Ísland eftirbátur Norðurlandaþjóða í réttindum barna til dagvistunnar

Það er mat BSRB að núver­andi skipan dag­vist­un­ar­mála hérlendis standi í veg fyrir jöfnum mögu­leikum kynj­anna til þátt­töku á vinnu­mark­aði þar sem ábyrgð á umönnun barna lendi að mestu leyti á mæð­rum.

23-april-2014_13980541461_o.jpg
Auglýsing

Samkvæmt nýútgefinni skýrslu BSRB eru réttindi íslenskra barna til dagvistunar við lok fæðingarorlofs skert miðað við á öðrum Norðurlandaþjóðum. Er það mat BSRB að núverandi skipan dagvistunarmála standi í veg fyrir jöfnum möguleikum kynjanna til þátttöku á vinnumarkaði þar sem ábyrgð á umönnun barna lendi að mestu leyti á mæðrum. 

Ekki er kveðið á um í íslenskum lögum við hvaða aldur börn eigi rétt á dagvistun eftir lok fæðingarorlofs. Þessu er öfugt farið á hinum Norðurlöndunum, en þar standa opinber dagvistunarúrræði til boða stax að loknu orlofi. 

Á Íslandi eru leikskólar eina dagvistunarúrræðið á vegum hins opinbera fram að sex ára aldri, en ekki er kveðið á um við hvaða aldur börn eigi rétt á inntöku í leikskóla. Því er sveitafélögunum í sjálfsvald sett að ákveða þann aldur sem stuðningur við foreldra hefst. Í flestum sveitarfélögum er inntökualdur barna í leikskóla 12 mánuðir en vegna skorts á leikskólaplássi eru íslensk börn að meðaltali 20 mánaða gömul við inntökum, 11 mánuðum eftir að fæðingarorlofi þeirra lýkur.  

Auglýsing

Umönnun barna milli loka fæðingarorlofs og inntöku í leikskóla hefur að mestu leyti verið í höndum ættingja og dagforeldra sem sveitarfélögum ber engin skylda til þess að niðurgreiða. Líkt og með leikskólapláss er að meðaltali 3-6 mánaða bið eftir dagvistun þar sem algengt er að dagforeldrar anni ekki eftirspurn.

Af skýrslunni má lesa að bilið milli loka fæðingarorlofs og dagvistunar, sem kallað er umönnunarbil,  auki ójafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Þar sem umönnunarbilið er að mestu leyti brúað af mæðrum eykst munur milli foreldra á fjarveru frá vinnu. Að bilinu meðtöldu má gera ráð fyrir því að mæður séu fjórum sinnum lengur frá vinnu vegna barnseigna en feður. Í ljósi þessa leggur BSRB áherslu á að breyta núverandi fyrirkomulagi „til að uppræta kynjamisrétti”.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent