Flytjum inn nær þriðjungi meira af sjónvarpstækjum en fyrir ári síðan

Innflutningur á sjónvarpstækjum hefur aukist um nær þriðjung á einu ári. Neysla ferðamanna hér á landi virðist hins vegar fara lækkandi með fram hærra verðlagi frá þeirra sjónarhorni.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion
Auglýsing

Vöru-og þjón­ustu­inn­flutn­ingur Íslend­inga hefur auk­ist mikið und­an­farin miss­eri, sér í lagi hefur inn­flutn­ingur á sjón­varps­tækjum auk­ist um nær þriðj­ung á einu ári. Á sama tíma má greina breytt neyslu­mynstur ferða­manna, en korta­velta hvers erlends ferða­manns hefur dreg­ist saman um 20% á síð­ustu fimm árum. Þetta kemur fram í nýbirtri grein­ingu Arion banka á utan­rík­is­við­skipti Íslands.

Ef miðað er við geng­is­vísi­tölu, verð­lag í krónum og neyslu­mynstur ferða­manna má ætla að hjá ferða­mönnum hefur verð­lag inn­lendrar þjón­ustu hækkað um allt að 81% frá maí 2012 til maí 2017. Sam­hliða þess­ari verð­hækkun má greina um það bil 20% sam­drátt í korta­verslun þeirra fyrir sama tíma­bil í  mörgum versl­un­ar­geirum, fyrir utan dag­vöru­versl­un. 

Í grein­ing­unni segir að sterkar vís­bend­ingar séu um að hver ferða­maður dvelji skemur og ferð­ist minna inn­an­lands. Fleiri ferða­menn komu til lands­ins með árunum síðan 2012, en nýt­ing hót­el­her­bergja á Suð­vest­ur­horn­inu jókst mun meira en á stöðum fjarri Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Frá­ ­febr­ú­ar 2016 fækk­aði gistin­óttum hvers ferða­manns úr 2,5 niður í 1,5 í apríl síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Mik­ill ­kraft­ur hefur verið í inn­flutn­ingi  á vöru og þjón­ustu í kjöl­far kaup­mátt­ar­aukn­ingar Íslend­inga. Sem dæmi hefur inn­flutn­ingur á sjón­varps­tækjum auk­ist um nær þriðj­ung á einu ári og hlut­fall lands­manna sem fara mán­að­ar­lega til útlanda hefur tvö­fald­ast á síð­ustu fimm árum. Einnig hefur vöru­inn­flutn­ingur atvinnu­lífs­ins auk­ist umtals­vert,  en vöxtur í  inn­flutn­ing­i ­bygg­ing­ar­vara ­gefur góðar vís­bend­ingar um að ráð­ist verði í mikla upp­bygg­ingu í náinni fram­tíð. 

Sam­hliða auknum inn­flutn­ingi hefur vöru­út­flutn­ingur minnkað miðað við sama tíma­bil í fyrra, en báðir þættir hafa nei­kvæð áhrif á við­skipta­jöfnuð við útlönd. Grein­ing­ar­deildin telur hins vegar vöru­út­flutn­ing­inn muni taka við sér þegar áhrif sjó­manna­verk­falls­ins fjara út með árin­u. 

Skjáskot úr greiningunni. Misræmi milli raungengis og viðskiptajöfnuður hefur aukist á síðustu árum. Sögu­lega hefur við­skipta­jöfn­uður fylgt raun­geng­inu, en með vexti ferða­þjón­ust­unnar hefur mynd­ast gjá þar á milli. Fjallað er um þetta í grein­ing­unni, en talið er að útflutn­ingur og hag­kerfið í heild muni ekki ráða við núver­andi raun­gengi þegar horft er til lengri tíma. Hins vegar telur hún að raun­gengið muni halda áfram að styrkj­ast á næstu þremur árum en að hægja fari á vext­in­um, eins og sést á mynd hér að ofan. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent