Einangrun gæludýra á Íslandi tímaskekkja

Samkvæmt nýrri skýrslu um stöðu innflutningsmála gæludýra er þörf á endurskoðun laga. Segja skýrsluhöfundar einangrun gæludýra við komu til landsins óþarfa tímaskekkju þegar litið er til framfara í vísindum og dýravelferðar- og mannréttindasjónarmiða.

Allir innfluttir kettir þurfa að vera í fjórar vikur í einangrun og sækja þarf um innflutningsleyfi hjá Matvælastofnun áður en dýrið getur komið inn í landið með eiganda sínum.
Allir innfluttir kettir þurfa að vera í fjórar vikur í einangrun og sækja þarf um innflutningsleyfi hjá Matvælastofnun áður en dýrið getur komið inn í landið með eiganda sínum.
Auglýsing

Áhættu­mat­ið, sem núver­andi lög um inn­flutn­ing gælu­dýra til Íslands eru byggð á, var unnið út frá röngum for­sendum og telst þar af leið­andi óvið­un­andi. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu inn­flutn­ings­mála gælu­dýra á Íslandi sem unnin var undir for­merkjum Félags ábyrgra hunda­eig­enda og kom út í sept­em­ber. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur ekki verið tekið til skoð­unar fyr­ir­komu­lag líkt og tíðkast í nágranna­löndum Íslands til að ann­ast eft­ir­fylgni inn­flutn­ings dýra, svo sem gælu­dýrapassa­kerfi.

Píratar hyggj­ast taka upp málið eftir kosn­ingar en í síð­ustu viku sendi Ásta Guð­rún Helga­dóttir inn fyr­ir­spurn vegna máls­ins til land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þar sem hún spurði meðal ann­ars hvort ekki þætti tíma­bært að end­ur­skoða inn­flutn­ings­lög­in.

Auglýsing

Varnir gegn smit­sjúk­dómum virka í öðrum löndum

Þorgerður Ösp ArnþórsdóttirSkýrslan var unnin af Þor­gerði Ösp Arn­þórs­dótt­ur, með­limi Félags ábyrgra hunda­eig­enda, og Guð­finnu Krist­ins­dótt­ur, stjórn­ar­með­limi. Að sögn Þor­gerðar Aspar var hún skrifuð sem sam­an­tekt stað­reynda og rök­stuðn­ings fyrir end­ur­skoðun lag­anna, aðal­lega svo þeir Alþing­is­menn, sem ætla sér að taka málið upp, geti sett sig inn í það. Hún segir skýrsl­una jafn­framt vera tól til að opna umræð­una um mál­efni gælu­dýra, deila fræðslu og skapa vett­vang fyrir sam­ræð­ur.

Enn­fremur kemur fram í skýrsl­unni að kröfur um bólu­setn­ing­ar, blóð­sýna­grein­ingar og sníkju­dýra­með­höndl­anir einar og sér, hafi reynst vel í öðrum löndum sem varnir gegn smit­sjúk­dómum við flutn­ing gælu­dýra milli landa. Ein­angrun gælu­dýra við komu til lands­ins sé óþörf tíma­skekkja þegar litið er til fram­fara í tækni og dýra­lækn­inga­vís­ind­um, sem og frá dýra­vel­ferð­ar- og mann­rétt­inda­sjón­ar­mið­um.

Þörf á nýju áhættu­mati

Starfs­hópur á vegum Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands hefur fjallað um mál­efnið í nálega þrjú ár og fund­aði nýlega með Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Þar var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að nýtt áhættu­mat þyrfti að fram­kvæma sem fyrst. Þor­gerður Ösp telur að mik­ill þrýst­ingur sé í þjóð­fé­lag­inu vegna þessa máls um þessar mund­ir, sér­stak­lega vegna langra biðlista sem eru eftir plássi í Ein­angr­un­ar­stöð­inni.

Þor­gerður segir að mik­ill hræðslu­á­róður ríki um málið í þjóð­fé­lag­inu og margir séu illa upp­lýst­ir. „Margir halda að ef ekki væri fyrir ein­angrun myndum við sjá stór­felldar sjúk­dóma­far­ald­ur, sem gæti ekki verið fjær raun­veru­leik­an­um. Öll þau for­skil­yrði sem dýrið þarf að upp­fylla áður en komið er til lands­ins eru meira en nægi­leg vörn. Ein­angr­unin gegnir engu gagni í þessu sam­heng­i,“ bendir hún á. 

Köttur í fangi eiganda.

Hún segir að Mat­væla­stofnun skýli sig á bak­við það að iðra­ormar hafi fund­ist í saur­sýnum hjá hundum í ein­angr­un. „Iðra­orm­ur­inn sem MAST skýlir sér á bak­við, Strongyloides stercoralis, finnst nú þegar á Íslandi. Svo fyrir utan það að helstu hýslar orms­ins eru mann­fólk, ekki hund­ar,“ segir hún. Þor­gerður telur að inn í þetta mál vanti gagn­sæi og fag­leg vinnu­brögð. Þess vegna mæli Hunda­rækt­ar­fé­lag Íslands og Félag ábyrgra hunda­eig­enda sterk­lega með að erlendur fag­að­ili vinni nýja áhættu­mat­ið.

Aðrir kostir ekki metnir

Að mati skýrslu­höf­unda var sem fyrr segir áhættu­mat­ið, sem núver­andi lög og reglu­gerðir eru byggð á, unnið út frá röngum for­send­um. Ekki var metin áhætta á sjúk­dóma­smiti nema út frá tveimur mögu­leik­um. Í fyrsta lagi að við­halda núver­andi varn­ar­að­gerðum sem eru bólu­setn­ing­ar, sníkju­dýra­með­höndl­an­ir, blóð­sýna­grein­ingar til stað­fest­ingar mótefn­is, sem og fjög­urra vikna ein­angr­un. Í öðru lagi hafi áhættan á smiti verið metin út frá því ef engar varn­ar­að­gerðir væru við­hafð­ar.

„Ekki voru skoð­aðir neinir mögu­leikar milli þess­ara tveggja, en ljóst er að mikið grátt svæði er þar í milli. Aldrei hefur verið unnið áhættu­mat sem metur til dæmis áhætt­una á smitum ef tekið yrði upp sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag og Evr­ópski gælu­dýrapass­inn eða ein­angrun stytt,“ segir Þor­gerður Ösp. Hún bætir við að núver­andi áhættu­mat verði því að telj­ast óvið­un­andi og nið­ur­stöðum þess aug­ljós­lega stýrt við vinnslu, þar sem einn af þeim tveimur mögu­leikum skoð­að­ir, að við­hafa engar varn­ar­að­gerð­ir, kom í raun aldrei til greina og sé frá­leit­ur. 

Hættan á smiti 1 á hverjum 40.000 árum

Þor­gerður Ösp segir að lönd sem svipa til Íslands í legu og ein­staks líf­ríkis hafi góðar sögur að segja af því að taka upp gælu­dýrapassa­kerfi. Sem dæmi má nefna Bret­landseyj­ar, sem áður voru með 6 mán­aða eina­grun. Unnið var nýtt áhættu­mat fyrir Bret­landseyjar sem sýndi fram á að virkni þeirra for­skil­yrða sem nú þegar eru við­höfð á Íslandi, þ.e. bólu­setn­ing­ar, sníkju­dýra­með­höndl­an­ir, og blóð­sýna­grein­ingar til stað­fest­ingar hunda­æð­is­mótefn­is, sé svo áhrifa­rík að þeir felldu niður ein­angrun með öllu.

Áhættu­mat Bret­landseyja var unnið árið 2000 og sýndi fram á áhættu á einu hunda­æð­is­smiti á hverjum 211 árum. Þor­gerður Ösp segir að ef þær tölur eru laus­lega aðlag­aðar hlut­falls­lega að Íslandi miðað við íbúa­fjölda megi ætla að hættan á hunda­æð­is­smiti á Íslandi, ef ein­angrun gælu­dýra yrði lögð af, sé eitt smit á hverjum fjör­tíu þús­und árum.

Hundar þurfa að vera í fjórar vikur í einangrun áður en þeir koma inn í landið.

Þving­aður aðskiln­aður mann­rétt­inda­brot

Telur Þor­gerður Ösp jafn­framt að fjög­urra vikna ein­angrun gælu­dýra, og þar með þving­aður aðskiln­aður eig­anda og gælu­dýrs, sé ekki í sam­ræmi við reglu­gerðir um dýra­vel­ferð. Í skýrsl­unni vitnar hún meðal ann­ars í rann­sóknir sem sýna fram á að aðskiln­að­ar­kvíði dýra er umfangs­meiri en það sem þekk­ist hjá mann­fólki, og dýr taka eig­endur sína fram yfir aðrar mann­eskjur fyrir umönn­un.

Mikil vöntun er á sér­hæfðum vinnu­hund­um, svo sem leið­sögu­hundum fyrir blinda og björg­un­ar­hund­um. „Ein­angr­unin getur sett þjálfun þeirra miklar skorður og er fram­kvæmd á því lífs­stigi hunds að hún getur hrein­lega orðið til þess að eyði­leggja mögu­leika hunds­ins á áfram­hald­andi vinn­u,“ segir hún.

Þor­gerður Ösp telur einnig að fólk, sem reiðir sig á þjón­ustu leið­sögu- eða ann­arra þjón­ustu­hunda, geti ekki ferð­ast með dýr til og frá lands­ins þar sem ein­angr­unin geti haft alvar­leg áhrif á þjálfun hunds­ins. Þá megi ætla að þetta sé ekki ein­ungis brot á rétt­indum fatl­aðra, heldur gangi þving­aður aðskiln­aður eig­anda og gælu­dýrs í raun svo langt að vera mann­rétt­inda­brot.

Vinnu­brögð þarf að end­ur­skoða

Óljóst er hver ber ábyrgð á dýr­unum á meðan þau dvelja í ein­angrun og eru þau ekki á neinn hátt tryggð fyrir slys­um. Þor­gerður Ösp segir að dæmi séu um að dýr hafi slasast í ein­angrun og eig­anda boðið að senda það aftur út til útflutn­ings­lands­ins, láta það vera slasað það sem eftir er dval­ar­innar eða að láta aflífa dýr­ið. Reglu­gerð­irnar sem stýra verk­ferlum í kringum inn­flutn­ing dýra þurfi yfir­haln­ingu, enda vísi þær í áhættu­mat sem byggt er á sandi. Telur hún þetta ástand óvið­un­andi og breyt­ingar á lögum löngu tíma­bærar og nauð­syn­leg­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent