Umhverfisstofnun fagnar minnkandi eldsneytisnotkun í sjávarútvegi

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016. Umhverfisstofnun segir þetta mikilvægt skref í rétta átt til að standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun fagnar sam­an­tekt SFS sem birt­ist í gær um nýt­ingu auð­linda og umhverf­is­spor í sjáv­ar­út­veg­inum og þeim árangri sem hefur náðst sem sé mik­il­vægt skref í rétta átt til að stand­ast alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi nýja umhverf­is­skýrslu SFS.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una þegar hún kom út en þar kom meðal ann­ars fram að elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafi í heild minnkað um tæp­lega 43 pró­sent frá árinu 1990 til árs­ins 2016 og áætlað sé að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030. 

Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að fiski­bræðsla verði nær ein­göngu knúin með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skipum með ljósa­vél sem liggja í höfn heyri til und­an­tekn­inga. Gangi þetta eftir muni elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist saman um 54 pró­sent á tíma­bil­inu.

Umhverf­is­stofnun metur árlega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar og skilar skýrslu um los­un­ina til Fram­kvæmda­stjórn ESB og Lofts­lags­samn­ings sam­ein­uðu þjóð­anna. Í þeirri skýrslu er los­unin gefin upp sam­kvæmt flokkum sem gefnir eru upp í leið­bein­inga­riti IPCC og er því losun frá sjáv­ar­út­vegi gefin upp í fleiri en einum flokki.

Auglýsing

Í svari Umhverf­is­stofn­unar segir að skýrsla SFS byggi ekki beint á skýrsl­unni sem Ísland skilar til ESB eða UNFCCC og geti því verið smá­vægi­legur munur á fram­setn­ingu gagna og aðferða­fræði sem notuð er í umræddri skýrslu og í los­un­ar­bók­haldi Íslands.

Hins vegar virð­ist stóra myndin vera í sam­ræmi við þeirra tölur sem einnig sýna sam­drátt um yfir 40 pró­sent vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti miðað við árið 1990.

„Það sem vantar inn í sviðs­mynd­ina, eins og rétti­lega kemur fram í skýrsl­unni, er losun frá fiski­skipum sem sigla á fjar­læg mið og það elds­neyti sem sett er á skip erlend­is. Sú losun yrði gefin upp í los­un­ar­bók­haldi þess ríkis sem elds­neytið er keypt í.

Í skýrsl­unni er áherslan á losun vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti, en ekki er tekið mið af losun vegna t.d. leka á F-gösum frá kæli-/frysti­kerfum tengdum sjáv­ar­út­vegi (fiski­skip, frysti­hús). Hlýn­un­ar­máttur F-gasa er mjög hár og því getur lítil losun haft umtals­verð gróð­ur­húsa­á­hrif. Einnig er fellur til úrgang­ur, eins og einnig kemur fram í skýrsl­unni, sem veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent