Athuga hvort auglýsingar ráðherra standist jafnræðisreglu

Unnið er að lögfræðilegri úttekt fyrir forstöðumenn ríkisstofnana um hvort Björt Ólafsdóttir hafi mátt auglýsa öll störf stofnana sem undir hana heyra.

Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Auglýsing

Félag for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana hefur óskað eftir lög­fræði­legri úttekt á ákvörðun umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um að aug­lýsa öll störf for­stöðu­manna stofn­anna sem heyra undir ráðu­neytið laus til umsókn­ar.

For­stöðu­manna­fé­lagið veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun ráð­herra stand­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefði ákveðið að aug­lýsa stöðu for­stjóra Umhverf­is­stofn­unar lausa til umsókn­ar. Kristín Linda Árna­dóttir hefur gengt stöðu for­stjóra síðan árið 2008 og því fer öðru ráðn­ing­ar­tíma­bili hennar að ljúka. Kristín þarf að sækja um stöð­una á ný vilji hún gegna starf­inu áfram.

Aðrir for­stöðu­menn stofn­anna sem heyra undir ráðu­neyti Bjartar munu þurfa að sækja aftur um að loknum skip­un­ar­tíma sín­um, ef þeir vilja gegna starf­inu áfram.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana segir að fram­an­greind ákvörðun sé „úr takti við vinnu sem nú stendur yfir í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna breyt­inga Alþingis á lögum um kjara­ráð. Þær umbætur snúa að því að færa for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana undan kjara­ráði varð­andi starfs­kjör og koma á nýju verk­lagi varð­andi til dæmis launa­kjör og starfs­lok.“ Nið­ur­stöður vinnu við umræddar umbætur muni liggja fyrir á næstu mán­uð­um, segir í til­kynn­ing­unni.

Ævi­ráðn­­ingar í stjórn­­­sýsl­unni voru afnumdar með nýjum lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­­manna sem tók gildi um mitt ár 1996. Í 23. grein lag­anna segir að emb­ætt­is­­menn séu skip­aðir í fimm ár í senn. Sá vani hefur þó verið á að ráða sitj­andi for­­stjóra rík­­is­­stofn­ana áfram án þess að störf þeirra séu aug­lýst vilji þeir gegn starf­inu leng­­ur.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til að breyta þessu verk­lagi hjá hluta rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og Björt hefur nú stigið fyrsta skrefið í þeim mál­­um. Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að til standi að aug­lýsa fleiri stöður þegar skip­ana­­tími rennur út.

„Fé­lagið von­ast til þess að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra muni aðlaga ákvörðun sína að hinu nýja verk­lagi, þegar það liggur fyr­ir, enda verði með því gætt með­al­hófs og jafn­ræðis á meðal fólks í sam­bæri­legum störfum hjá hinu opin­ber­a,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent