Konur í iðngreinum rjúfa þögnina

Konur í iðngreinum og hefðbundnum karlastörfum segja mikilvægt að eyða þessu „konur kunna ekki“-viðhorfi úr iðnaðarstörfum á Íslandi. Þær hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær segjast vilja fá að vinna í friði frá áreitni, ofbeldi og mismunun.

pexels-photo-220680_metoo.jpg
Auglýsing

Konur í iðngreinum og hefðbundnum karlastörfum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær greina frá því að kynbundin mismunun, áreitni og ofbeldi eigi sér stað í iðngreinum. Þær krefjast þess að vera teknar alvarlega og að þær geti sagt frá án þess að það komi niður á þeim í starfi.

Nú þegar hafa safnast 54 undirskriftir á sérstakri undirskriftasíðu og fylgja 8 sögur með yfirlýsingunni þar sem konurnar lýsa reynslu sinni af ofbeldi, mismunun og áreitni.

„Það er mikilvægt að eyða þessu „konur kunna ekki“-viðhorfi úr iðnaðarstörfum á Íslandi. Við tókum sama nám og sömu próf og þeir iðnaðarmenn sem við vinnum með og í mörgum tilvikum meiri reynslu en margir aðrir, en samt á að mismuna og niðurlægja okkur fyrir það eitt að hafa píku,“ segir í yfirlýsingunni.

Auglýsing

Vann hjá mjög stóru og góðu fyrirtæki í tæp 4 ár. Vinnan var rosalega skemmtileg og áhugaverð en sama var ekki hægt að segja um móralinn sem mætti mér. Þó margir tóku mér vel þá voru það nokkrir sem höfðu yndi á vera leiðinlegir við einu stelpuna og ég fékk vel að finna fyrir því í gegnum árin.

Einn sagði við mig þegar ég var nýbyrjuð að hann væri að bíða spenntur eftir að ég myndi gera mistök svo hann gæti gert grín af mér.

Yfir árin fékk ég setningar eins og:

„ég hef engan áhuga hvað þú hefur að segja tussan þín“

„það er ekkert gagn af þér því þú vinnur ekki yfirvinnu“ (Mörg börn á heimili)

Þetta er bara brot af því sem var sagt við mig.

Fann það þegar ég hætti hversu mikil léttir andlega það var þegar ég hætti.

Erfitt fyrir konur í iðngreinum að koma fram

„Að þurfa að hlusta á athugasemdir um útlit sitt, hvernig fötum maður klæðist, uppspunnar sögur, óumbeðnar snertingar og káf, uppnefni, niðurlæging fyrir framan aðra, óviðeigandi skilaboð/myndir á Facebook og í SMS-um, kynferðisleg áreitni frá eldri mönnum fær mann til að gefast upp,“ segir í yfirlýsingunni. 

Enn fremur segir að í iðnstörfum sé það oft þannig að þegar strákar byrja í vinnu séu þeir álitnir góðir þangað til annað kemur í ljós en konur þurfi hins vegar að vinna hart að því að vera álitnar góðar. Þegar hópar komi í heimsóknir í fyrirtækin sem þær vinna hjá upplifi þær sig sem sýningardýr þar sem passað sé upp á að sýna konurnar á vinnustaðnum.

„Við eigum ekki að þurfa að fara niður á það plan að sætta okkur við kynferðislega brandara, káf og grín á okkar kostnað til að geta unnið með körlum.

Það er mjög erfitt fyrir konur í iðngreinum að koma fram og greina frá sínum sögum því afar auðvelt er að rekja þær til okkar aftur. Við teljum þó nauðsynlegt að rödd okkar heyrist í stað þess að ætlast til þess að við séum ekki með vesen og hundsum kynferðislega áreitni. Hingað til hafa gerendur sloppið auðveldlega þegar við þorum að segja frá meðan við erum jafnvel teknar úr verkefnum frekar en gerandinn,“ segja þær. 

Í vinnustaðapartý

Einn um 20 árum eldri en ég og giftur rennir hendinni undir pilsið upp lærið á mér. Ég ýti henni ákveðið frá mér og hunsaði þetta og lét eins og ekkert sé eins og venjulegu rassaklípingar og pot sem maður átti til að fá.

Skrapp á klósettið seinna um kvöldið sem var aðeins frá partýinu þar situr hann um mig rétt hjá og ýtir mér og þrýstir mig upp við vegg og rekur tungunni uppí mig og grípur um klofið á mér, heldur mér fast og segir hvað honum langar að ríða mér

Ég náði að ýta mér frá. En fór fljótlega heim og dauðkveið fyrir að fara að vinna aftur með þessum manni en hann lét eins og ekkert sé og ég sagði aldrei neitt.

Menn líti í eigin barm

Þær bæta við að sem betur fer séu fá skemmd epli í hópnum og að þær hafi unnið með frábærum mönnum sem hafa komið fram af jafnrétti og virðingu. Þær vona innilega að þeir sem koma svona illa fram við kvenfólk líti í eigin barm og taki sig á því kynferðisleg áreitni og niðurlæging er óásættanleg.

„Við krefjumst þess að allir samstarfsmenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í karllægum iðnaðarstörfum komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni.“

Yfirlýsingin og sögurnar í heild sinni

Kyn­bundin mis­mun­un, áreitni og ofbeldi á sér stað í iðn­grein­um. Við krefj­umst þess að vera teknar alvar­lega og að við getum sagt frá án þess að það komi niður á okkur í starfi.

Það er mik­il­vægt að eyða þessu “konur kunna ekki” við­horfi úr iðn­að­ar­störfum á Íslandi. Við tókum sama nám og sömu próf og þeir iðn­að­ar­menn sem við vinnum með og í mörgum til­vikum meiri reynslu en margir aðr­ir, en samt á að mis­muna og nið­ur­lægja okkur fyrir það eitt að hafa píku.

Að þurfa að hlusta á athuga­semdir um útlit sitt, hvernig fötum maður klæð­ist, upp­spunnar sög­ur, óum­beðnar snert­ingar og káf, upp­nefni, nið­ur­læg­ing fyrir framan aðra, óvið­eig­andi skila­boð/­myndir á Face­book og í SMS-um, kyn­ferð­is­leg áreitni frá eldri mönnum fær mann til að gef­ast upp.

Í iðn­störfum er það oft þannig að þegar strákar byrja í vinnu eru þeir álitnir góðir þangað til annað kemur í ljós en konur þurfa hins vegar að vinna hart að því að vera álitnar góð­ar. Þegar hópar koma í heim­sóknir í fyr­ir­tækin sem við vinnum hjá upp­lifum við okkur sem sýn­ing­ar­dýr þar sem er passað upp á að sýna kon­urnar á vinnu­staðn­um.

Við eigum ekki að þurfa að fara niður á það plan að sætta okkur við kyn­ferð­is­lega brand­ara, káf og grín á okkar kostnað til að geta unnið með körl­um.

Það er mjög erfitt fyrir konur í iðn­greinum að koma fram og greina frá sínum sögum því afar auð­velt er að rekja þær til okkar aft­ur. Við teljum þó nauð­syn­legt að rödd okkar heyr­ist í stað þess að ætl­ast til þess að við séum ekki með vesen og hundsum kyn­ferð­is­lega áreitni. Hingað til hafa ger­endur sloppið auð­veld­lega þegar við þorum að segja frá meðan við erum jafn­vel teknar úr verk­efnum frekar en ger­and­inn.

Sem betur fer eru fá skemmd epli í hópnum og við höfum unnið með frá­bærum mönnum sem hafa komið fram af jafn­rétti og virð­ingu, við vonum inni­lega að þeir sem koma svona illa fram við kven­fólk líti í eigin barm og taki sig á því kyn­ferð­is­leg áreitni og nið­ur­læg­ing er óásætt­an­leg.

Við krefj­umst þess að allir sam­starfs­menn okkar taki ábyrgð á að upp­ræta vanda­mál­ið, að við­eig­andi yfir­völd, stétt­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki í karllægum iðn­að­ar­störfum komi sér upp verk­ferlum og við­bragðs­á­ætlun gegn kyn­bund­inni áreitni.

Sögur

1. Í vinnu­staða­partý

Einn um 20 árum eldri en ég og giftur rennir hend­inni undir pilsið upp lærið á mér. Ég ýti henni ákveðið frá mér og huns­aði þetta og lét eins og ekk­ert sé eins og venju­legu rassa­klíp­ingar og pot sem maður átti til að fá.

Skrapp á kló­settið seinna um kvöldið sem var aðeins frá partý­inu þar situr hann um mig rétt hjá og ýtir mér og þrýstir mig upp við vegg og rekur tung­unni uppí mig og grípur um klofið á mér, heldur mér fast og segir hvað honum langar að ríða mér

Ég náði að ýta mér frá. En fór fljót­lega heim og dauð­kveið fyrir að fara að vinna aftur með þessum manni en hann lét eins og ekk­ert sé og ég sagði aldrei neitt.

2. Ég var að vinna í nýbygg­ingu í nokkra mán­uði. Mér fannst það mjög gam­an. Þetta var mjög óþrifa­leg vinna og flest allir skiptu um föt á staðnum nema kannski þeir sem voru á vinnu­bíl. En aðstaðan sem við höfðum var bara lit­ill gámur, þar sem við geymdum ver­færi, vinnu­föt og var líka kaffi­stofa. Mér fannst alls ekki skemmti­legt að þurfa að skipta um föt fyrir framan alla kall­ana og vera mæld út. Ég vildi ekki “tuða” um aðbún­að­inn, því þá vissi ég að ég yrði tekin úr verk­inu. Þess í stað reyndi ég að koma fyrst og fara síð­ust.

3. Vann hjá mjög stóru og góðu fyr­ir­tæki í tæp 4 ár. Vinnan var rosa­lega skemmti­leg og áhuga­verð en sama var ekki hægt að segja um móral­inn sem mætti mér. Þó margir tóku mér vel þá voru það nokkrir sem höfðu yndi á vera leið­in­legir við einu stelpuna og ég fékk vel að finna fyrir því í gegnum árin.

Einn sagði við mig þegar ég var nýbyrjuð að hann væri að bíða spenntur eftir að ég myndi gera mis­tök svo hann gæti gert grín af mér.

Yfir árin fékk ég setn­ingar eins og:

„ég hef engan áhuga hvað þú hefur að segja tussan þín“

„það er ekk­ert gagn af þér því þú vinnur ekki yfir­vinnu“ (Mörg börn á heim­ili)

Þetta er bara brot af því sem var sagt við mig.

Fann það þegar ég hætti hversu mikil léttir and­lega það var þegar ég hætti.

4. Þegar ég hóf störf hjá stóru fyr­ir­tæki fékk ég laun sam­kvæmt kjara­samn­ingi míns fag­fé­lags. Fljót­lega voru gerðir nýjir samn­ingar og þá upp­götv­aði ég að karl­arnir voru allir á mun hærra kaupi en ég, líka þeir ófag­lærðu. Ég var ekki sátt og hafði sam­band við stétt­ar­fé­lagið mitt, for­mað­ur­inn sem þá var og er enn varð fyrir svör­um. Hans útskýr­ingar voru ein­fald­ar, ein­göngu lélegir fag­menn fengju borgað sam­kvæmt kjara­samn­ingi!

Fljót­lega dreif ég mig í að taka meistar­rétt­indi og hækk­aði þá um tugi þús­unda í laun­um, vinnu­fé­lag­arnir sögð­ust ekki þurfa þau rétt­ind­i....þeir voru löngu komnir á laun­in.

Allan tím­ann sem ég vann hjá þessu fyr­ir­tæki voru brand­arar og umtal um konur niðr­andi, dag einn var ég með ban­ana með mér í nesti. Ég hafði merkt hann og yfir­mað­ur­inn kom labbandi, greip ban­an­ann og varð veru­lega von­svik­inn þegar hann sá nafnið mitt. Sagði við mig að hann hefði verið að spá í að skrifa nöfn þeirra strák­anna, þeir gætu þá velt ban­anum og skorið úr hver ætti að taka mig fyrst­ur! Ég gat hrein­lega ekk­ert sag­t....

Dag­ur­inn sem ég hætti var dásam­leg­ur, ég varð frjáls en síð­ustu orð þessa yfir­manns voru á þá leið að ég skyldi átta mig á að allt sem ég segði um vinnu­stað­inn myndi hann frétta, ég skyldi því passa vel hvað ég segði úti í bæ. Í marga mán­uði pass­aði ég að segja engum frá þessu en í dag hef ég engu að tapa, afhverju ætti ég að þegja þegar skömmin er yfir­manns­ins?

5. Þegar ég rúm­lega tví­tug tók sveins­prófið þá kom sonur ann­ars próf­dóm­ar­ans til mín, eft­ir­minni­legur því þeir bera sér­stakt eft­ir­nafn, og gaf mér tvo kosti. Fyrri var að sofa hjá honum og þá myndi ég ná prófin en seinni var að gera gera það ekki og þá myndi hann láta pabba sinn fella mig. Ég tók seinni kost­inn, fór með veru­lega ýfðar fjaðrir í prófið en pabb­inn mældi mig upp og nið­ur, sagði svo með fyr­ir­litn­ing­ar­svip "Hvað heldur þú eig­in­lega að þú sér­t?"

Skemmst frá því að segja að upp­reisn mín varð alger, ég kláraði prófið með glæsi­brag, rúm­lega 30 mín fljót­ari en strák­ur­inn sem var með mér í próf­inu. Og fékk glæsi­lega ein­kunn í þokka­bót.

6. Var á jóla­hlað­borði með vinnu­fé­lögum og mök­um. Það var mjög gam­an. Eftir mat­inn fórum við mörg á dans­gólfið og döns­uðum svona öll saman í hring. Það var maður sem dans­aði við hlið­ina á mér. (Hann vann á annarri deild en ég en sam­starfið var mikið á milli okkar deilda. Tek það fram að hann er gift­ur.) 

Þegar það var vel liðið á kvöld­ið, þá tekur hann allt í einu í upp­hand­legg­ina á mér og spyr mig hvað ég sé að pæla. Ég skildi ekk­ert við hvað hann átti. Sagð­ist bara ætla að dansa hér til kl.01 og keyra svo heim og fara út að ganga með hund­inn minn. Þá seg­ist hann ekki meina það og spyr hvað ég vilji (orðin svo­lítið æst­ur). Ég ríf mig lausa og seg­ist ekki skilja hvað hann sé að meina. Þá tekur hann um and­litið á mér og heldur mér fast og seg­ir: „Ég veit ekki hverjum þú ætlar að sofa hjá í kvöld. Þegar þú gengur um gang­ana og dillar boss­anum þá vilja allir í fyr­ir­tæk­inu sofa hjá þér­“. 

Ég sagð­ist ekki gera ráð fyrir að allir mínir sam­starfs­menn hugs­uðu svona og fyrir utan að helm­ing­ur­inn af þeim gætu verið synir mín­ir. Það væri alla veg­anna alveg á hreinu að svona hugs­aði ég ekki um mína sam­starfs­menn. Þá sagði hann að hann væri að minnsta kosti alveg til í að fara heim með mér. Ég reif mig aftur lausa og sagði honum að nú væri hann búinn að eyði­legga fyrir mér kvöld­ið. Því ég ætl­aði heim. 

Ég reyndi að láta sem ekk­ert væri þegar ég mætti í vinn­una en þegar okkur vant­aði efni frá hans deild lang­aði mig ekki til að sækja það. Ég sagði sam­starfs­manni mínum hvers kyns væri og hann fór og sótti það. En því miður þurfti hann að segja frá því af hverju ég vildi ekki sækja efn­ið. Þetta fannst mönn­unum á hinni deild­inni mjög fynd­ið. Mér fannst það mjög nið­ur­lægj­and­i. 

Ég fór og tal­aði við fram­kvæmda­stjór­ann sem er tók mér virki­lega vel og bað um að fá að skoða þetta mál. En svo ákvað ég sjálf að fara og tala við þenn­ann mann og skila skömminni. Hann bar við ölvun en baðst samt afsök­un­ar. En sam­skiptin á milli okkar urðu aldrei eins. Hann virk­aði frekar þurr. Og mér leið ekki vel með þá til­hugsun að menn væru að ræða sín á milli að langa til að sofa hjá mér.

7. Ég var oft að leysa af sem verk­stjóri í minni deild. Eitt sinn kom maður inn til okk­ar. Þegar hann kemur inn þá segir hann: "Vó! bara komin flott kona hérna". "Get ég fengið að tala við verk­stjór­ann?" Og ég segi: "Já, get ég aðstoð­að". Þá segir hann: "Nei, get ég fengið að tala við hinn". Nei, því miður segi ég og bíð honum aftur aðstoð. Hann var ekki mjög sáttur en málið leyst­ist samt far­sæl­lega.

8. Það kom maður á verk­stæðið hjá okk­ur. Þegar hann sér mig þá segir hann. „Hvað er þetta! Eruð þið bara komnir með konu. Ég hélt að það væri ekki hægt að kenna konu raf­virkj­un.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent