Varað við óveðri - Aðgerðastjórn í Skógarhlíð virkjuð

Brjálað veður er nú víða, og vindhviður geta verið varasamar þeim sem eru á ferli.

Veður110118
Auglýsing

Björg­un­ar­sveitir hafa haft í nógu að snú­ast á suð­vest­ur­horni lands­ins í dag vegna veð­urofsa sem nú gengur yfir. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veð­ur­stofu Íslands geta vind­hviður verið vara­samar og má búast við mjög snörpum vind­hviðum við fjöll, t.d. á Kjal­ar­nesi og við Hafn­ar­fjall.

Aðgerða­stjórn hefur verið virkjuð í Skóg­ar­hlíð til að hafa umsjón með verk­efnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en óhöpp hafa verið óveru­leg og björg­un­ar­starf gengið vel.

Fólk hefur verið varað við því að vera á ferli að óþörfu.

Auglýsing

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar var kölluð út í sjúkra­flug til Eyja og var flug­ferðin vanda­söm, sökum óveð­urs­ins, að því er segir í til­kynn­ingu. „TF-LIF fór í loftið frá Reykja­vík­ur­flug­velli klukkan 12:20 og var haldið þangað í lágum hæðum um Þrengsli og svo með suð­ur­strönd lands­ins. Þyrlan kom til Vest­manna­eyja um eitt­leytið var þá veðrið þar orðið mjög vont og aðflugið krefj­andi. Af þeim sökum lenti þyrlan við vest­ur­enda flug­braut­ar­innar þangað sem sjúkra­bíll kom með sjúk­ling­inn. TF-LIF fór aftur í loftið klukkan 13:18 og lenti svo á Reykja­vík­ur­vík­ur­flug­velli hálf­tíma síð­ar. Sjúk­ling­ur­inn var svo fluttur á Land­spít­al­ann með sjúkra­bíl,“ segir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Til marks um veð­urofs­ann meðan á útkalli þyrl­unnar stóð má nefna að flug­hraði þyrl­unnar í mót­vind­inum á leið­inni til Eyja var 88 hnútar (162 km/klst) en í með­vind­inum á baka­leið­inni fór hann upp í allt að 190 hnúta (352 km/klst).

Sam­kvæmt vind­mæli þyrl­unnar fóru vind­hviður í 35 metra á sek­úndu, sem er fár­viðr­is­styrk­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent