja ætti ákvæði um jafna stöðu kvenna og karla í lagatexta um Landsrétt, en meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis taldi það óþarft þar sem þegar væri skýrt að ráðherra þurfi að fara að jafnréttislögum.
Alþingi mun fá listann til sín og skipa dómarana.
Auglýsing
Eftirtöld eru á listanum:
- Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður
- Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður
- Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari
- Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari
- Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður
- Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður
- Jón Höskuldsson héraðsdómari
- Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður
- Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
- Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari
- Sigurður Tómas Magnússon atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður
- Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness