Þrjár konur kvarta nafnlaust yfir framkomu forstjóra Matís

Nafnlaust bréf þriggja kvenna sem lýsa yfir óánægju sinni með Svein Margeirsson, forstjóra Matís, hefur verið tekið fyrir á stjórnarfundi fyrirtækisins.

Sveinn Margeirsson
Sveinn Margeirsson
Auglýsing

Þrjár konur sem starfa hjá Matís sendu nafn­laust bréf til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far umræðu í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins um mót­mæli fyrir framan heim­ili Stein­unnar Val­dísar Ósk­ars­dóttur árið 2010.

Segir í bréf­inu að til­efni þess sé að þær séu væg­ast sagt ósáttar við að for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, Sveinn Mar­geirs­son, skuli hafa farið fremstur í flokki og að auki staðið að hvatn­ingu og skipu­lagn­ingu í aðdrag­and­an­um, þegar mjög óvægin og afar ósann­gjörn aðför hafi verið gerð að kyn­systur þeirra, Stein­unni Val­dísi Ósk­ars­dótt­ur, eins og hafði verið dregið fram í dags­ljós­ið.

Sjöfn Sig­ur­gísla­dóttir stjórn­ar­for­maður Matís segir málið í skoðun og Sveinn seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vilja tjá sig um bréfið eða efni þess að svo stödd­u. 

Auglýsing

Ekki boð­legt af for­stjóra

„Okkur var umrætt ekki ljóst fyr­ir. Afsök­un­ar­beiðni í þeim efnum teljum við ein­ungis til­komna vegna þess að for­stjór­inn ótt­ast nú um sína stöðu, ein­ungis í ljósi háværrar og nauð­syn­legrar umræðu um mála­flokk­inn. Atvik sem vísað er til ollu við­kom­andi miklum og langvar­andi miska og bitn­aði á ungum fjöl­skyldu­með­lim­um, börnum við­kom­andi, með afar ósann­gjörnum hætti. Við fáum ekki skilið hvaða hug­ar­far býr að baki slíkri hátt­semi, ekki síst gagn­vart börn­um.

Við fáum ekki séð að þeir sem ganga fram með slíkum hætti, ítrekað og með skipu­lögðum hætti, séu allt í einu orðnir að betri mönnum og fullir iðr­unar og þar með boð­legir í að gegna æðsta emb­ætti í okkar ágætu stofnun og vinnu­stað. Og þegar málið er skoðað í ljósi þess tíma sem lið­inn er, þá kemur upp úr dúrnum að umræddur for­stjóri og eig­in­kona hans hafa beitt sér af miklu offorsi og óbil­girni gagn­vart mönnum og mál­efnum í óskyldum mál­um, allt síðan umrætt atvik­að­ist gagn­vart henni Stein­unn­i,“ segir í bréf­inu.

Enn fremur kemur fram að þeim finn­ist það í senn sorg­legt og nið­ur­lægj­andi að slík við­horf kven­fyr­ir­litn­ingar og vald­níðslu, og skáka í skjóli valda­stöðu og frið­helgi sem ríkir um opin­berar stjórn­un­ar­stöð­ur, skuli gegna æðsta emb­ætti okkar ágætu stofn­unar árið 2017.

Þær segja að það hvar­fli ekki að þeim að koma fram undir nafn, og er mót­tak­andi beð­inn vel­virð­ingar á því. „Við teljum að nafn­birt­ing myndi ein­fald­lega bein­ast gegn okkur með skjótum hætti, þegar til hlið­sjónar eru hafðir stjórn­un­ar­hættir og fram­koma sem við höfum nú orðið vitni að og erum upp­lýstar um í dag.“

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér

Stjórnin skoðar málið

Sjöfn Sig­ur­gísla­dótt­ir, for­maður stjórnar Mat­ís, segir í sam­tali við Kjarn­ann að málið sé í skoð­un. Þetta hafi ein­ungis komið upp fyrir stuttu og þess vegna sé ekki komin nið­ur­staða hvort eða hvað verði gert í fram­hald­in­u. 

Hún segir enn fremur að stjórnin taki öllum ábend­ingum sem þessum alvar­lega. Þau viti ekki nöfn kvenn­anna og séu ekki á hött­unum eftir þeim. 

„Það hefur alltaf verið góður andi hjá Matís og við viljum að svo verði áfram. Starf­semin hefur gengið mjög vel og er mik­il­vægt að svo verði áfram,“ segir hún og bætir við að engar upp­á­komur hafi komið í fyr­ir­tæk­inu og að þau hafi lagt sig í líma við að hafa starf­sem­ina góða. Þeim sé annt um orð­spor­ið. 

Þau ætli því að skoða málið vel áður en farið verður lengra með það en þau vilji jafn­framt eiga gott sam­tal við starfs­menn og aðra sem tengj­ast fyr­ir­tæk­in­u. 

Baðst afsök­unar

Stein­unn Val­­dís Ósk­­ar­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­­ar­­stjóri og þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, sagði af sér þing­­mennsku árið 2010 eftir að hópur mót­­mæl­enda hafði safn­­ast sam­an fyrir framan heim­ili hennar á hverju ein­asta kvöldi og kraf­ist þess að hún segði af sér þing­­mennsku vegna styrkja fyrir próf­­kjör­s­bar­átt­u. Fleiri stjórn­­­mála­­menn á borð við Þor­­gerði Katrínu Gunn­­ar­s­dóttur og Guð­laug Þór Þórð­­ar­­son urðu einnig fyrir aðkasti mót­­mæl­enda af sömu ástæð­­um.

Mót­­mælin fyrir framan hús Stein­unnar Val­­dísar stóðu yfir í fimm vikur og sagði hún í fyrr­­nefndu við­tali á mbl.is að for­­­stjóri Mat­ís, Sveinn Mar­­­geir­s­­­son og bræður hans Hlaupa­garp­ar hafi verið fyr­ir fram­an glugg­ana hjá henni í þrjár vik­­­ur. „Þar var einnig Björn Þorri Vikt­or­s­­­son lög­­­maður kvöld eft­ir kvöld vel klædd­ur í kraft­galla með marga af sín­um skjól­­­stæð­ing­­­um. Til við­­bót­ar voru marg­ir skjól­­­stæð­ing­ar Útvarps Sögu o.fl.,“ sagði hún. Sveinn Mar­­geir­s­­son for­­stjóri Matís sagð­ist sjá mikið eftir þátt­­töku sinni í mót­­mæl­unum á sínum tíma í við­tali við Eyj­una í maí 2014.

Aðspurður um þátt­­töku sína í mót­­mæl­unum sagði Sveinn að skilj­an­­lega hefði mikil reiði ríkt í sam­­fé­lag­inu á þessum tíma. Hann sagði enn­fremur að hann hefði ekki átt aðild að máli í öll þau skipti sem mót­­mæli áttu sér stað á heim­ilum stjórn­­­mála­­manna. Hann bætti því við að í hita leiks­ins hefði ekki verið ekki verið hugsað út í að verið væri að gera atlögu að einka­heim­ili fólks. Verst hefði honum þótt sá mis­­skiln­ingur að mót­­mælin hefðu beinst sér­­stak­­lega að kon­­um.

„Ég hef beðið hana afsök­un­­ar. Mér finnst leið­in­­legt ef fólk heldur eitt­hvað rang­­lega um mig en ég ætla ekki að vera í ein­hverri póli­­tík með það,“ sagði Sveinn og bætti við að þetta hefði ekki verið það sem hann er mest stoltur af í líf­in­u.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent