Umhverfisstofnun fagnar minnkandi eldsneytisnotkun í sjávarútvegi

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016. Umhverfisstofnun segir þetta mikilvægt skref í rétta átt til að standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun fagnar sam­an­tekt SFS sem birt­ist í gær um nýt­ingu auð­linda og umhverf­is­spor í sjáv­ar­út­veg­inum og þeim árangri sem hefur náðst sem sé mik­il­vægt skref í rétta átt til að stand­ast alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi nýja umhverf­is­skýrslu SFS.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una þegar hún kom út en þar kom meðal ann­ars fram að elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafi í heild minnkað um tæp­lega 43 pró­sent frá árinu 1990 til árs­ins 2016 og áætlað sé að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030. 

Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að fiski­bræðsla verði nær ein­göngu knúin með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skipum með ljósa­vél sem liggja í höfn heyri til und­an­tekn­inga. Gangi þetta eftir muni elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist saman um 54 pró­sent á tíma­bil­inu.

Umhverf­is­stofnun metur árlega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar og skilar skýrslu um los­un­ina til Fram­kvæmda­stjórn ESB og Lofts­lags­samn­ings sam­ein­uðu þjóð­anna. Í þeirri skýrslu er los­unin gefin upp sam­kvæmt flokkum sem gefnir eru upp í leið­bein­inga­riti IPCC og er því losun frá sjáv­ar­út­vegi gefin upp í fleiri en einum flokki.

Auglýsing

Í svari Umhverf­is­stofn­unar segir að skýrsla SFS byggi ekki beint á skýrsl­unni sem Ísland skilar til ESB eða UNFCCC og geti því verið smá­vægi­legur munur á fram­setn­ingu gagna og aðferða­fræði sem notuð er í umræddri skýrslu og í los­un­ar­bók­haldi Íslands.

Hins vegar virð­ist stóra myndin vera í sam­ræmi við þeirra tölur sem einnig sýna sam­drátt um yfir 40 pró­sent vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti miðað við árið 1990.

„Það sem vantar inn í sviðs­mynd­ina, eins og rétti­lega kemur fram í skýrsl­unni, er losun frá fiski­skipum sem sigla á fjar­læg mið og það elds­neyti sem sett er á skip erlend­is. Sú losun yrði gefin upp í los­un­ar­bók­haldi þess ríkis sem elds­neytið er keypt í.

Í skýrsl­unni er áherslan á losun vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti, en ekki er tekið mið af losun vegna t.d. leka á F-gösum frá kæli-/frysti­kerfum tengdum sjáv­ar­út­vegi (fiski­skip, frysti­hús). Hlýn­un­ar­máttur F-gasa er mjög hár og því getur lítil losun haft umtals­verð gróð­ur­húsa­á­hrif. Einnig er fellur til úrgang­ur, eins og einnig kemur fram í skýrsl­unni, sem veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent