Það verða engar breytingar gerðar á stefnu Bandaríkjahers gagnvart transfólki, þrátt fyrir yfirlýsingar Donald Trump á Twitter í gær, segir Joe Dunford, yfirmaður bandaríska herráðsins. Þetta kemur fram á vef Politico í dag.
Kjarninn fjallaði um Twitter-færslu Donald Trump, bandaríkjaforseta í gær, en þar sagði hann að transfólk ætti ekki að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum vegna „stórkostlegs læknakostnaðar.“
Í kjölfar Twitter-færslunnar sendi Joe Dunford skilaboð til allra yfirmanna bandaríska varnarmála að Bandaríkjaher muni halda áfram að „koma fram við alla starfsmenn okkar af virðingu.“
„Ég veit að tilkynningin í gær um stefnu transfólks í bandaríkjaher hefur vakið margar spurningar,“ segir Dunford í skilaboðunum. „Það verða ekki gerðar neinar breytingar á núverandi stefnu þangað til formleg stefna forsetans verði móttekin í varnarmálaráðuneytinu og ráðherrann gefi út viðmiðunarreglur.“
„Þangað til munum við halda áfram að koma fram við alla starfsmenn okkar af virðingu. Eins er mikilvægt, vegna núverandi baráttu og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir, að við höldum áfram að einbeita okkur að ná okkar settum verkefnum.“