Rúmur helmingur kvenna 25–64 ára var með háskólamenntun árið 2017 samanborið við rúmlega þriðjung karla á sama aldri. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Ef litið er til búsetu voru 56 prósent kvenna og 43 prósent karla á höfuðborgarsvæðinu með háskólamenntun en 41 prósent kvenna og 20 prósent karla utan höfuðborgarsvæðisins. Þá voru 39 prósent karla og 26 prósent kvenna á höfuðborgarsvæðinu með starfs- og framhaldsmenntun en 47 prósent karla og 29 prósent kvenna utan höfuðborgarsvæðisins.
Hlutfall karla og kvenna sem voru eingöngu með grunnmenntun var um helmingi hærra utan höfuðborgarsvæðisins en á því.
Atvinnuþátttaka kvenna var tæp 79 prósent árið 2017, þátttaka karla var rúm 86 prósent.