Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“

Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.

Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Auglýsing

AGS hefur dregið úr hag­vaxt­ar­vænt­ingum sínum fyrir Bret­land og Banda­rík­in, en sömu­leiðis gerir sjóð­ur­inn ráð fyrir auknu vægi evru­svæð­is­ins. Í kjöl­far breyt­ing­anna hef­ur Guar­dian vísað til Bret­lands sem „veika mann­inn í Evr­ópu.“

Hag­vaxt­ar­vænt­ingar AGS birt­ust í skýrslu sjóðs­ins, sem er upp­færð árs­fjórð­ungs­lega, um horfur í efna­hags­málum um allan heim. Í skýrsl­unni er gert ráð fyrir að hag­vöxtur muni aukast um 3,5% á alþjóða­vísu í ár og um 3,6% á næsta ári. Sjóð­ur­inn býst því við nokk­urri upp­sveiflu á næstu miss­erum, en met­inn  al­þjóða­hag­vöxtur í fyrra var 3,2%. Þrátt fyrir ágætar efna­hags­horfur eru hag­vaxt­ar­töl­urnar enn lægri en þær voru fyrir fjár­mála­hrunið 2008. 

Auglýsing

Helstu breyt­ingar í skýrsl­unni síðan í apríl eru þær að sjóð­ur­inn hefur dregið úr vænt­ingum fyrir Bret­land og Banda­rík­in. Í Bret­landi hefur neysla verið undir vænt­ing­um, aðal­lega vegna hækk­andi verð­bólgu und­an­far­inna mán­aða. Í Banda­ríkj­un­um, hins veg­ar, hefur seðla­bank­inn gefið til kynna að vaxta­hækkun sé á næsta leiti, en vænta má þess að hækk­unin muni hægja eitt­hvað á hag­vext­in­um. 

­Sam­hliða versn­andi horfum í Banda­ríkj­unum og Bret­landi má gæta auk­innar bjart­sýni á evru­svæð­inu. Búist er við miklum hag­vexti í Frakk­landi, Þýska­landi, Ítalíu og á Spáni þar sem vöxtur á fyrsta árs­fjórð­ungi hefur verið ofar vænt­ing­um. Í því til­liti nefnir sjóð­ur­inn að póli­tísk á­hætta hjá Evr­ópu­sam­band­inu hafi minnkað á árinu, en Evr­ópu­sinn­aðir stjórn­mála­flokkar hafa unnið í kosn­ingum í þremur stórum Evr­ópu­löndum það sem af er árs. Þró­unin er einnig skýr ef litið er á gjald­miðla land­anna, þar sem evran hefur styrkst mikið gegn pund­inu og Banda­ríkja­dal á síð­ustu mán­uð­um.

Á vef Guar­dian í dag lýstu tveir fyrr­ver­andi starfs­menn pen­inga­stefnu­nefndar seðla­banka Eng­lands yfir áhyggjum af þró­un­inni. Hag­vöxtur í Bret­landi væri sá minnsti af öll­um evru­ríkj­unum, verð­bólga sé komin aftur á kreik og kaup­máttur launa hafi staðn­að. Sam­kvæmt þeim hefur útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu leitt til þess að landið sé að verða að „veika mann­inum í Evr­ópu.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent