Athuga hvort auglýsingar ráðherra standist jafnræðisreglu

Unnið er að lögfræðilegri úttekt fyrir forstöðumenn ríkisstofnana um hvort Björt Ólafsdóttir hafi mátt auglýsa öll störf stofnana sem undir hana heyra.

Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Björt Ólafsdóttir er umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar. Hún ætlar að auglýsa allar stöður forstöðumanna undirstofnana ráðuneytisins lausar að loknum skipunartíma sitjandi forstöðumanna.
Auglýsing

Félag for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana hefur óskað eftir lög­fræði­legri úttekt á ákvörðun umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um að aug­lýsa öll störf for­stöðu­manna stofn­anna sem heyra undir ráðu­neytið laus til umsókn­ar.

For­stöðu­manna­fé­lagið veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun ráð­herra stand­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­sýslu­laga. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á mið­viku­dag að Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefði ákveðið að aug­lýsa stöðu for­stjóra Umhverf­is­stofn­unar lausa til umsókn­ar. Kristín Linda Árna­dóttir hefur gengt stöðu for­stjóra síðan árið 2008 og því fer öðru ráðn­ing­ar­tíma­bili hennar að ljúka. Kristín þarf að sækja um stöð­una á ný vilji hún gegna starf­inu áfram.

Aðrir for­stöðu­menn stofn­anna sem heyra undir ráðu­neyti Bjartar munu þurfa að sækja aftur um að loknum skip­un­ar­tíma sín­um, ef þeir vilja gegna starf­inu áfram.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana segir að fram­an­greind ákvörðun sé „úr takti við vinnu sem nú stendur yfir í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna breyt­inga Alþingis á lögum um kjara­ráð. Þær umbætur snúa að því að færa for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana undan kjara­ráði varð­andi starfs­kjör og koma á nýju verk­lagi varð­andi til dæmis launa­kjör og starfs­lok.“ Nið­ur­stöður vinnu við umræddar umbætur muni liggja fyrir á næstu mán­uð­um, segir í til­kynn­ing­unni.

Ævi­ráðn­­ingar í stjórn­­­sýsl­unni voru afnumdar með nýjum lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­­manna sem tók gildi um mitt ár 1996. Í 23. grein lag­anna segir að emb­ætt­is­­menn séu skip­aðir í fimm ár í senn. Sá vani hefur þó verið á að ráða sitj­andi for­­stjóra rík­­is­­stofn­ana áfram án þess að störf þeirra séu aug­lýst vilji þeir gegn starf­inu leng­­ur.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til að breyta þessu verk­lagi hjá hluta rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og Björt hefur nú stigið fyrsta skrefið í þeim mál­­um. Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að til standi að aug­lýsa fleiri stöður þegar skip­ana­­tími rennur út.

„Fé­lagið von­ast til þess að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra muni aðlaga ákvörðun sína að hinu nýja verk­lagi, þegar það liggur fyr­ir, enda verði með því gætt með­al­hófs og jafn­ræðis á meðal fólks í sam­bæri­legum störfum hjá hinu opin­ber­a,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Félagi for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi
Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent