Umhverfisstofnun fagnar minnkandi eldsneytisnotkun í sjávarútvegi

Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 til ársins 2016. Umhverfisstofnun segir þetta mikilvægt skref í rétta átt til að standast alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Áætlað er að sjávarútvegur dragi úr eldsneytisnotkun um 134 þúsund tonn á tímabilinu 1990 til 2030.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun fagnar sam­an­tekt SFS sem birt­ist í gær um nýt­ingu auð­linda og umhverf­is­spor í sjáv­ar­út­veg­inum og þeim árangri sem hefur náðst sem sé mik­il­vægt skref í rétta átt til að stand­ast alþjóð­legar skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. Þetta kemur fram í svari stofn­un­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans varð­andi nýja umhverf­is­skýrslu SFS.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una þegar hún kom út en þar kom meðal ann­ars fram að elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafi í heild minnkað um tæp­lega 43 pró­sent frá árinu 1990 til árs­ins 2016 og áætlað sé að sjáv­ar­út­vegur dragi úr elds­neyt­is­notkun um 134 þús­und tonn á tíma­bil­inu 1990 til 2030. 

Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að fiski­bræðsla verði nær ein­göngu knúin með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skipum með ljósa­vél sem liggja í höfn heyri til und­an­tekn­inga. Gangi þetta eftir muni elds­neyt­is­notkun í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist saman um 54 pró­sent á tíma­bil­inu.

Umhverf­is­stofnun metur árlega losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ingar og skilar skýrslu um los­un­ina til Fram­kvæmda­stjórn ESB og Lofts­lags­samn­ings sam­ein­uðu þjóð­anna. Í þeirri skýrslu er los­unin gefin upp sam­kvæmt flokkum sem gefnir eru upp í leið­bein­inga­riti IPCC og er því losun frá sjáv­ar­út­vegi gefin upp í fleiri en einum flokki.

Auglýsing

Í svari Umhverf­is­stofn­unar segir að skýrsla SFS byggi ekki beint á skýrsl­unni sem Ísland skilar til ESB eða UNFCCC og geti því verið smá­vægi­legur munur á fram­setn­ingu gagna og aðferða­fræði sem notuð er í umræddri skýrslu og í los­un­ar­bók­haldi Íslands.

Hins vegar virð­ist stóra myndin vera í sam­ræmi við þeirra tölur sem einnig sýna sam­drátt um yfir 40 pró­sent vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti miðað við árið 1990.

„Það sem vantar inn í sviðs­mynd­ina, eins og rétti­lega kemur fram í skýrsl­unni, er losun frá fiski­skipum sem sigla á fjar­læg mið og það elds­neyti sem sett er á skip erlend­is. Sú losun yrði gefin upp í los­un­ar­bók­haldi þess ríkis sem elds­neytið er keypt í.

Í skýrsl­unni er áherslan á losun vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti, en ekki er tekið mið af losun vegna t.d. leka á F-gösum frá kæli-/frysti­kerfum tengdum sjáv­ar­út­vegi (fiski­skip, frysti­hús). Hlýn­un­ar­máttur F-gasa er mjög hár og því getur lítil losun haft umtals­verð gróð­ur­húsa­á­hrif. Einnig er fellur til úrgang­ur, eins og einnig kemur fram í skýrsl­unni, sem veldur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ segir í svari Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Meira úr sama flokkiInnlent