Gyðinglegum friðarsamtökum neitað inngöngu í Ísrael

Meðlimir í friðarsamtökunum Jewish voice for peace eru komnir á svartan lista hjá ísraelskum stjórnvöldum og mega þar af leiðandi ekki fara inn í landið. Nítján önnur samtök eru á listanum.

Jewish voice for peace mótmæla í Seattle árið 2007.
Jewish voice for peace mótmæla í Seattle árið 2007.
Auglýsing

Ísra­elsk stjórn­völd birtu síð­ast­lið­inn sunnu­dag lista yfir þau sam­tök sem fá ekki að koma inn fyrir landa­mæri þeirra. Svo­nefndur BDS-­bann­listi var gef­inn út af örygg­is­mála­ráðu­neyti Ísra­els [sem stofnað var árið 2006 til að fást við meinta erlenda ógn­valda eins og Íran]. Frið­ar­sam­tökin Jewish Voice for Peace eru á þessum lista.

Frá þessu er greint á ísra­elska frétta­miðl­inum Haar­etz.

Með­limum þeirra 20 landa sem eru á list­anum verður varnað inn­göngu í landið vegna stuðn­ings þeirra við hreyf­ing­una sem stendur fyrir snið­göngu ísra­el­skra vara, fjár­los­un­ar­að­gerðum úr land­inu og efna­hags­legu refsi­að­gerðum gegn ísra­elsku stjórn­inni (BDS). Á list­anum er fyrst og fremst að finna sam­tök frá Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku, auk hópa frá rómönsku Amer­íku, hóps frá Suður Afr­íku og alþjóð­legra regn­hlíf­ar­sam­taka.

Auglýsing

Nóbels­verð­launa­hafi á list­anum

Nafn sam­tak­anna Amer­ican Fri­ends Services Committee, kvekara­sam­taka sem hlutu Frið­ar­verð­laun Nóbels árið 1947 fyrir að aðstoða og bjarga fólki sem nas­ist­arnir ofsóttu, er að finna á list­anum yfir þau sam­tök sem ísra­elsk stjórn­völd hafa lýst yfir að þau muni neita um aðgang inn í land­ið. Á laug­ar­dag­inn var búið að koma í ljós að gyð­ing­legu frið­ar­sam­tökin Jewish Voice for Peace (JVP) voru á list­an­um.

„Sú ákvörðun Ísra­els­manna að banna JVP sér­stak­lega að koma inn í landið er áhyggju­efni en kemur ekki á óvart í ljósi hrörn­unar á lýð­ræð­is­legum við­miðum og auk­innar hræðslu í garð BDS-hreyf­ing­ar­innar í Ísra­el,“ sagði Rebecca Vil­komer­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna. „Við látum ekki kúga okkur til hlýðni með þessum til­raunum til að refsa okkur fyrir heil­brigð stjórn­mála­leg sjón­ar­mið sem eru að öðl­ast stuðn­ing æ fleiri gyð­inga og ann­ars fólks víðs vegar um ver­öld­ina.“

Segj­ast snúa vörn í sókn

örygg­is­mála­ráð­herr­ann Gilat Erdan sagði að Ísra­elar hefði snúið vörn í sókn. „Snið­göngu­sam­tökin þurfa að vita að ísra­elska ríkið mun streit­ast á móti þeim og ekki leyfa þeim að fara inn á land­svæði þess til að vinna borg­urum þess mein.“

„Ekk­ert land myndi leyfa gagn­rýnendum sínum að koma inn í landið til að vinna land­inu mein,“ bætti hann við.

Inn­an­rík­is­ráð­herr­ann Arye Dery - en ráðu­neyti hans verður gert að fram­fylgja list­anum - sagði að þetta fólk væri að reyna að not­færa sér lögin og gest­risni þeirra til að vinna gegn Ísr­ael og ófrægja land­ið. „Ég mun vinna gegn þessu með öllum til­tækum ráðum,“ sagði ráð­herr­ann.

Daniel Sokatch, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna New Isr­ael Fund, svar­aði á þennan veg. „Það að banna stjórn­mála­lega and­stöðu er hátta­lag alræð­is­stjórna, ekki lýð­ræð­is­stjórn­a,“ sagði hann og bætti við að afstaða þeirra væri byggð á heil­ind­um. „Við styðjum ekki BDS-hreyf­ing­una. Við stöndum gegn ferða­banni rík­is­stjórn­ar­innar og öllu því sem hún gerir til að refsa þeim sem hún er ósam­mála.“

Fólki áður verið neitað inn­göngu

Áður hefur nokkrum ein­stak­lingum verið neitað um aðgang inn í Ísr­ael vegna stuðn­ings þeirra við BDS-hreyf­ing­una. Isa­bel Phiri, mala­vískum rík­is­borg­ara sem býr í Sviss og er stofn­með­limur í sam­tök­unum World Council of Churches, var komið fyrir í flugi aftur til síns heima eftir að hún lenti á Ben-G­urion flug­vell­inum í des­em­ber árið 2016.

Inn­flytj­enda­stofnun inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði að það hefði verið í fyrsta sinn sem ísra­elska ríkið væri bein­línis að neita ferða­manni um aðgang inn í landið „fyrir and-ísra­elskar aðgerðir og fyrir stuðn­ing hans við snið­göngu­að­gerðir gegn land­inu á sviði fjár­mála, menn­ing­ar­mála og mennta­mála.“

Neit­uðu á gefa upp list­ann

Mán­uðum saman hefur örygg­is­mála­ráðu­neytið neitað að gefa það út hvaða sam­tök væru á list­an­um. Þó voru teymi úr örygg­is­mála­ráðu­neyt­inu og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu búin að draga upp þær for­sendur sem yrðu not­aðar til þess að banna aðgerð­ar­sinnum að koma inn í land­ið.

Þeim sem eru hátt settir í þeim sam­tökum sem eru á list­anum verður mein­aður aðgangur inn í land­ið, en einnig virkum aðgerð­ar­sinnum innan sam­tak­anna hvort sem þeir gegna ein­hverju emb­ætti þar eður ei. Borg­ar­stjórum og öðrum stjórn­endum sem styðja snið­göngu­að­gerðir statt og stöðugt verður líka neitað um aðgang inn í land­ið, sem og aðgerð­ar­sinnum sem koma til lands­ins á vegum ein­hverra sam­taka á bann­list­anum eða sem hluti af sendi­nefnd sem eitt þeirra sam­taka hefur átt frum­kvæði að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent