Umhverfisstofnun fagnar minnkandi eldsneytisnotkun í sjávarútvegi

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016. Umhverfisstofnun segir þetta mikilvægt skref í rétta átt til að standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun fagnar sam­an­tekt SFS sem birt­ist í gær um nýt­ingu auð­linda og umhverf­is­spor í sjáv­ar­út­veg­inum og þeim árangri sem hefur náðst sem sé mik­il­vægt skref í rétta átt til að stand­ast alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi nýja umhverf­is­skýrslu SFS.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una þegar hún kom út en þar kom meðal ann­ars fram að elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafi í heild minnkað um tæp­lega 43 pró­sent frá árinu 1990 til árs­ins 2016 og áætlað sé að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030. 

Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að fiski­bræðsla verði nær ein­göngu knúin með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skipum með ljósa­vél sem liggja í höfn heyri til und­an­tekn­inga. Gangi þetta eftir muni elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist saman um 54 pró­sent á tíma­bil­inu.

Umhverf­is­stofnun metur árlega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar og skilar skýrslu um los­un­ina til Fram­kvæmda­stjórn ESB og Lofts­lags­samn­ings sam­ein­uðu þjóð­anna. Í þeirri skýrslu er los­unin gefin upp sam­kvæmt flokkum sem gefnir eru upp í leið­bein­inga­riti IPCC og er því losun frá sjáv­ar­út­vegi gefin upp í fleiri en einum flokki.

Auglýsing

Í svari Umhverf­is­stofn­unar segir að skýrsla SFS byggi ekki beint á skýrsl­unni sem Ísland skilar til ESB eða UNFCCC og geti því verið smá­vægi­legur munur á fram­setn­ingu gagna og aðferða­fræði sem notuð er í umræddri skýrslu og í los­un­ar­bók­haldi Íslands.

Hins vegar virð­ist stóra myndin vera í sam­ræmi við þeirra tölur sem einnig sýna sam­drátt um yfir 40 pró­sent vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti miðað við árið 1990.

„Það sem vantar inn í sviðs­mynd­ina, eins og rétti­lega kemur fram í skýrsl­unni, er losun frá fiski­skipum sem sigla á fjar­læg mið og það elds­neyti sem sett er á skip erlend­is. Sú losun yrði gefin upp í los­un­ar­bók­haldi þess ríkis sem elds­neytið er keypt í.

Í skýrsl­unni er áherslan á losun vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti, en ekki er tekið mið af losun vegna t.d. leka á F-gösum frá kæli-/frysti­kerfum tengdum sjáv­ar­út­vegi (fiski­skip, frysti­hús). Hlýn­un­ar­máttur F-gasa er mjög hár og því getur lítil losun haft umtals­verð gróð­ur­húsa­á­hrif. Einnig er fellur til úrgang­ur, eins og einnig kemur fram í skýrsl­unni, sem veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent