Magnús Guðmundsson menningarritstjóri Fréttablaðsins, Guðný Hrönn Antonsdóttir umsjónarmaður Lífsins, dægurmálaumfjöllunar blaðsins og Vilhelm Gunnarsson yfirmaður ljósmyndadeildar Fréttablaðsins hafa öll sagt upp störfum hjá blaðinu samkvæmt heimildum Kjarnans.
Vilhelm mun færa sig yfir til Vodafone en miklar breytingar hafa orðið hjá 365 eftir að Fjarskipti, móðurfélag Vodafone tók yfir stóran hluta starfsemi félagsins, það er að segja sjónvarpshlutann (Stöð 2 og tengdar stöðvar), útvarpsreksturinn (t.d. Bylgjan, X-ið og FM957) og netmiðilinn Vísir.is.
Fréttastofa 365 fylgdi með í kaupunum, en hún er ein stærsta fréttastofa landsins og sú eina sem heldur úti daglegum sjónvarpsfréttatíma utan fréttastofu RÚV.
Auglýsing
Fréttablaðið er hins vegar áfram í eigu 365 miðla ásamt tímaritinu Glamour.