Athuga hvort auglýsingar ráðherra standist jafnræðisreglu

Unnið er að lögfræðilegri úttekt fyrir forstöðumenn ríkisstofnana um hvort Björt Ólafsdóttir hafi mátt auglýsa öll störf stofnana sem undir hana heyra.

Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Auglýsing

Félag for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana hefur óskað eftir lög­fræði­legri úttekt á ákvörðun umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um að aug­lýsa öll störf for­stöðu­manna stofn­anna sem heyra undir ráðu­neytið laus til umsókn­ar.

For­stöðu­manna­fé­lagið veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun ráð­herra stand­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefði ákveðið að aug­lýsa stöðu for­stjóra Umhverf­is­stofn­unar lausa til umsókn­ar. Kristín Linda Árna­dóttir hefur gengt stöðu for­stjóra síðan árið 2008 og því fer öðru ráðn­ing­ar­tíma­bili hennar að ljúka. Kristín þarf að sækja um stöð­una á ný vilji hún gegna starf­inu áfram.

Aðrir for­stöðu­menn stofn­anna sem heyra undir ráðu­neyti Bjartar munu þurfa að sækja aftur um að loknum skip­un­ar­tíma sín­um, ef þeir vilja gegna starf­inu áfram.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana segir að fram­an­greind ákvörðun sé „úr takti við vinnu sem nú stendur yfir í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna breyt­inga Alþingis á lögum um kjara­ráð. Þær umbætur snúa að því að færa for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana undan kjara­ráði varð­andi starfs­kjör og koma á nýju verk­lagi varð­andi til dæmis launa­kjör og starfs­lok.“ Nið­ur­stöður vinnu við umræddar umbætur muni liggja fyrir á næstu mán­uð­um, segir í til­kynn­ing­unni.

Ævi­ráðn­­ingar í stjórn­­­sýsl­unni voru afnumdar með nýjum lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­­manna sem tók gildi um mitt ár 1996. Í 23. grein lag­anna segir að emb­ætt­is­­menn séu skip­aðir í fimm ár í senn. Sá vani hefur þó verið á að ráða sitj­andi for­­stjóra rík­­is­­stofn­ana áfram án þess að störf þeirra séu aug­lýst vilji þeir gegn starf­inu leng­­ur.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til að breyta þessu verk­lagi hjá hluta rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og Björt hefur nú stigið fyrsta skrefið í þeim mál­­um. Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að til standi að aug­lýsa fleiri stöður þegar skip­ana­­tími rennur út.

„Fé­lagið von­ast til þess að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra muni aðlaga ákvörðun sína að hinu nýja verk­lagi, þegar það liggur fyr­ir, enda verði með því gætt með­al­hófs og jafn­ræðis á meðal fólks í sam­bæri­legum störfum hjá hinu opin­ber­a,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent