Búið að samþykkja tilboð Everton í Gylfa – Kynntur á morgun

Gylfi Sigurðsson mun kosta um 45 milljónir punda þegar hann fer til Everton frá Swansea.

Gylfi Sigurðsson
Auglýsing

Til­boð knatt­spyrnu­liðs­ins Everton í íslenska lands­liðs­mann­inn Gylfa Sig­urðs­son hefur verið sam­þykkt. Til­boðið er talið vera um 45 millj­­ónir punda, tæp­­lega sjö millj­­arðar króna. Ef af verður mun Gylfi verða dýr­­asti leik­­maður í sögu Everton. Hann verður raunar á meðal 30 dýr­­ustu knatt­­spyrn­u­­manna sög­unn­­ar. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

­Bú­ist er við því að Gylfi fari í lækn­is­skoðun á morgun og verði í kjöl­farið kynntur sem leik­maður Everton.

Kaup­verðið er talið vera um 45 millj­­ónir punda, tæp­­lega sjö millj­­arðar króna. Ef af verður mun Gylfi verða dýr­­asti leik­­maður í sögu Everton. Hann verður raunar á meðal 30 dýr­­ustu knatt­­spyrn­u­­manna sög­unn­­ar.

Everton hefur verið áhuga­­samt um að kaupa Gylfa, sem er lyk­il­­leik­­maður í íslenska lands­lið­inu og hefur leikið þorra síns fer­ils í Englandi, um langt skeið. Félagið spurð­ist fyrir um hann í jan­úar síð­­ast­liðnum og gerði til­­­boð í lands­liðs­­mann­inn fyrr í sum­­­ar, sem var hafn­að. Gylfi lýsti hins vegar yfir áhuga á því að fara til­­ Everton og fór ekki með­­ Swan­­sea í æf­ing­­ar­­ferð til Banda­­ríkj­anna í síð­­asta mán­uði þar sem hann var ekki í réttu hug­­ar­á­standi til þess. Gylfi hefur æft með aðal­­lið­i Swan­­sea frá því að það snéri aftur til baka en ekki tekið þátt í æfing­­ar­­leikjum liðs­ins. Ron­ald Koem­an, knatt­spyrnu­stjóri Everton, sagði á blaða­manna­fundi fyrir helgi að það væri stutt í að það næð­ist saman um kaup á Gylfa.

Auglýsing
Everton er eitt sög­u­fræg­asta knatt­­spyrn­u­­fé­lag Bret­landseyja. Það er frá Liver­pool-­­borg og helsti keppi­­nautur þess er nágranna­lið­ið Li­ver­pool. Félagið er 139 ára gam­alt og er sjötta sig­­ur­­sælasta félags enskrar knatt­­spyrn­u. Everton hefur unnið deild­ina níu sinnum (síð­­­ast árið 1987), FA-bik­­ar­inn fimm sinnum (síð­­­ast árið 1995) og einn ­­Evr­­ópu­tit­il, sem kom í hús árið 1985.

Liðið hefur keypt fjölda leik­­manna í sum­­­ar. Þar ber helst að nefna Wa­y­­ne Roo­­ney, sem ólst upp hjá Everton en fór til­­ Manchester United ­­fyrir 13 árum síðan og er marka­hæsti leik­­maður þess félags frá upp­­hafi. Roo­­ney er einnig marka­hæsti leik­­maður enska lands­liðs­ins frá upp­­hafi. Hann mark­aði end­ur­komu sína um liðna helgi með því að skora sig­ur­mark Everton gegn Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalds­deild­ar­inn­ar.

Aðrir sem komið hafa til­­ Everton í sumar eru Da­vy Kla­assen, Jor­d­an Pick­­ford, Michael Kea­­ne, Sandro Ramirez og Cuco Mart­ina. Þá keypti félagið  fram­herj­­ann Hen­ry Onyek­­ur­u og lán­aði hann strax til belgíska liðs­ins And­er­­lecht. Á móti hefur félagið selt nokkra leik­­menn, og munar þar mest um Romelu Lukaku ­­sem knatt­­spyrn­u­­stjóri Everton ­­segir að geti endað með að kosta 95 millj­­ónir punda. Félagið seg­ist raunar hafa ein­ungis eytt sjö millj­­ónum punda nettó enn sem komið er, þrátt fyrir að hafa keypt leik­­menn fyrir meira en 100 millj­­ónir punda.

Snemma árs 2016 keypt­i Far­had Mos­hiri 49,9 pró­­sent hlut í Everton auk þess sem hann á kaup­rétt á meiru hluta­­fé. Frá þeim tíma hefur félagið gengið í gegnum miklar breyt­ingar og er m.a. í þeim fasa að reisa sér nýjan heima­­völl við Bram­­ley Moor­e höfn­ina í Liver­pool-­­borg. Gangi áformin að óskum mun liðið hefja leik á vell­inum haustið 2020. Knatt­­spyrn­u­­stjóri Everton er hol­­lenska goð­­sögnin Ron­ald Koem­an og yfir­­­maður knatt­­spyrn­u­­mála er ­­Steve Walsh, sem var áður hjá ­­Leicester þegar lið­inu tókst að vinna ensku deild­ina í fyrra. Báðir voru ráðnir til starfa eftir að Mos­hiri keypti sig inn í félag­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent