Varað við óveðri - Aðgerðastjórn í Skógarhlíð virkjuð

Brjálað veður er nú víða, og vindhviður geta verið varasamar þeim sem eru á ferli.

Veður110118
Auglýsing

Björg­un­ar­sveitir hafa haft í nógu að snú­ast á suð­vest­ur­horni lands­ins í dag vegna veð­urofsa sem nú gengur yfir. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veð­ur­stofu Íslands geta vind­hviður verið vara­samar og má búast við mjög snörpum vind­hviðum við fjöll, t.d. á Kjal­ar­nesi og við Hafn­ar­fjall.

Aðgerða­stjórn hefur verið virkjuð í Skóg­ar­hlíð til að hafa umsjón með verk­efnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en óhöpp hafa verið óveru­leg og björg­un­ar­starf gengið vel.

Fólk hefur verið varað við því að vera á ferli að óþörfu.

Auglýsing

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar var kölluð út í sjúkra­flug til Eyja og var flug­ferðin vanda­söm, sökum óveð­urs­ins, að því er segir í til­kynn­ingu. „TF-LIF fór í loftið frá Reykja­vík­ur­flug­velli klukkan 12:20 og var haldið þangað í lágum hæðum um Þrengsli og svo með suð­ur­strönd lands­ins. Þyrlan kom til Vest­manna­eyja um eitt­leytið var þá veðrið þar orðið mjög vont og aðflugið krefj­andi. Af þeim sökum lenti þyrlan við vest­ur­enda flug­braut­ar­innar þangað sem sjúkra­bíll kom með sjúk­ling­inn. TF-LIF fór aftur í loftið klukkan 13:18 og lenti svo á Reykja­vík­ur­vík­ur­flug­velli hálf­tíma síð­ar. Sjúk­ling­ur­inn var svo fluttur á Land­spít­al­ann með sjúkra­bíl,“ segir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Til marks um veð­urofs­ann meðan á útkalli þyrl­unnar stóð má nefna að flug­hraði þyrl­unnar í mót­vind­inum á leið­inni til Eyja var 88 hnútar (162 km/klst) en í með­vind­inum á baka­leið­inni fór hann upp í allt að 190 hnúta (352 km/klst).

Sam­kvæmt vind­mæli þyrl­unnar fóru vind­hviður í 35 metra á sek­úndu, sem er fár­viðr­is­styrk­ur.

Breyttir tímar kalla á breytt jafnréttislög
Skipaður hefur verið starfshópur sem samanstendur af fulltrúum frá velferðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og Jafnréttisstofu til að hefja undirbúning að heildarendurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
21. janúar 2018
Hákon Hákonarson
Nýtt lyf við ADHD væntanlegt innan fárra ára
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfi við athyglisbrest með ofvirkni komu vel út og búist er við að lyfið komist í almenna notkun eftir 2 til 3 ár.
21. janúar 2018
Bára Huld Beck
Stormurinn í vatnsglasinu (orðaleikur fyrirhugaður)
21. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent