May fórnar kosningamálum í stefnu minnihlutastjórnar

Heimsókn Trump til Bretlands hefur verið frestað. Drottningin flutti stefnuræðu ríkisstjórnar Theresu May í breska þinginu. Brexit vegur þungt í stefnu stjórnvalda og stór kosningamál íhaldsmanna komast ekki að.

Elísabet II Englandsdrottning flutti stefnuræðu stjórnvalda í upphafi nýs þings. Karl Bretaprins sat með henni við upphaf þingsins, því eiginmaður hennar Filipus prins var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi.
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi minni­hluta­stjórnar Íhalds­flokks­ins í Bret­landi, hefur þurft að fórna stórum kosn­inga­málum í stefnu­skrá nýrrar rík­is­stjórnar sinn­ar. Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing flutti stefnu­ræðu minni­hluta­stjórn­ar­innar í breska þing­inu í West­min­ster í dag.

May leiðir minni­hluta­stjórn Íhalds­flokks­ins sem mynduð var í kjöl­far þing­kosn­inga í Bret­landi fyrir tæpum tveimur vikum síð­an. Minni­hlut­inn mun halda velli í krafti sam­komu­lags milli íhalds­manna og Lýð­ræð­is­lega sam­bands­flokks­ins í Norð­ur­-Ír­landi, sem mun verja minni­hlut­ann og kjósa með mik­il­vægum mál­um. Í stað­inn fá stefnu­mál norð­ur­írska flokks­ins aukið vægi í þing­inu.

Þingsetning í Bretlandi er ákaflega formföst athöfn, full af táknum og hefðum. Varðmenn drottningar stóðu vörð á götum Lundúna þegar drottninginn lagði leið sína í þinghúsið í Westminster.

Átta flókin Brex­it-frum­vörp

Í stefnu­ræð­unni segir af áætlun rík­is­stjórn­ar­innar í Brex­it-­málum að sam­tals átta frum­vörp verði lögð fram til þess að afnema Evr­ópu­reglur og inn­leiða breskar reglur í stað­inn.

Frum­vörpin munu meðal ann­ars inni­halda lög sem gera breskum stjórn­völdum kleift að skil­greina eigin inn­flytj­enda­stefnu, leggja eigin tolla og áætla við­skipta­kjör og -samn­inga, óháð evr­ópsku reglu­verki sem sam­þykkt er í Brus­sel.

Stefnuræðan fjallar hins vegar ekki um frek­ari útfærslu á nýrri inn­flytj­enda­lög­gjöf eða við­skipta­samn­ing­um.

Auglýsing

Brex­it-­málin munu eflaust verða hita­mál þings­ins, enda snú­ast þau í grunn­inn um að Evr­ópu­lög­gjöfin sem inn­leidd var árið 1972 verði afskrifuð og ný bresk lög sam­þykkt í stað­inn. Þarna skap­ast ofboðs­leg tæki­færi fyrir stjórn Ther­esu May að hafa áhrif á breskt sam­fé­lag, en um leið verður það flókið verk­efni að lenda málum þannig að þing­heimur geti rætt málin án of mik­illa tafa.

For­sæt­is­ráð­herr­ann May von­ast til þess að geta afgreitt stefnu­mál sín á næstu tveimur árum. Verk­efni hennar varð mun flókn­ara í kjöl­far kosn­ing­anna í byrjun mán­að­ar­ins þegar flokkur hennar tap­aði þing­meiri­hluta. Í kjöl­farið hefur hún þurft að verj­ast inn­an­flokksandúð og þurft að leggja meira á sig til að sann­færa flokks­menn um ágæti sitt.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Meðal þeirra inn­an­rík­is­mála sem ný rík­is­stjórn May hygg­ist ætla að leggja fram eru miklar breyt­ingar á tækni­námi í Bret­landi og stofnun nýrrar nefndar gegn öfga­hyggju.

Fyrir utan stofnun nýrrar nefndar er ekki rætt frekar um aðgerðir gegn hryðju­verkum í stefnu­ræð­unni. Þess í stað fjallar ræðan um end­ur­skoðun hryðju­verka­laga í kjöl­far nýlegra árása á breska borg­ara.

May lagði mikla áherslu á end­ur­bætur á mennta­kerf­inu í kosn­inga­bar­átt­unni en í stefnu­ræð­unni er hvergi gengið jafn langt og May hefur lof­að.

Fær Trump ekki að koma í heim­sókn?

Að venju taldi drottn­ingin upp þær opin­beru heim­sóknir sem eru á döf­inni hjá breskum stjórn­völd­um. Á þeim lista var nafn Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, ekki. Drottn­ingin sagð­ist samt ætla að taka á móti öðrum þjóð­höfð­ingjum sem hafa fengið heim­boð til Bret­lands, eins og kon­ungs­hjónin frá Spáni sem koma í júlí.

Þegar May var í opin­berri heim­sókn í Was­hington bauð hún Trump í opin­bera heim­sókn til Bret­lands, eins og for­sæt­is­ráð­herrum og for­setum Bret­lands og Banda­ríkj­anna er tamt að gera.

Theresa May var í opinberri heimsókn í Hvíta húsi Donalds Trump fyrr á þessu ári.Und­an­farið hefur Don­ald Trump haft sífellt meira að segja um bresk mál­efni og hefur for­set­inn skipt sér opin­ber­lega af breskum inn­an­rík­is­mál­um. Það hefur farið fyrir brjóstið á breskum stjórn­mála­mönnum og almenn­ingi sem hefa hvatt May til þess að draga heim­boðið til baka.

Trump hefur sjálfur sagst ekki vilja koma til Bret­lands ef við­búið sé að fjölda­mót­mæli verði skipu­lögð gegn hon­um.

Það er hins vegar óljóst hver staða heim­sókn­ar­innar er. Breskir fjöl­miðar virð­ast hins vegar túlka orð drottn­ing­ar­innar sem stað­fest­ingu á því að heim­sókn­inni hafi verið frestað um óákveð­inn tíma.Áhuga­samir um form­festu og breskt lýð­ræði hafa eflaust gaman af því að fylgj­ast með athöfn­inni frá upp­hafi til enda. Kjarn­inn fjall­aði um hefð­irnar á dög­unum þar sem finna má lýs­ingu á helstu atriðum athafn­ar­inn­ar.

Öll athöfnin

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent