Konur í prestastétt greina frá reynslu sinni

Konur í prestastétt hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær segjast einnig búa við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á vinnustöðum sínum. Gerendur eru yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar og þau sem nýta sér þjónustu kirkjunnar.

Kirkja - Metoo
Auglýsing

Konur í presta­stétt búa, líkt og aðrar kon­ur, við kyn­bundið ofbeldi, áreitni og mis­munun á vinnu­stöðum sín­um. Ger­endur eru yfir­menn, sam­starfs­fólk, sjálf­boða­liðar og þau sem nýta sér þjón­ustu kirkj­unn­ar.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem kon­urnar hafa sent frá sér.

Þær segja jafn­framt að allar konur eigi rétt á að starfa í öruggu umhverfi, vera lausar við kyn­bundið ofbeldi, áreitni og mis­munun af öllu tagi í sínum störf­um. Frá­sagnir prest­vígðra kvenna sem starfa í þjóð­kirkj­unni sýni svart á hvítu að breyt­inga er þörf.

Auglýsing

Ég var að kveðja hóp eldri borg­ara fyrir sum­ar­frí. Einn mað­ur­inn í hópnum greip tæki­færið þegar ég hall­aði mér að honum til þess að faðma hann, kyssti mig beint á munn­inn blautum kossi sem hætti ekki fyrr en ég beitti öllu mínu valdi til að ýta honum frá mér. Þá glotti hann. Engin í hópnum virt­ist taka eftir þessu og ég sagði ekk­ert.

„Þjóð­kirkjan hefur líkt og mörg önnur félaga­sam­tök og stofn­anir markað stefnu og búið til úrræði í þessum málum en sögur kvenna í kirkj­unni sýna að mikið verk er óunnið þar sem ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu.

Við und­ir­rit­aðar skorum á biskup Íslands, kirkju­ráð, kirkju­þing, presta og sókn­ar­nefndir að beita sér fyrir sið­bót hvað varðar vinnu­um­hverfi kvenna, prest­vígðra og ann­arra, í kirkj­unni.

Undir þessa yfir­lýs­ingu skrifa konur í presta­stétt. Ekki er víst að náðst hafi í allar prest­vígðar konur við gerð þess­arar áskor­un­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þegar ég var prestur út á landi var ég eitt sinn í erindum í Reykja­vík. Þar sá ég sókn­ar­barn mitt sem ég þekkti vel. Ég hafði oft verið gestur hans og konu hans. Við tókum tal saman og hann vildi endi­lega sýna mér nýju íbúð­ina sem þau hjón voru að kaupa í bænum en ég rakst á hann þar við hús­gafl­inn. Inn fór ég, þegar ég vildi fara eftir stutta stund tók hann utan um mig og var eitt­hvað að þreifa á mér og segja óvið­eig­andi hluti sem ég er búin að loka út úr minn­inu. Ég reif mig lausa og þaut út. Óhug­ur­inn og ónotin voru eftir og ég var alveg ringluð yfir sam­heng­inu við fjöl­skyldu hans.

Hægt er að lesa sög­urnar í heild sinni hér

Áður hafa margar starfs­stéttir stigið fram og greint frá sam­bæri­legu ofbeldi.

Biskup bregst við

Biskup Íslands, Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, birti yfir­lýs­ingu á vef­síðu sinni í kjöl­farið þar sem hún segir kröfu prest­vígðra kvenna sann­gjarna og eðli­lega. 

Yfirlýsing biskups

Full­trúar prest­vígðra kvenna afhentu í morgun yfir­stjórn þjóð­kirkj­unnar áskor­un, þar sem kraf­ist er breyt­inga á vinnu­um­hverfi og -að­stæðum kvenna í kirkj­unni. Líkt og konur í öðrum starfs­stéttum hafa þær orðið fyrir kyn­bund­inni áreitni, mis­munun og jafn­vel kyn­ferð­is­of­beldi í starfi. Ásamt und­ir­rit­aðri tóku for­seti kirkju­þings og fram­kvæmda­stjóri kirkju­ráðs við áskor­un­inni, en henni fylgdu 64 frá­sagnir í anda #MeToo.

Ég er afar þakk­lát öllum þeim sem stigið hafa fram, sagt frá sinni reynslu og haldið á lofti kröf­unni um heil­brigt og öruggt vinnu­um­hverfi, sann­girni og virð­ingu í sam­skiptum milli fólks. Það er mik­il­vægt að eng­inn loki aug­unum gagn­vart þeirri sam­fé­lags­legu mein­semd sem kyn­bundið áreiti og ofbeldi sann­ar­lega er, að því er virð­ist í öllum kimum sam­fé­lags­ins

Frá­sagnir prest­vígðra kvenna komu mér ekki á óvart. Ég hef sjálf starfað innan kirkj­unnar í nær 40 ár og bæði upp­lifað og séð ýmis­legt á þeim tíma. Hitt er svo öllum ljóst, að kirkjan hefur um langa hríð reynt að vinna úr áreitn­is- og ofbeld­is­málum þar sem sumt hefur tek­ist vel en annað síð­ur.

Fyrir 20 árum setti kirkjan sér fyrst vinnu­reglur um með­ferð áreitn­is­mála sem upp kynnu að koma. Í tengslum við þær er nú verið að taka upp verk­lag í við­kvæmum aðstæð­um, þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að starfs­fólk sæki sér­stakt nám­skeið og fái þekk­ingu sína vott­aða hjá utan­að­kom­andi sér­fræð­ing­um. Þá fer þjóð­kirkjan fram á það við starfs­fólk og umsækj­endur um starf, að þeir heim­ili kirkj­unni að afla upp­lýs­inga úr saka­skrá og þar sem kannað verði hvort þeir hafi gerst brot­legir við barna­vernd­ar­lög, nokkra flokka almennra hegn­ing­ar­laga og lög um ávana- og fíkni­efni.

Starfs­reglur kirkj­unnar fela í sér heild­stæða nálgun á mála­flokk­inn, þar sem mál eru sett í skýran fyr­ir­fram skil­greindan far­veg. Mark­miðið er að tryggja rétta máls­með­ferð hverju sinni og styðja við þolend­ur, t.d. hvetja þá til að kæra mál til lög­reglu séu þau þess eðlis og veita hverjum og einum fag­legan stuðn­ing, og eftir atvikum einnig ger­end­um.  Í sumum málum er kveðið á um skil­yrð­is­lausa til­kynn­ing­ar­skyldu til yfir­valda, frá­vísun úr starfi – ýmist tíma­bundna á meðan rann­sókn stendur yfir eða var­an­lega – svo dæmi séu nefnd. Regl­urnar hafa reynst vel en þarfn­ast stöðugrar rýni, ekki síst hvað varðar for­varnir og fræðslu.

Ég tek hjart­an­lega undir þá sann­gjörnu og eðli­legu kröfu sem prest­vígðar konur hafa sett fram. Ég mun leggja mig alla fram við að bæta starfs­um­hverfi kvenna og sam­skiptin milli fólks í kirkju­sam­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent