Húsnæðisauglýsingum fjölgar aftur

Mánaðarlegt meðaltal húsnæðisauglýsinga á mbl.is hefur fjölgað nýlega, en fjölgunin er sú mesta á þremur árum.

Fleiri fasteignaauglýsingar gætu bent til breyttra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Fleiri fasteignaauglýsingar gætu bent til breyttra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Auglýsing

Með­al­fjöldi aug­lýstra íbúða á vef mbl.is hefur auk­ist nokkuð á síð­ustu mán­uðum eftir að hafa minnkað nær stöðugt í þrjú ár. Sam­hliða því hefur með­al­tími íbúð­ar­hús­næðis á sölu lengst lít­il­lega í apríl og maí síð­ast­liðn­um. 

Í nýbirt­um hag­vísum Seðla­banka Íslands er mán­að­ar­legt með­al­tal aug­lýs­inga á fast­eigna­vef mbl.is tekið sam­an. Sam­kvæmt þeim tölum hefur fjöldi fast­eigna á sölu lækkað nær jafnt og þétt í takti við aukna spennu á hús­næð­is­mark­aði auk þess sem með­al­sölu­tími íbúð­ar­hús­næðis hefur lækkað veru­lega frá 2010. 

Auglýsing
Hins vegar hefur magn íbúð­ar­hús­næðis hækkað frá apríl síð­ast­liðnum og er sú hækkun sú mesta sem átt hefur sér stað á þremur árum á mark­aðn­um. Mest fjölg­aði íbúðum í fjöl­býli, en fjöldi ein­býla, rað­húsa og par­húsa jókst einnig lít­il­lega. 

Svo virð­ist vera sem ein­hver árs­tíða­bund­in ­sveifla sé í fast­eigna­aug­lýs­ingum þar sem þeim fjölgar oft á vor­mán­uð­um. Hins vegar er umrædd fjölgun nokkuð meiri en hefur verið síð­ustu ár, sem gæti bent til breyt­inga á aðstæðum á fast­eigna­mark­að­i. 

Meðalfjöldi íbúðarhúsnæðis á sölu á mbl.is eftir mánuðum frá 2008. Heimild: Seðlabankinn

Sömu þróun má ekki greina á atvinnu­hús­næði, en fjöldi aug­lýstra atvinnu­fast­eigna hefur minnkað umtals­vert und­an­farin miss­eri og virð­ist ekki þró­ast í takt við íbúð­ar­hús­næð­i. 

Kjarn­inn fjall­aði nýlega um raun­verð fast­eigna, en það hafi náð sögu­legum hæðum í apríl síð­ast­liðnum sam­kvæmt hag­sjá hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. Í lok hag­sjár­innar var því velt fyrir sér hversu lengi kaup­endur sætti sig við þá þróun sem er í gangi, en nýleg aukn­ing fast­eigna­aug­lýs­inga gæti einmitt bent til breyttra aðstæðna á fast­eigna­mark­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent