Varað við óveðri - Aðgerðastjórn í Skógarhlíð virkjuð

Brjálað veður er nú víða, og vindhviður geta verið varasamar þeim sem eru á ferli.

Veður110118
Auglýsing

Björg­un­ar­sveitir hafa haft í nógu að snú­ast á suð­vest­ur­horni lands­ins í dag vegna veð­urofsa sem nú gengur yfir. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Veð­ur­stofu Íslands geta vind­hviður verið vara­samar og má búast við mjög snörpum vind­hviðum við fjöll, t.d. á Kjal­ar­nesi og við Hafn­ar­fjall.

Aðgerða­stjórn hefur verið virkjuð í Skóg­ar­hlíð til að hafa umsjón með verk­efnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en óhöpp hafa verið óveru­leg og björg­un­ar­starf gengið vel.

Fólk hefur verið varað við því að vera á ferli að óþörfu.

Auglýsing

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar var kölluð út í sjúkra­flug til Eyja og var flug­ferðin vanda­söm, sökum óveð­urs­ins, að því er segir í til­kynn­ingu. „TF-LIF fór í loftið frá Reykja­vík­ur­flug­velli klukkan 12:20 og var haldið þangað í lágum hæðum um Þrengsli og svo með suð­ur­strönd lands­ins. Þyrlan kom til Vest­manna­eyja um eitt­leytið var þá veðrið þar orðið mjög vont og aðflugið krefj­andi. Af þeim sökum lenti þyrlan við vest­ur­enda flug­braut­ar­innar þangað sem sjúkra­bíll kom með sjúk­ling­inn. TF-LIF fór aftur í loftið klukkan 13:18 og lenti svo á Reykja­vík­ur­vík­ur­flug­velli hálf­tíma síð­ar. Sjúk­ling­ur­inn var svo fluttur á Land­spít­al­ann með sjúkra­bíl,“ segir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Til marks um veð­urofs­ann meðan á útkalli þyrl­unnar stóð má nefna að flug­hraði þyrl­unnar í mót­vind­inum á leið­inni til Eyja var 88 hnútar (162 km/klst) en í með­vind­inum á baka­leið­inni fór hann upp í allt að 190 hnúta (352 km/klst).

Sam­kvæmt vind­mæli þyrl­unnar fóru vind­hviður í 35 metra á sek­úndu, sem er fár­viðr­is­styrk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent