May fórnar kosningamálum í stefnu minnihlutastjórnar

Heimsókn Trump til Bretlands hefur verið frestað. Drottningin flutti stefnuræðu ríkisstjórnar Theresu May í breska þinginu. Brexit vegur þungt í stefnu stjórnvalda og stór kosningamál íhaldsmanna komast ekki að.

Elísabet II Englandsdrottning flutti stefnuræðu stjórnvalda í upphafi nýs þings. Karl Bretaprins sat með henni við upphaf þingsins, því eiginmaður hennar Filipus prins var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi minni­hluta­stjórnar Íhalds­flokks­ins í Bret­landi, hefur þurft að fórna stórum kosn­inga­málum í stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar sinn­ar. Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing flutti stefnu­ræðu minni­hluta­stjórn­ar­innar í breska þing­inu í West­min­ster í dag.

May leiðir minni­hluta­stjórn Íhalds­flokks­ins sem mynduð var í kjöl­far þing­kosn­inga í Bret­landi fyrir tæpum tveimur vikum síð­an. Minni­hlut­inn mun halda velli í krafti sam­komu­lags milli íhalds­manna og Lýð­ræð­is­lega sam­bands­flokks­ins í Norð­ur­-Ír­landi, sem mun verja minni­hlut­ann og kjósa með mik­il­vægum mál­um. Í stað­inn fá stefnu­mál norð­ur­írska flokks­ins aukið vægi í þing­inu.

Þingsetning í Bretlandi er ákaflega formföst athöfn, full af táknum og hefðum. Varðmenn drottningar stóðu vörð á götum Lundúna þegar drottninginn lagði leið sína í þinghúsið í Westminster.

Átta flókin Brex­it-frum­vörp

Í stefnu­ræð­unni segir af áætlun rík­is­stjórn­ar­innar í Brex­it-­málum að sam­tals átta frum­vörp verði lögð fram til þess að afnema Evr­ópu­reglur og inn­leiða breskar reglur í stað­inn.

Frum­vörpin munu meðal ann­ars inni­halda lög sem gera breskum stjórn­völdum kleift að skil­greina eigin inn­flytj­enda­stefnu, leggja eigin tolla og áætla við­skipta­kjör og -samn­inga, óháð evr­ópsku reglu­verki sem sam­þykkt er í Brus­sel.

Stefnuræðan fjallar hins vegar ekki um frek­ari útfærslu á nýrri inn­flytj­enda­lög­gjöf eða við­skipta­samn­ing­um.

Auglýsing

Brex­it-­málin munu eflaust verða hita­mál þings­ins, enda snú­ast þau í grunn­inn um að Evr­ópu­lög­gjöfin sem inn­leidd var árið 1972 verði afskrifuð og ný bresk lög sam­þykkt í stað­inn. Þarna skap­ast ofboðs­leg tæki­færi fyrir stjórn Ther­esu May að hafa áhrif á breskt sam­fé­lag, en um leið verður það flókið verk­efni að lenda málum þannig að þing­heimur geti rætt málin án of mik­illa tafa.

For­sæt­is­ráð­herr­ann May von­ast til þess að geta afgreitt stefnu­mál sín á næstu tveimur árum. Verk­efni hennar varð mun flókn­ara í kjöl­far kosn­ing­anna í byrjun mán­að­ar­ins þegar flokkur hennar tap­aði þing­meiri­hluta. Í kjöl­farið hefur hún þurft að verj­ast inn­an­flokksandúð og þurft að leggja meira á sig til að sann­færa flokks­menn um ágæti sitt.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Meðal þeirra inn­an­rík­is­mála sem ný rík­is­stjórn May hygg­ist ætla að leggja fram eru miklar breyt­ingar á tækni­námi í Bret­landi og stofnun nýrrar nefndar gegn öfga­hyggju.

Fyrir utan stofnun nýrrar nefndar er ekki rætt frekar um aðgerðir gegn hryðju­verkum í stefnu­ræð­unni. Þess í stað fjallar ræðan um end­ur­skoðun hryðju­verka­laga í kjöl­far nýlegra árása á breska borg­ara.

May lagði mikla áherslu á end­ur­bætur á mennta­kerf­inu í kosn­inga­bar­átt­unni en í stefnu­ræð­unni er hvergi gengið jafn langt og May hefur lof­að.

Fær Trump ekki að koma í heim­sókn?

Að venju taldi drottn­ingin upp þær opin­beru heim­sóknir sem eru á döf­inni hjá breskum stjórn­völd­um. Á þeim lista var nafn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, ekki. Drottn­ingin sagð­ist samt ætla að taka á móti öðrum þjóð­höfð­ingjum sem hafa fengið heim­boð til Bret­lands, eins og kon­ungs­hjónin frá Spáni sem koma í júlí.

Þegar May var í opin­berri heim­sókn í Was­hington bauð hún Trump í opin­bera heim­sókn til Bret­lands, eins og for­sæt­is­ráð­herrum og for­setum Bret­lands og Banda­ríkj­anna er tamt að gera.

Theresa May var í opinberri heimsókn í Hvíta húsi Donalds Trump fyrr á þessu ári.Und­an­farið hefur Don­ald Trump haft sífellt meira að segja um bresk mál­efni og hefur for­set­inn skipt sér opin­ber­lega af breskum inn­an­rík­is­mál­um. Það hefur farið fyrir brjóstið á breskum stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi sem hefa hvatt May til þess að draga heim­boðið til baka.

Trump hefur sjálfur sagst ekki vilja koma til Bret­lands ef við­búið sé að fjölda­mót­mæli verði skipu­lögð gegn hon­um.

Það er hins vegar óljóst hver staða heim­sókn­ar­innar er. Breskir fjöl­miðar virð­ast hins vegar túlka orð drottn­ing­ar­innar sem stað­fest­ingu á því að heim­sókn­inni hafi verið frestað um óákveð­inn tíma.Áhuga­samir um form­festu og breskt lýð­ræði hafa eflaust gaman af því að fylgj­ast með athöfn­inni frá upp­hafi til enda. Kjarn­inn fjall­aði um hefð­irnar á dög­unum þar sem finna má lýs­ingu á helstu atriðum athafn­ar­inn­ar.

Öll athöfnin

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent