Flytjum inn nær þriðjungi meira af sjónvarpstækjum en fyrir ári síðan

Innflutningur á sjónvarpstækjum hefur aukist um nær þriðjung á einu ári. Neysla ferðamanna hér á landi virðist hins vegar fara lækkandi með fram hærra verðlagi frá þeirra sjónarhorni.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion
Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion
Auglýsing

Vöru-og þjón­ustu­inn­flutn­ingur Íslend­inga hefur auk­ist mikið und­an­farin miss­eri, sér í lagi hefur inn­flutn­ingur á sjón­varps­tækjum auk­ist um nær þriðj­ung á einu ári. Á sama tíma má greina breytt neyslu­mynstur ferða­manna, en korta­velta hvers erlends ferða­manns hefur dreg­ist saman um 20% á síð­ustu fimm árum. Þetta kemur fram í nýbirtri grein­ingu Arion banka á utan­rík­is­við­skipti Íslands.

Ef miðað er við geng­is­vísi­tölu, verð­lag í krónum og neyslu­mynstur ferða­manna má ætla að hjá ferða­mönnum hefur verð­lag inn­lendrar þjón­ustu hækkað um allt að 81% frá maí 2012 til maí 2017. Sam­hliða þess­ari verð­hækkun má greina um það bil 20% sam­drátt í korta­verslun þeirra fyrir sama tíma­bil í  mörgum versl­un­ar­geirum, fyrir utan dag­vöru­versl­un. 

Í grein­ing­unni segir að sterkar vís­bend­ingar séu um að hver ferða­maður dvelji skemur og ferð­ist minna inn­an­lands. Fleiri ferða­menn komu til lands­ins með árunum síðan 2012, en nýt­ing hót­el­her­bergja á Suð­vest­ur­horn­inu jókst mun meira en á stöðum fjarri Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Frá­ ­febr­ú­ar 2016 fækk­aði gistin­óttum hvers ferða­manns úr 2,5 niður í 1,5 í apríl síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Mik­ill ­kraft­ur hefur verið í inn­flutn­ingi  á vöru og þjón­ustu í kjöl­far kaup­mátt­ar­aukn­ingar Íslend­inga. Sem dæmi hefur inn­flutn­ingur á sjón­varps­tækjum auk­ist um nær þriðj­ung á einu ári og hlut­fall lands­manna sem fara mán­að­ar­lega til útlanda hefur tvö­fald­ast á síð­ustu fimm árum. Einnig hefur vöru­inn­flutn­ingur atvinnu­lífs­ins auk­ist umtals­vert,  en vöxtur í  inn­flutn­ing­i ­bygg­ing­ar­vara ­gefur góðar vís­bend­ingar um að ráð­ist verði í mikla upp­bygg­ingu í náinni fram­tíð. 

Sam­hliða auknum inn­flutn­ingi hefur vöru­út­flutn­ingur minnkað miðað við sama tíma­bil í fyrra, en báðir þættir hafa nei­kvæð áhrif á við­skipta­jöfnuð við útlönd. Grein­ing­ar­deildin telur hins vegar vöru­út­flutn­ing­inn muni taka við sér þegar áhrif sjó­manna­verk­falls­ins fjara út með árin­u. 

Skjáskot úr greiningunni. Misræmi milli raungengis og viðskiptajöfnuður hefur aukist á síðustu árum. Sögu­lega hefur við­skipta­jöfn­uður fylgt raun­geng­inu, en með vexti ferða­þjón­ust­unnar hefur mynd­ast gjá þar á milli. Fjallað er um þetta í grein­ing­unni, en talið er að útflutn­ingur og hag­kerfið í heild muni ekki ráða við núver­andi raun­gengi þegar horft er til lengri tíma. Hins vegar telur hún að raun­gengið muni halda áfram að styrkj­ast á næstu þremur árum en að hægja fari á vext­in­um, eins og sést á mynd hér að ofan. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent