Fyrsta vélmennið í heiminum hefur nú fengið ríkisborgararétt í Sádi-Arabíu. Frá þessu er grein í frétt DR. Þetta gerðist í tengslum við ráðstefnu í höfuðborginni Riyadh. Blaðamaðurinn Andrew Ross Sorkin hjá CNBC tilkynnti vélmenninu um ríkisborgararéttinn.
Vélmennið heitir Sophia og var hún ánægð og þakkaði fyrir sig. „Ég er mjög stolt og það er mér heiður að taka við þessari einstöku viðurkenningu. Það er sögulegt að vera fyrsta vélmennið í heiminum til að ríkisborgararétt,“ sagði Sophia í tilefni þess.
Sophia er þróaðasta vélmennið frá fyrirtækinu Hanson Robotics. Hún getur líkt eftir ýmiss konar andlitsdráttum og þekkt andlit. Hún getur horfst í augu við fólk og haldið uppi samræðum. Hún hefur farið í fjölda viðtala og meðal annars komið fram í 60 mínútum.
Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Margir hafa bent á að vélmennið fái réttindi sem aðrir í landinu hafa enn ekki fengið. Konur búa til að mynda við skert mannréttindi og telja margir að betra hefði verið að huga að þeim og réttindum þeirra áður en vélmenni fengi ríkisborgararétt.