May fórnar kosningamálum í stefnu minnihlutastjórnar

Heimsókn Trump til Bretlands hefur verið frestað. Drottningin flutti stefnuræðu ríkisstjórnar Theresu May í breska þinginu. Brexit vegur þungt í stefnu stjórnvalda og stór kosningamál íhaldsmanna komast ekki að.

Elísabet II Englandsdrottning flutti stefnuræðu stjórnvalda í upphafi nýs þings. Karl Bretaprins sat með henni við upphaf þingsins, því eiginmaður hennar Filipus prins var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi minni­hluta­stjórnar Íhalds­flokks­ins í Bret­landi, hefur þurft að fórna stórum kosn­inga­málum í stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar sinn­ar. Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing flutti stefnu­ræðu minni­hluta­stjórn­ar­innar í breska þing­inu í West­min­ster í dag.

May leiðir minni­hluta­stjórn Íhalds­flokks­ins sem mynduð var í kjöl­far þing­kosn­inga í Bret­landi fyrir tæpum tveimur vikum síð­an. Minni­hlut­inn mun halda velli í krafti sam­komu­lags milli íhalds­manna og Lýð­ræð­is­lega sam­bands­flokks­ins í Norð­ur­-Ír­landi, sem mun verja minni­hlut­ann og kjósa með mik­il­vægum mál­um. Í stað­inn fá stefnu­mál norð­ur­írska flokks­ins aukið vægi í þing­inu.

Þingsetning í Bretlandi er ákaflega formföst athöfn, full af táknum og hefðum. Varðmenn drottningar stóðu vörð á götum Lundúna þegar drottninginn lagði leið sína í þinghúsið í Westminster.

Átta flókin Brex­it-frum­vörp

Í stefnu­ræð­unni segir af áætlun rík­is­stjórn­ar­innar í Brex­it-­málum að sam­tals átta frum­vörp verði lögð fram til þess að afnema Evr­ópu­reglur og inn­leiða breskar reglur í stað­inn.

Frum­vörpin munu meðal ann­ars inni­halda lög sem gera breskum stjórn­völdum kleift að skil­greina eigin inn­flytj­enda­stefnu, leggja eigin tolla og áætla við­skipta­kjör og -samn­inga, óháð evr­ópsku reglu­verki sem sam­þykkt er í Brus­sel.

Stefnuræðan fjallar hins vegar ekki um frek­ari útfærslu á nýrri inn­flytj­enda­lög­gjöf eða við­skipta­samn­ing­um.

Auglýsing

Brex­it-­málin munu eflaust verða hita­mál þings­ins, enda snú­ast þau í grunn­inn um að Evr­ópu­lög­gjöfin sem inn­leidd var árið 1972 verði afskrifuð og ný bresk lög sam­þykkt í stað­inn. Þarna skap­ast ofboðs­leg tæki­færi fyrir stjórn Ther­esu May að hafa áhrif á breskt sam­fé­lag, en um leið verður það flókið verk­efni að lenda málum þannig að þing­heimur geti rætt málin án of mik­illa tafa.

For­sæt­is­ráð­herr­ann May von­ast til þess að geta afgreitt stefnu­mál sín á næstu tveimur árum. Verk­efni hennar varð mun flókn­ara í kjöl­far kosn­ing­anna í byrjun mán­að­ar­ins þegar flokkur hennar tap­aði þing­meiri­hluta. Í kjöl­farið hefur hún þurft að verj­ast inn­an­flokksandúð og þurft að leggja meira á sig til að sann­færa flokks­menn um ágæti sitt.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Meðal þeirra inn­an­rík­is­mála sem ný rík­is­stjórn May hygg­ist ætla að leggja fram eru miklar breyt­ingar á tækni­námi í Bret­landi og stofnun nýrrar nefndar gegn öfga­hyggju.

Fyrir utan stofnun nýrrar nefndar er ekki rætt frekar um aðgerðir gegn hryðju­verkum í stefnu­ræð­unni. Þess í stað fjallar ræðan um end­ur­skoðun hryðju­verka­laga í kjöl­far nýlegra árása á breska borg­ara.

May lagði mikla áherslu á end­ur­bætur á mennta­kerf­inu í kosn­inga­bar­átt­unni en í stefnu­ræð­unni er hvergi gengið jafn langt og May hefur lof­að.

Fær Trump ekki að koma í heim­sókn?

Að venju taldi drottn­ingin upp þær opin­beru heim­sóknir sem eru á döf­inni hjá breskum stjórn­völd­um. Á þeim lista var nafn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, ekki. Drottn­ingin sagð­ist samt ætla að taka á móti öðrum þjóð­höfð­ingjum sem hafa fengið heim­boð til Bret­lands, eins og kon­ungs­hjónin frá Spáni sem koma í júlí.

Þegar May var í opin­berri heim­sókn í Was­hington bauð hún Trump í opin­bera heim­sókn til Bret­lands, eins og for­sæt­is­ráð­herrum og for­setum Bret­lands og Banda­ríkj­anna er tamt að gera.

Theresa May var í opinberri heimsókn í Hvíta húsi Donalds Trump fyrr á þessu ári.Und­an­farið hefur Don­ald Trump haft sífellt meira að segja um bresk mál­efni og hefur for­set­inn skipt sér opin­ber­lega af breskum inn­an­rík­is­mál­um. Það hefur farið fyrir brjóstið á breskum stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi sem hefa hvatt May til þess að draga heim­boðið til baka.

Trump hefur sjálfur sagst ekki vilja koma til Bret­lands ef við­búið sé að fjölda­mót­mæli verði skipu­lögð gegn hon­um.

Það er hins vegar óljóst hver staða heim­sókn­ar­innar er. Breskir fjöl­miðar virð­ast hins vegar túlka orð drottn­ing­ar­innar sem stað­fest­ingu á því að heim­sókn­inni hafi verið frestað um óákveð­inn tíma.Áhuga­samir um form­festu og breskt lýð­ræði hafa eflaust gaman af því að fylgj­ast með athöfn­inni frá upp­hafi til enda. Kjarn­inn fjall­aði um hefð­irnar á dög­unum þar sem finna má lýs­ingu á helstu atriðum athafn­ar­inn­ar.

Öll athöfnin

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent